Showing 2 results

Archival descriptions
Adolf Björnsson: Ljósmyndir
Print preview Hierarchy View:

1 results with digital objects Show results with digital objects

Adb myndir 12

Skemmtiferð hjá Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks til Ólafsfjarðar 10. ágúst 1952. Fararstjóri í ferðinni var Adolf Björnsson og bílstjóri Gísli Sigurðsson (Búddi) frá Sleitustöðum. Þess má geta að Guðrún Árnadóttir frá Lundi segir frá þessari ferð í tímaritinu Nýtt kvennablað 8. tbl 01.12. 1952. "Dálítil ferðasaga"
Fremst t.h. eru Hólmfríður Árnadóttir og Reynir Ragnarsson.
Næsta röð f.v. Guðrún Gísladóttir, Ingi Sveinsson, Gísli Sigurðsson (Búddi á Sleitustöðum) bílstjóri, Stefanía Þorláksdóttir, Þórður Jóhannesson og Þórður Sighvats.
Röð þrjú. F.v. Guðrún Árnadóttir frá Lundi (með hendi við höfuðið), Jónatan Jónsson, óþekkt, óþekktur (á bak við Búdda) og Ólína Björnsdóttir (með höfuðfat).
Röð fjögur f.v. Jón Þorfinnsson, Skarphéðinn Pálsson, Sigurjón Þóroddsson, (Stefanía Frímannsdóttir), Guðjón Sigurðsson og Jóhann Guðjónsson.
Röð fimm f.v. Unnur Hallgrímsdóttir, Ingólfur Nikódemusson og Ísak Árnason.
Næst aftast f.v. Gunnar Helgason, Hákon Pálsson og (tilg.) Jón Magnússon lengst t.h.
Aftast eru Kristján Skarphéðinsson t.v. og Hjalti Jósepsson.
Mynd svipuð þessari er í myndasafni Guðjóns Sigurðssonar.

Adolf Ingimar Björnsson (1916-1976)