Sýnir 10 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

  • IS HSk E00017
  • Safn
  • 1903 - 1993

Bindindisfélagið Tilreyndin var stofnuð 12. febrúar. 1898. Fyrsta fundagerðabók í þessu safni er frá 19. mars.1905 þar kemur m.a. fram spursmál um hvernig nota menn málfrelsi á fundum og því tali stúlkur ekki á fundum. Mikið er ritað í þessum fundagerðaðbókum og hægt er að sjá þjóðfélagsþróunina í færslunum. Á þessum tíma breytist Bindindisfélagið Tilreyndin yfir í U.M.F. Geisla og síðarí U.M.F Neista.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

Reikningabók bindindisfélagsins Tilreyndin Óslandshlíð

Harðspjalda bók sem inniheldur upplýsingar um ársreikninga þ.e. tekjur, gjöld, eignir, skuldir, meðlimatal og skýrslur Bindindisfélagsins Tilreyndin í Óslandshlíð frá 1903 - 1922 og svo í framhaldi sömu upplýsingar um Ungmennafélagið Geisla frá 1923 - 1989. Bókin er heilleg en blaðsíður blettóttar.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

Ýmis skjöl

Blönduð gögn frá félaginu, fundargerðir, húsaleigusamningur, félagaskrá, sendibréf og Neistinn fréttabréf, handskrifuð og prentuð.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

Neistinn Fréttabréf 1989 - 1993

Fréttabréf Íþróttafélags Neista Hofsós er kynningarbæklingur um félagsstarfið. Þetta eru 4 blöð frá 1989 til 1993, fyrsta tölublað hvers árs, en vantar árið 1991.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

Fundargerðabók

Handskrifuð fundagerðabók frá 19. mars.1905 - 1907. Blaðsíður nokkuð heillegar, en blettóttar. Búið er að líma á kjölinn .

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)