Sýnir 5 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Gunnar Oddsson (1934-2019) Bækur
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Gunnar Oddsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00303
  • Safn
  • 1821-1985

Skjöl úr fórum Gunnars Oddssonar í Flatatungu á Kjálka. Gamlar bækur, tímarit ungmennafélagsins Framfarar og gögn Veiðifélags Skagfirðingar Héraðsvatnadeildar. Gögnin voru afhent úr dánarbúi Gunnars.

Gunnar Oddsson (1934-2019)

Varabálkur

Rímnabókin Varabálkur. Á titilsíðu stendur:
"Varabálkur, kveðinn af Sigurði hreppstj. Guðmundssyni. Kostnaðarmenn: Björn Jónsson, Stefán Stefánsson. Akureyri, Pretnaður í prentsmiðju Norður- og austur amtsins. B.M.Stephánsson. 1872."
Bókin er innbundin í stærðinni 10,5x16,2 cm. Ástand hennar er gott en síðurnar nokkuð upplitaðar.

Gunnar Oddsson (1934-2019)

Æfintýrið Jóhönnuraunir

Rímnabókin Æfintýrið Jóhönnuraunir. Á titilsíðu stendur:
"Æfintýrið Jóhönnuraunir. Snúð af þýsku undir íslenzk fögur rímnalög af Snorra Bjarnasyni presti til Staðar í Aðalvík 1741 og síðan að Húsafelli 1757-1803. Útgefandi: Þorlákur Reykdal. Þriðja útgáfa. Reykjavík 1904. Prentsmiðja Frækorna."
Bókin er innbundin í stærðinni 8,3x15,7 cm. Kápan er aðeins farin að losna en bókin heilleg að öðru leyti.

Gunnar Oddsson (1934-2019)

Fæðingarsálmar

Fæðingarsálmar. Á titilsíðu stendur:
"Fæðingarsálmar orktir af sál. Gunnlaugi Snorrasyni, fyrrum presti til Helgafells og Bjarnarhafnar safnaða. Kaupmannahöfn 1821. Prentað hjá bókbindara P.E.Rangel."
Bókbandið orðið laust og kápu vantar. Brot á hornum blaðsíðna og bókin nokkuð blettótt og óhreinindi, einkum á ystu síðum.

Gunnar Oddsson (1934-2019)

Sálmaval við helgidagalestra í heimahúsum

Sálmaval við helgidagalestur í heimahúsum. Á titilsíðu stendur:
"Sálmaval við helgidagalestra í heimahúsum. Samið hefur sjera Grímur sál. Grímsson prestur að Barði í Fljótum. Ásamt með nokkrum helgidagabænum, eptir ýsma merkispresta. Kostnaðarmaður J. Grímsson. Akureyri í prentsiðju norður- og austur-amtsins, af H.Helgasyni 1857."
Bókin er innbundin í stærðinni 10,4x12,9 sm. Síðurnar orðnar nokkuð slitnar og óhreinar en bókin annars heilleg.
Bókbandið orðið laust og kápu vantar. Brot á hornum blaðsíðna og bókin nokkuð blettótt og óhreinindi, einkum á ystu síðum.

Gunnar Oddsson (1934-2019)