Sýnir 1501 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988) Eining
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Bréf Alþingishátíðarnefndar til sýslunefndar

Bréfið er vélritað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar kosningu í nefnd til undirbúnings landbúnaðarsýningar í tengslum við Alþingishátíðina. Með liggur eyðublað þar sem viðtakandi er beðinn um að taka sæti í nefndinni.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Samþykkt vegna sundkennslu

Ályktunin er handskrifuð á pappírsörk í A5 stærð. Um einhvers konar uppkast virðist vera að ræða.
Varðar framtíðarfyrirkomulag sundkennslu í sýslunni.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Vátryggingarskírteini

Skírteinið er vélritað á þartilgerð eyðublað og gefið út af Brunabótafélagi Íslands.
Það varðar vátryggingu fyrir járnklæddan geymsluskúr á Sauðárkróki.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillögur atvinnunefndar

Skjlaið er handskrifað á pappírsörk í folio broti.
Það varðar tillögur atvinnunefndar, vegna búfjársýninga, á sýslufundi 1917.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Úr bréfabók sýslunefndar

Pappírsörk í folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar.
Varðar bréf til Búnaðarfélags Íslands vegna fulltrúakosningu á búnaðarþing.
Nokkur óhreinindi eru á skjalinu.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tekjur af búfénaði

Listinn er handskrifaður á pappírsörk í folio stærð. Með liggur minnisblað sömu stærðar.
Á listanum eru taldar saman tekjur af búfénaði í hverjum af hreppum sýslunnar.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Úr bréfabók sýslunefndar

Pappírsörk í folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar. Varðar greiðslur sýslusjóðsgjalda. Með liggja 3 reikningar/ bréf sem eru kvittanir fyrir greiðslu sýslusjóðsgjalda.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Staðarhrepps til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar áformaða endurbyggingu á hluta Staðarréttar.
Á bréfinu hefur blekið aðeins dregist til vegna raka, en annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Úr bréfabók sýslunefndar

Pappírsörk í folio broti, úr bréfabók sýslumanns.
Varðar bréf til Jóns Sigurðssonar alþingismanns, vegna framlags til sjúkrahússins.
Skjalið er í góðu ástandi.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillaga vegna læknisbústaðar

Handskrifuð pappírörk í folio stærð.
Varðar þörf fyrir læknisbústað á Hofsósi. Undir skjalið rita níu menn sem virðast hafa komið saman og fundað um málið,
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 511 to 595 of 1501