Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 147 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Michelsen-fjölskyldan: Skjalasafn Mannamyndir*
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

147 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Konur í garði

Frá vinstri; Rósa Pálsdóttir, stúlka Jórunn fósturdóttir Rósu, Karen Michelsen, María Pálsdóttir systir Guðrúnar Pálsdóttur.

Síld

Talsvert af síld var saltað á Sauðárkróki. A.m.k. 60 konur vorum um tíma skráðtar til vinnu við söltunina. Söltun Sauðkrækinga var þó aðeins brot af því sem var víða annars staðar fyrir Norðurlandi. Myndin gæti verið tekin árið 1942. Járnbrautarteinarnir sjást vel á myndinni. Við myndina stendur: Hulda Bubba, Bibba Þorvaldar, Ólafía Pétursdóttir, Ingibjörg Konráðsdóttir, Lína "Ingveldastaða", Jón Sig Ketu og Pála Sveinsdóttir

Við Nýjabæ á Hólum

Börn á hestbaki fyrir framan Nýja bæ á Hólum. Kristinn Michelsen með hatt, Aage stendur við hestin. Á hestinum eru Edda Michelsen (1943-), Anna Lísa Michelsen (1943-) og Jörgen Frank Michelsen (1941 - 1998).

Í Sauðárgili

Elsa og Karen "Dúdda" kæla sig í Sauðárgili.
Það var vinsælt tómstundargaman að baða sig í Sauðánni enda höfðu Skagfirðingar ekki kynnst hitaveitu og þeim þægindum sem nægt magn af heitu vatni hafa í för með sér.

Kanínur

Michelsens fjölskyldan var með kanínur sem var afar fátítt á Sauðárkróki, ef ekki einsdæmi. Ekker laust við að kanínubúskapur hafi farið nokkuð fyrir brjóstið á Sauðkrækingum sem áttu fremur að venjast áti á sauðkindum ekki ekki þessum vinalegu dýrum. Á myndinni eru Aðalsteinn, Aage og Pála Elínborg.

Aðalsteinn Jónsson

Mynd tekin á Aðalgötu á Sauðárkróki, Fremstur er Aðalsteinn Jónsson, stúlkurnar tvær eru María Guðlaug Pétursdóttir og Steinunn Aðalheiður Rögnvaldsdóttir.

Michelsens fjölskyldan

Aftari röð frá vinstri; Hulda, Karen, Franch, Aðalsteinn, Ottó, Pála og Paul. Fremri röð frá vinstri; Guðrún Pálsdóttir Michelsen með Aage og Frank Michelsen með Kristinn.

Niðurstöður 1 to 85 of 147