Showing 26 results

Archival descriptions
Item Minnismerki English
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

26 results with digital objects Show results with digital objects

BB51

Afhjúpaður minnisvarði um Sigurð Jónasson varðstjóra - í Varmahlíð. Talið f.v.: Sr. Gunnar Gíslason prestur í Glaumbæ - Magnús Sigurjónsson Sauðárkróki og óþekktur.

Björn Björnsson (1943-)

Fey 299

Minnisvarði um Sigurð Jónasson skógarvörð afhjúpaður í skógræktarstöðinni Laugarbrekku í Varmahlíð haustið 1996. F.v. Sigurður Örn Hilmarsson og Sigurður Sigurðsson barnabörn Sigurðar, þá sr. Gunnar Gíslason, óþekktur, Magnús Sigurjónsson framkvæmdastjóri héraðsnefndar og Þórarinn Sólmundarson.

Feykir (1981-)

Fey 353

Skagfirðingar, hugsanlega eldri borgarar á ferð í Lónkoti við minnisvarða um Sölva Helgason. F.v. Haraldur Hermannsson (sér á bak), Anna Pála Guðmundsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Kári Steinsson (fjær), Hrólfur Jóhannesson, Magnús Jónasson, Birna Guðmundsdóttir, Ágústa Jónasdóttir t. v. við súluna. Aðrir óþekktir.

Feykir (1981-)

Fey 4673

Afhjúpaður minnisvarði um Sigurð Jónasson skógarvörð í rjóðri við bæjartóftir Laugarbrekku í Reykjarhólnum í september 1996.
F.v. Sigurður Örn Hilmarsson og Sigurður Sigurðsson barnabörn Sigurðar, en þeir afhjúpuðu minnisvarðann þá sr. Gunnar Gíslason, Magnús Sigurjónsson framkvæmdastjóri héraðsnefndar, óþekktur og Þórarinn Sólmundarson.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

KCM2128

Frá afhjúpun minnisvarða Stephans G. Stephanssen á Arnarstapa árið 1953.
Þriðja f.v. er líklega Rósa Benediktsson dóttir skáldsins, en hún afhjúpaðai minnisvarðann, aðrir á myndinni ónafngreindir.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM773

F.v. Jón Þorsteinsson (faðir Lóu) - Hólmfríður Rögnvaldsdóttir (Haddý) - Sigrún M Jónsdóttir (Lóa) - óþekkt og Flóvent Albertsson. Myndin tekin við minnismerki Stepans G. Spephensen á Arnarstapa. (ca. 1950-1955).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Mynd 27

Minnismerki um Eyvind Jónsson duggusmið, staðsett á Dalvík.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 28

Minnismerki um Eyvind Jónsson duggusmið, staðsett á Dalvík.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 3

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955. Aftan á hana er skrifað:
"Styttan af Jóni Sig. í þinghúsgarðinum og blómsveigur sem lagður að henni 17. júní. Krakkarnir eru íslenskir."

Mynd 43

Myndin er tekin í Manitoba 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þinghúsið í Manitoba. Þetta er mjög fallegt hús og fyrir framan tröppurnar sést minnismerki af Viktoríu drottningu. Í garðinum er stittan af Jóni Sig."

Mynd 44

Myndin er tekin í Manitoba 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þessi mynd er tekin inní andyri Þinghússins. Þessi vísundur er í fullri stærð og annar stendur hinu megin við stigann. Þeir eru baðir úr bronsi, en annars er húsið allt úr steini."

Mynd 68

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955
Aftan á hana er skrifað: "Bragi Melax og ég fyrir framan styttuna af Jón Sig. í þinghúsgarðinum, hún er eins og sú á Austurvelli.

Mynd 8

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955. Aftan á hana er skrifað:
"Stytta Jóns Sig. og stúlkan sem lagði blómsveiginn. Hún heitir Margrét og maður hennar, Þorsteinn er prentari hjá öðru dagblaðinu hér."