Sýnir 1582 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Nefndarálit um fjallskilamál

Skjalið er handskrifuð pappírsörk í foliostærð.
Nefndarálit allsherjarnefndar vegna markaskoðunar.
Með liggur nefndarálit atvinnumálanefndar vegna uppsagnar Stefáns Hannessonar, einnig í folio stærð.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Nefndarálit fjármálanefndar

Handskrifuð pappírörk í A5 stærð.
Varðar styrkbeiðni frá Hjúkrunarfélag Norðurlands. Líklega er þar átt við Heilbrigðisfélag Norðurlands.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillaga fjárlaganefndar

Skjalið er handskrifað á pappírsörk í A4 broti, alls þrjár skrifaðar síður.
Það varðar tillögur fjármálanefndar.
Með liggur miði með breytingatillögu.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillaga nefndar

Vélrituð pappírsörk í A5 stærð.
Varðar yfirtöku sýslunnar á rekstri sjúkrahússins.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Skilagrein fyrir Hrafnagili

Skilagreinin er skráð á pappírsörk í A5 broti, alls 3 skrifaðar síður. Skilagrein varðandi Hrafnagil í Laxárdal Ytri, gerð nokkru eftir að ábúendur höfðu flutt til Vesturheims. Hún er samin og undirrituð af Sigurði Ólafssyni á Hellulandi.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Kvittanir

Fjórir seðlar í mismunandi stærðum.
Kvittanir sem varða leigu á húsnæði og jarðnæði.
Virðast allar úr Hofshreppi og tveir þeirra eru merktir sem fylgiskjöl 1 og 2.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Úr bréfabók sýslunefndar

Pappírsörk í hálfri folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar.
Varðar bréf til Búnaðarfélags Íslands vegna búnaðarþings.
Skjalið hefur verið rifið í tvennt og á því eru nokkur óhreinindi.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 1361 to 1445 of 1582