Showing 646 results

Archival descriptions
Guðjón Ingimundarson: Skjalasafn Sauðárkrókur
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

566 results with digital objects Show results with digital objects

Erindi til stjórnar KS 1954

Erindi til stjórnar og framkvæmdastjóra Kaupfélags Skagfirðinga, stílað á Svein Guðmundsson sem var þá starfandi framkvæmdastjóri. Undir erindið ritar Guðmundur Björnsson trésmiður sem hóf störf sem verkstæðisformaður á trésmíðaverkstæði K.S. árið 1950.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Fréttir frá Sauðárkróki 1954

Fréttir frá Sauðárkróki í desember 1954. Þar kemur meðal annars fram að á þessum tíma hafi margir bæjarbúar átt fé og telur Guðjón að um 1770 fjár sé í bænum, 50 naugripir og 55 hross.

Grein e. Martein Friðriksson 1969

Grein send Einherja 1969 eftir Martein Friðriksson sem sat þá í meirihluta bæjarstjórnar á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn. Greinin ber yfirskriftina "Norðanfara svarað" og er svar við grein Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki sem þá voru í minnihluta. Marteinn kemur víða við í grein sinni og fer meðal annars yfir Fjárhagsáætlun 1968 og rekstrarniðurstöðu þess árs.

Grein um Sauðárkrók 1967

Grein send Degi á Akureyri þar sem Guðjón fjallar ítarlega um Sauðárkrók, bæjarstjórnina, kirkjuna, íbúana, heilbrigðismál, skólamál, verslun, félags- og skemmtanalíf og atvinnumál.

Samningur um Fjölbrautaskóla 1983

Samningur um Fjölbrautarskóla á Sauðárkróki á milli Menntamálaráðuneytis annars vegar og Sauðárkrókskaupstaðar, Rípurhrepps, Siglufjarðarkaupstaðar, Blönduóshrepps, Hofsóshrepps, Hólahrepps, Skarðshrepps og Staðarhrepps hins vegar.

Samningur um FNV 1990

Samningur um Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á milli Héraðsnefnda V-Húnvetninga, A-Húnvetninga, Skagfirðinga og Siglufjarðarkaupstaðar við Menntamálaráðuneytið.

Frétt frá Sauðárkróki 1956

Frétt frá Sauðárkróki send Degi á Akureyri í janúar 1956 þar sem meðal annars er fjallað um að Sauðárkrókskirkju hafi borist skírnarfontur að gjöf frá Pétri Hannessyni og Sigríði Sigtryggsdóttur. Reynir Ragnarsson húsgagnasmíðameistari á Sauðárkróki smíðaði fontinn. Á Þorláksmessu 1955 var jafnframt samþykkt að K.S. myndi ganga til samstarfs við Sauðárkróksbæ um stofnun hlutafélags sem annast muni fiskmóttöku. Mest er þó skrifað um kveðjuhóf sem haldið var til heiðurs Torfa Bjarnasyni héraðslækni og konu hans Sigríði Auðuns.

Fréttir frá Sauðárkróki 1958

Frétt send Degi á Akureyri í október 1958 þar sem fjallað er m.a. um að svo mikill fiskafli hafi borist undanfarið að starfsmenn fiskvinnslunnar hafi ekki annað framboðinu og því hafi unglingar og börn á barnaskólaaldri verið fengin til að starfa við fiskvinnslu. Í kjölfarið var setningu skólans frestað um nokkra daga. Jafnframt er fjallað um 50 ára afmæli barnaskólans en upphaflega barnaskólahúsið var byggt 1908. Veturinn 1958 voru 150 nemendur í skólanum og skólastjóri var Björn Daníelsson. 60 nemendur voru í gagnfræðiskólanum og skólastjóri var Friðrik Margeirsson.

Fréttir frá 1955

4 fréttabréf frá 1955 sem sennilega hafa verið send Degi á Akureyri en það er þó ekki fullvíst. Fjallað er um flugvöllinn á Sauðárkróki og tekið er fram að árið 1954 hafi lendingar á vellinum verið 254 og farþegar 940. Greint er frá skólaslitum Iðnskólans á Sauðárkróki og kemur þar fram að hæstu einkunn í burtfararprófi hlaut Auðunn Blöndal nemi í flugvélavirkjun eða 8,93 og í 1. bekk hlaut hæstu einkunn Friðrik Jónsson (Fíi) húsasmíðanemi eða 8,33. Einnig er fjallað um nýtt fiskvinnslu og hraðfrystihús á Sauðárkróki.

Vísur á auglýsingatöflu 1974

Lausavísur á auglýsingatöflu bæjarstjórnarskrifstofunnar á Sauðárkróki 1974.

Ráðalausir labba um storð
leggjast svo til náða.
Loksins fundu lausnarorð
látum Bakkus ráða.

Bakkusarvinur svarar:
Hver yrkir þannig? Álasar kóngsins megt,
sem ævinlega bætir þegnanna hag.
Allavega finnst mér forkastanlegt
að fárast yfir því, sem kippt er í lag.

Sífellt fremja ofaníát
ótta og hrolli slegin.
Virðast ætla að verða mát
veslings komma greyin.

Fréttabréf frá 1958

Fréttabréf frá 1958 sem sennilega hefur verið send til blaðsins Dags á Akureyri. Sagt er frá 65 ára afmæli Guðmundar Sveinssonar og kveðjuhófi sem haldið var fyrir Björgvin Bjarnason sem lét þetta ár af bæjarstjórastörfum. Eins er sagt frá því að Haraldur Pálsson skíðamaður frá Reykjavík hafi verið á Sauðárkróki við skíðakennslu og sagt er frá skíðamóti sem fram fór í Skógarhlíð.

Fréttir frá Sauðárkróki 1963

3 fréttir frá Sauðárkróki 1963 sendar Degi á Akureyri.
Fjallað um er erindi Adolfs Björnssonar rafveitustjóra um rafveitur í Skagafirði og áætlanir um að virkja Reykjafoss í Tungusveit. Jafnframt er fjallað um frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Fjalla-Eyvindi. Verkamannafélagið Fram minntist 60 ára starfsafmælis. Mikið atvinnuleysi hafði verið á Sauðárkróki þennan veturinn og afli lítill. Danskennsla var á vegum Æskulýðsráðs Sauðárkróks og var það Rigmor Hanson sem kenndi.

Frétt um skólamál 1965

Grein send til Einherja í október 1965 þar sem Guðjón segir frá skólastarfi á Sauðárkróki þetta haustið. Í Barnaskóla Sauðárkróks eru 182 nemendur þetta árið og er skólastjóri Björn Daníelsson. Í Gagnfræðiskólanum eru 90 nemendur og skólastjóri er Friðrik Margeirsson. Jafnframt er fjallað um fyrirhugaða byggingu nýs gagnfræðiskólahúss. Í Tónlistarskólanum eru 40 nemendur og er þar skólastjóri Eyþór Stefánsson tónskáld og aðalkennari Eva Snæbjörnsdóttir. Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum er söngstjóri við skólann. Í Iðnskóla Sauðárkróks eru 30-40 nemendur og er skólastjóri þar Jóhann Guðjónsson múrarameistari.

Grein frá 1967 - Til þess eru vítin að varast þau

Grein sem send var Einherja í júní 1967 og ber yfirskriftina "Til þess eru vítin að varast þau" en þar gagnrýnir Guðjón grein sem birt var í blaðinu Norðanfara (málgagni sjálfstæðismanna á Norðurlandi Vestra) 4. maí 1967 en téð grein var að mati Guðjóns ,,árás á meirihluta bæjarstjórnar á Sauðárkróki". Greinarhöfundur var ritstjóri og ábyrgðarmaður Norðanfara, Halldór Jónsson frá Leysingjastöðum.

Kladdar 1941-1947

Kladdar frá árunum 1941-1947 þar sem Guðjón merkir við viðveru nemenda sinna, veikindi, leyfi og fleira.
TRÚNAÐARGÖGN!

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Ávörp og ræður

Ýmis ávörp og ræður flutt af Guðjóni Ingimundarsyni við hin ýmsu tilefni tengd öllu því íþrótta- og félagsstarfi sem hann var þátttakandi í.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Dögun 1954

Fjögur tölublöð af Dögun, blaði þjóðvarnarmanna á Sauðárkróki. Ábyrgðarmaður blaðsins var Ingi Sveinsson.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

UMSS

Margvísleg gögn tengd UMSS sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar. Guðjón var í stjórn UMSS 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Minnisbækur 1937-1976

Minnisbækur Guðjóns Ingimundarsonar, flestar þeirra tengjast bæjarstjórnarmálum en einnig má finna þar punkta um starfsemi hans innan KS og ungmennafélaganna. Jafnframt er elsta minnisbókin frá því hann var á Laugarvatni.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Ýmislegt

Stundaskrá með yfirliti yfir afnot ákveðinna hópa af sundlaug Sauðárkróks árið 2002 og samskipti Guðjóns við Sveitarfélagið vegna gjafar hans og eiginkonu hans, Ingibjargar Kristjánsdóttur, til sundlaugarinnar.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks

Þrjár fundargerðarbækur Iðnaðarfélags Sauðárkróks, skrá yfir réttindabréf félagsmanna, óskir um inngöngu í félagið, ýmis minnisblöð, upp, viðskiptayfirlit, uppkast að bréfi, auglýsingar og gjafabréf.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Kaupfélag Skagfirðinga 1954-1991

Ýmis gögn tengd starfsemi Kaupfélagi Skagfirðinga sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar. Guðjón var endurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga til fjölda ára, sat í stjórn Menningarsjóðs KS í mörg ár og var formaður fræðuslunefndar þess um skeið.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

GI 1023

  1. júní 1944. Við Kirkjutorg á Sauðárkróki - húsið á miðri mynd heitir ... en er oft nefnt Þýskaland og svo er Mikligarður oft nefndur Rússland.

GI 1024

  1. júní 1944. Við Kirkjutorg á Sauðárkróki - húsið myndinni heitir Mikligarður oft nefnt Rússland.
Results 1 to 85 of 646