Sýnir 3 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Guðjón Ingimundarson: Skjalasafn Guttormur Óskarsson (1916-2007)
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Frétt frá Sauðárkróki 1961

Fréttir frá Sauðárkróki sendar Degi á Akureyri í ágúst 1961 þar sem m.a. er fjallað um hóf sem haldið var til heiðurs Steingrími Steinþórssyni búnaðarmálastjóra og Theódóru Sigurðardóttur konu hans. Veislustjóri var Guttormur Óskarsson gjaldkeri.

Fundargerð Fræðsluráðs 1962

Endurrit úr fundargerð Fræðsluráðs Sauðárkrókskaupstaðar í október 1962. Undir fundargerðina rita Þórir Stephensen, Guttormur Óskarsson, Magnús Bjarnason, Stefán Vagnsson og Stefán Ólafur Stefánsson.

Fundargerð Fræðsluráðs 1965

Endurrit úr fundargerðarbók Fræðsluráðs Sauðárkrókskaupstaðar í júlí 1965. Undir fundargerðina rita Þórir Stephensen, Guttormur Óskarsson, Magnús Bjarnason, Björn Daníelsson og Jóhann Guðjónsson.