Showing 24 results

Archival descriptions
Series Bókhald English
Print preview Hierarchy View:

Ýmis skjöl

Pappírsgögn er lágu í safni og eru látin halda sér eins og þau komu fyrir í safni og eru í ártalaröð. Gögnin eru um jarðabótastyrk, fundagerðir handskrifuð gögn, reikningaeyðublöð, verfærakaupasjóður o.fl. Gögnin eru prentuð og handskrifuð og í misgóðu ástandi sum rifin en önnur góð.

Bréf

Bréf frá árunum 1974-1991. Afrit af bréfum frá Akrahreppi og bréf til Akrahrepps.

Akrahreppur (1000-)

Bókhaldsuppgjör

Fjórar innbundnar bækur í ýmsum stærðum sem innihalda bókhaldsskráningu fyrir félagið. Einnig önnur bókhaldsgögn, kvittanir, útfyllt eyðublöð og fundarboð.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Bókhaldsgögn

Reikningabókin er innbundin og handskrifuð bókfærslubók í góðu ásigkomulagi. Í bókinni er félagatal dýraverndunarfélagsins fyrir árið 1939 og bókhaldsfærslurnar eru gerðar á tímabilinu 1939-1963. Á saurblaði bókarinnar stendur; Ath. úr dánarbúi Egils Helgasonar 2003.
Í bókinni var mikið af lausblöðum sem er sett í sér möppu:
Bókhaldskvittanir og reiknivélastrimill frá tímabilinu 1961-1972. Félagaskrá, dagsett 1.11.1964 og fleiri skjöl og nafnalistar er tengjast kosningum á fundi dýraverndunarfélagsins. Einnig skýrsla um aðbúnað útigangshrossa, Skjal og reikningur úr db. Egils Helgasonar. Skjöl þessi voru sett í aðra örk.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Bókhald

Bókhald Húsmæðraskólans á Löngumýri frá árunum 1946-1984.

Bókhald

Fjölbreytt safn af fylgigögnum bókhalds fyrir Sauðárkróksbíó og Félagsheimilið Bifröst. Um er að ræða, ársreikninga, færslubækur, hlutabréf í Sauðárkróksbíói og Félagsheimilinu Bifröst, launaseðlar og skilagreinar launa.
Um er að ræða nokkrar afhendingar og var byrjað að flokka safnið gróflega og síðan var farið betur yfir það. Úr safninu þurfti að grisja ársreikninga sem voru til í fleiri en einu eintaki - reynt var að halda eftir pappír sem var hvað skárst útlítandi. 16 hlutabréf í Sauðárkróksbíó voru grisjuð úr safninu, 19 bréfum var grisjað úr og haldið eftir 1 eintaki af hvorri tegund, 500 kr, og 1000 kr. bréf.
Talsvert er af persónugreinanlegum skjölum í safninu.