Safnið inniheldur tvær innbundnar bækur, fundagerða- og fjárbók. Í safninu eru líka forprentaðar yfirlitsskýrslur um fjárrækt og hrútadóma í eigu félaga í Fjárræktarfélagi Fellshrepps. Nokkrar skýrslur voru í tví- og þríriti og voru afritin tekin úr safninu þar sem það átti við, skýrslur voru raðaðar eftir ártali og var það skipulag látið haldast óbreytt. Gögnin koma úr möppu og voru millispjöld úr plasti tekin úr og hefti hreinsuð úr. Að öðru leyti haldast gögnin eins og þau voru. Bækurnar og skýrslurnar hafa varðveist vel og eru í góðu ásigkomulagi, Gjörðabókin er með línustrikuðum blaðsíðum og handskrifuðum fundagerðum, ekki er skrifað nema í hluta af henni. Fjárbókin er með forprentuðu formi fyrir fjárskýrsluhald og með handskrifuðum upplýsingum um hrúta og ær úr hreppnum og er aðeins notuð að hluta til. Í bókinni eru einnig ýmis lausblaða skýrsluform fyrir fjárrækt og útprentuð tafla yfir kjötprósentu lamba.