Showing 21 results

Archival descriptions
Ólafur Briem (1852-1930)
Print preview Hierarchy View:

Athugasemdir við fjallskilasjóðsreikning Lýtingsstaðahrepps

Athugasemdirnar eru ritaðar á pappírsörk í folio stærð og undirritaðar af Sigfúsi Jónssyni á Mælifelli. Svör eru rituð neðan við, undirrituð af Ólafi Briem.
Með liggur pappírsörk í folio stærð, með tillögum vegna athugasemdanna. Er hún undirrituð af endurskoðendum.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Athugasemdir við sveitasjóðsreikning Hofshrepps

Athugasemdirnar eru ritaðar á tvær pappírsarkir í folio broti, fimm skrifaðar síður. Þær eru undirritaðar af Ólafi Briem. Svör eru rituð aftan við, undirrituð af Hjálmari Þorgilssyni. Tillögur þar aftan við, undirritaðar af nefndarmönnum.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Athugasemdir við sveitasjóðsreikning Skefilstaðahrepps

Athugasemdirnar eru ritaðar á pappírsörk í folio broti, fjórar skrifaðar síður, undirritaðar af Ólafi Briem. Svör eru rituð aftan við, undirrituð af Jóhanni Sigurðssyni. Tillögur þar aftan við, undirritaðar af nefndarmönnum. Með liggur pappírsörk með svörum við athugasemdunum, undirrituð af Jóhanni Sigurðssyni.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Útmælingar Ólafs Briem

Lóðaútmælingar og gjöld þeim tengdar úr landi Sauðár.

Lóðin er seld í erfafestu gegn árgjaldi, sem ákveðið er 25 aurar fyrir hverja 40 fermetra, að upphæð 1 kr. 25 aura. Lóðargjaldið rennur í landsjóð og greiðist í peningum til umboðsmanns Reynisstaðar og klausturjarða fyrir 31. desember á hvert, fyrsta sinn árið 1915.

Ólafur Briem (1852-1930)