Showing 1 results

Archival descriptions
Búnaðarfélag Sauðárkróks Series Búnaðarfélög
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

Fundagerðabók og pappírsgögn

Í safninu var ein innbundin og handskrifuð fundagerðabók en talsvert af öðrum pappírsgögnum bæði vélrituðum og handskrifuðum. Búið var að grófflokka safnið, farið var í að flokka skjölin betur eftir ártali - eins og hægt var og aðgreina það. Nokkur umslög með litlum miðum með orðsendingum sem aðallega voru um ósk um inntöku í félagið eða úrsagnir úr því voru í safninu, ákveðið var að halda eftir þremur umslögum með frímerkjum til varðveislu. Einnig er í safninu nokkrir miðar með handrituðum athugasemdum, fundargerðum sem eru án dagssetingar eða án ártals.
Jarðbótaskýrslum var safnað saman og þeim raðað eftir ártali. Forprentaðar auglýsingar, félagatal, bókhaldsgögn og kvittanir, kaup- og leigusamningur vegna jarðvinnslutækja félagsins, einnig eru í safninu fomleg erindi frá Stéttarsambandi Bænda, Áburðarsölu Ríkisins, Sambandi Ísl. Samvinnufélaga, Búnaðarsambandi Skagfirðinga og fleirum voru einnig flokkað eftir ártali eins og hægt var.
Í einni örk eru lög félagsins - bæði handskrifuð og vélrituð, bæði í A4 og A3 stærð og eru þetta líklega breytingartillögur þar sem athugasemdir eru handskrifaðar á tveimur skjalana.
Gögnin hefur varðveist misjafnlega vel en eru þó læsilegt, Jarðabótaskýrslurnar voru sumar talsvert rifnar og eru því viðkæmar allri meðhöndlun, sérstakegla sú sem er frá árinu 1931. Allar bréfaklemmur sem voru í safninu voru orðnar mjög ryðgaðar, þær voru allar fjarlægðgar en það má sjá för eftir þær á flestum skjölunum, hefti voru sömuleiðis fjarlægð.

Búnaðarfélag Sauðárkróks