Showing 6 results

Archival descriptions
Skátafélagið Andvarar (1929-) Series
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

Bókhald

Í safninu eru bókhaldsbækur, dagbókarfærslubækur, viðskiptabók, kassabók og söluyfirlit. Safnið er í góðu ásigkomulagi og vel læsilegt. Bækurnar voru í bland við aðrar í safninu en ákveðið var að halda þessum sér þó svo að önnur fylgigögn bókhalds hafi fengið að fylgja pappírsgögnum í safni B (A-F).

Skátafélagið Andvarar (1929-)

Kvenskátafélagið Ásynjur

Í þessu safni eru gögn sem voru í safni Skátafélagsins Andvarar en tengjast kvenskátafélaginu Asynjum á Sauðárkróki. Um er að ræða fundagerðabók og erindi frá Brynju Hlíðar á Akureyri. Safnið er í góðu ásigkomulagi, plastfilma var utan um fundagerðabókina sem var fjarlægt og bréf í umslagi sem vélritað var á Kvenskátafélagið Ásynjur, Sauðárkróki og handskrifað með blýanti nafn sr. Helga Konráðssonar. Búið var að fjarlægja frímerki sem var á umslaginu.

Skátafélagið Andvarar (1929-)

Prófbækur

Í þessu safni eru innbundnar bækur sem halda utan um skráningu á skátaprófum, einnig eru pappírsgögn með staðfestingu á skátaprófi sem Franc Michelsen þreytti 1929. Safnið er í góðu ásigkomulagi og vel læsileg.

Skátafélagið Andvarar (1929-)

Ýmis skjöl

í þessu safni eru pappírsgögn, vélrituð, forprentuð og handskrifuð gögn á mismunandi gerð pappíra. Einnig er talsvert af prentuðum blöðum með merki og logo Bandalags íslenskra skáta (BIS). Misjafnt var hvort gögnin voru röðuð upp eftir ártali eða ekki, ákveðið var að raða þeim í ártalsröð til að koma einhverju skipulagi á það og til að auðvelda aðgengi að þeim. Mest er um fréttabréf og erindi frá BIS. Í safni B-J eru skýrslur og inntökubeiðnir skátafélagið og eru þetta persónugreinanleg gögn, þau voru sett efst til að hægt sé að taka þau frá þegar safn er fengið til lestrar. Hefti og bréfaklemmur voru hreinsaðar úr safninu, blöðin eru í mismunandi ástandi, sum rifin og gulnuð og á sumum er sýnilegir ryðblettir eftir hefti. Tvö umslög voru tekin úr safninu, búið var að klippa frímerkin úr, Inntökubeiðnir voru í plastmöppu, þau voru tekin úr möppunni og sett saman við aðrar samskonar skýrslur.

Skátafélagið Andvarar (1929-)