Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 2887 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Eining
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Kvittanir

Fjórir seðlar í mismunandi stærðum.
Kvittanir sem varða leigu á húsnæði og jarðnæði.
Virðast allar úr Hofshreppi og tveir þeirra eru merktir sem fylgiskjöl 1 og 2.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Úr bréfabók sýslunefndar

Pappírsörk í hálfri folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar.
Varðar bréf til Búnaðarfélags Íslands vegna búnaðarþings.
Skjalið hefur verið rifið í tvennt og á því eru nokkur óhreinindi.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillögur atvinnunefndar

Tillögurnar eru handskrifaðar á pappírsörk í folio broti.
Þær varða samþykkt um kynbætur nautgripa. Með liggur önnur örk með breytingatillögum.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Móttökukvittun

Kvittunin er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð.
Hún varðar sundkennslu Páls í Holts-og Haganeshreppum. Með liggur kvittun fyrir greiðslu vegna afnota af lauginni á Lambanes-Reykjum.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Afrit af lausamennskubréfi

Skjalið er vélritað á pappírsörk í folio stærð, afrit gert með kalkipappír.
Það varðar lausamennskubréf fyrir Stefán Guðlaug Sigmundsson til heimilis á Enni í Viðvíkursveit.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Meðmæli um skipan ljósmóður

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A5 stærð.
Það varðar meðmæli sýslunefndar til skipan Sölvínu Konráðsdóttur á Mýrum í Fellshreppi sem ljósmóður.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Tillaga menntamálanefndar

Tillagan er handskrifað á pappírsörk í folio stærð. Með liggur bréf frá nefnd um minnismerki.
Tillagan varðar minnismerki um nokkra látna Skagfirðinga.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 2721 to 2805 of 2887