Sýnir 154 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sigurður Einarsson: Skjalasafn
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Hjaltastaðir

Eftirskrift bréfsins er líklega skrifuð af móður Bryndísar, Ragnheiði Mörtu Þórarinsdóttur (1919-2013), en hún var kona Péturs Sigurðssonar (1919-2012).

Bréfritari: Stefán Vagnsson

Stefán Vagnsson (1889-1963) skrifar Sigurði. Stefán var kennari og bóndi á Hjaltastöðum, Flugumýri og Sólheimum í Akrahreppi. Hann var síðast búsettur á Sauðárkróki og starfaði þar sem skrifstofumaður. Kona: Helga Jónsdóttir (1895-1988).

Sigurður Einarsson (1890-1963)

Bréfritari: Magnús Sigmundsson

Magnús Sigmundsson (1891-1952) skrifar Sigurði. Magnús var bóndi á Vindheimum í Lýtingsstaðahreppi. Kona: Anna Sigríður Jóhannesdóttir (1900-1985).

Sigurður Einarsson (1890-1963)

Bréfritari: Þorsteinn Helgason

Þorsteinn Helgason (1886-1963) skrifar Sigurði. Þorsteinn var bóndi í Stóra-Holti í Fljótum. Makar: María Guðmundsdóttir (1885-1921)
Sigurbjörg Bjarnadóttir (1888-1933).

Sigurður Einarsson (1890-1963)

Flugfélag Íslands, kynningarkort

Umslag (stílað á Sigurð, Hjaltastöðum) með korti frá umboðsmanni Flugfélags Íslands á Sauðárkróki, Valgarð Blöndal bóksala. Kynning á Douglas Dakota flugvélinni. Dagsett 28.09.1950.

Kjörseðlar

Kjörseðlar. Miðstjórnarkosning Framsóknarflokksins í Reykjavík og grennd og ungra Framsóknarmanna við miðstjórnarkjör í Reykjavík og grennd 1956. Sama úr landsfjórðungum/kjördæminu utan Reykjavíkur.

Bréfritari: Elínborg Lárusdóttir

Elínborg Lárusdóttir (1891-1976) rithöfundur. Elínborg var hálfsystir Þorláks. Hún skrifar undir Ella. Maður hennar var Ingimar Jónsson (1891-1982), prestur og skólastjóri.

Elínborg Lárusdóttir (1891-1976)

Miði með númeri

Miði með númerinu 436 Reykjavík. Á bakhlið miðans stendur: Herra Þorlákur Sigurðsson, Bjarnastöðum, Blönduhlíð, Skagafirði.

Bréfritari: Sigríður Márusdóttir

Sigríður Márusdóttir (f. 1930) skrifar tengdaföður sínum. Maður hennar var Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011) sonur Sigurðar. Sigríður býr í Hjaltastaðahvammi í Akrahreppi, en þar höfðu þau bú, hún og Þorsteinn. Sigríður er kölluð Sigga.

Sigurður Einarsson (1890-1963)

Bréfritari: Þorsteinn Sigurðsson

Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011) skrifar föður sínum. Hann var bóndi í Hjaltastaðahvammi í Akrahreppi. Kona hans: Sigríður Márusdóttir (f. 1930). Þorsteinn var kallaður Steini.

Sigurður Einarsson (1890-1963)

Stílabók

Stílabók sem inniheldur skrá um bústofninn o.fl. 1948-1950. Eitt samanbrotið A4 blað inni í bókinni.

Áfengisvarnarnefnd

Bréf varðandi reglugerð um áfengisvarnarnefndir, reglugerð um bindindisfræðslu og auglýsing um bann gegn neyslu áfengis í veitingastofum, stílað til formanns áfengisvarnarnefndarinnar í Akrahreppi, undirritað af Brynleifi Tobíassyni (Áfengismálaráðunauturinn), dagsett 02.02.1951. Reglugerðirnar og auglýsingin um áfengisbann á veitingastöðum, meðfylgjandi.

Miði

Miði sem á stendur: Þorlákur Sigurðsson, frá: Hjalta, Ingu og líklega Margréti.

Framboðsauglýsing

Framboðsauglýsing, alþingiskosningar. Sjálfstæðismennirnir Pétur Hannesson og Jóhann Hafstein. Undirritað: Skagafirði 7. júní 1942. Héraðsnefnd Sjálfstæðismanna í Skagafirði.

Bréfritari: Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir

Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir (f. 1915) er frænka Þorláks. Hún átti heima á Espihóli er bréfið var skrifað árið 1951. Maður hennar var Ólafur Runebergsson (1926-1993), bóndi. Hann var bóndi í Kárdalstungu, Áshreppi, A-Húnavatnssýslu árið 1957, skv. Íslendingabók.

Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir (1915-2019)

Jólakort

Jólakortið er stílað á Sigurð, Laugavegi 171, Reykjavík og er það skrifað af Þórólfi og Bryndísi Pétursdóttur systur hans.

Bréfritari: Margrét Hjaltadóttir

Margrét Hjaltadóttir (f. 1950) skrifar afa sínum. Maður hennar: Þórir Jón Ásmundsson (f. 1947). Þau bjuggu um skeið á Hjalla í Akrahreppi en fluttu svo suður. Margrét er kölluð Gréta.

Sigurður Einarsson (1890-1963)

Bréfritari: Leifur Sigurðsson

Leifur Sigurðsson (1921-2006) skrifar föður sínum þrjú bréf. Eitt bréfið er til Margrétar Þorsteinsdóttur (1889-1989), móður Leifs.
Leifur var rennismiður. Kona: Friðrika Elíasdóttir (1913-2004).

Sigurður Einarsson (1890-1963)

Bréfritari: Magnús Helgi Helgason

Magnús Helgi Helgason (1896-1979) (skrifar undir Magnús Helgason) skrifar Sigurði. Magnús var bóndi í Kolgröf á Efribyggð og í Héraðsdal í Tungusveit, síðast búsettur á Sauðárkróki. Kona: Jónína María Ingibjörg Guðmundsdóttir (1893-1988).

Sigurður Einarsson (1890-1963)

Bókhald 1945-1950

Að mestu viðskipti við Kaupfélag Skagfirðinga. Einnig reikningur Mjólkursamlags Skagfirðinga árið 1949 (5 blaðsíður).

Jólakort

Jólakort í umslagi, stílað á Sig. Ein., til Margrétar og Sigurðar, frá fjölskyldunni Bankastræti 14 B. Án ártals.

Bréfritari: Þórólfur Pétursson

Þórólfur Pétursson (f. 1942) skrifar afa sínum. Þórólfur er bóndi á Hjaltastöðum í Akrahreppi. Kona: Anna Jóhannesdóttir (f. 1956).
Systir Þórólfs, Bryndís Pétursdóttir (f. 1947) er meðskrifandi að jólakorti sem er innan safnsins.

Sigurður Einarsson (1890-1963)

Bréf

Bréfið er skrifað eftir orðum Margrétar (Grétu) af fullorðnum einstaklingi vegna ungs aldurs Margrétar. Sigurður var afi hennar.

Bréfritari: Finnbogi Bjarnason

Finnbogi Bjarnason, Brekkugötu 29, Akureyri skrifar Sigurði. Mjög líklega er um að ræða Skúla Finnboga Bjarnason (1895-1986), verslunarstjóra á Akureyri (áður bóndi í Skagafirðinum). Kona hans var Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991).

Sigurður Einarsson (1890-1963)

Niðurstöður 1 to 85 of 154