Showing 5 results

Archival descriptions
Series Sendibréf
Print preview Hierarchy View:

Móttekin bréf 1912-1981

Mikið safn af hand- og vélrituðum bréfum, formlegum og óformlegum. Í safninu eru einnig forprentaðir bæklingar, auglýsingar, kvittanir og blaðaúrklippur. Safnið var forflokkað og allt mjög skipulagt, vel merkt og auðunnið, því var flokkað eftir sendanda, í stafrófsröð og varðveitt í pappírsörk. Bréfasafnið er í misgóðu ástandi en allt læsilegt og vel varðveitt. Ákveðið var að halda upphaflegri röðun safnsins - með örfáum undantekninum þar sem nokkur bréf voru færð til þar sem það þótti passa betur við vegna samhengi gagna. Nöfn bréfritara og sendenda voru skráð á lista sem var prentaður út og látinn fylgja hverju safni fyrir sig til aðgreiningar.

Meginhluti safnsins byggist á sendibréfum frá vinum og kunningjum Gísla sem hann skrifaðist á í um áratuga skeið - og jafnvel lengur. Safnið inniheldur mikið af kveðskapi, hugleiðingum um stjórnmál, ættfræði, mannalýsingar, búskap, sauðfjárrækt og viðskiptalegs eðlis. Í safninu einnig eru þakkar-og boðskort, fundarboð og fundargerðir.

Í safninu eru fjölmörg erindi sem tengjast stöðu Gísla innan Framsóknarflokksins, hann starfaði líka í Búnaðarfélagi Íslands, í Sýslunefnd Skagafjarðar og var lengi vel í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga. Hann var einnig oddviti hreppsnefndar Rípurhrepps, starfaði í yfirkattanefnd Skagafjarðarsýslu, kenndi í barnaskóla Rípurhrepps og spilaði á orgel í Rípurkirkju.
Skemmtilegt er að sjá hvernig sendibréfin til Gísla byrja, sem dæmi er "Kæri Gísli", "Kæri vinur" og jafnvel "Elskan mín" og má greina að þarna var góður og einlægur vinskapur á milli þessara einstaklinga. Mörg bréfin eru mjög persónuleg, önnur skemmtileg og áhugaverð til lestrar. Það sama má segja um kveðskapinn sem er í safninu sem er fjölbreyttur en áhugaverður. Upplýsingar um hvern bréfritara skráðar á lista og haldið nánast óbreyttu skipulagi. Safnið var einnig hreinsað af heftum og bréfaklemmum.

Gísli Magnússon (1893-1981)

Rituð bréf 1912-1980

Afrit af hinum fjölmörgu handskrifuðu og prentuðu bréfum er Gísli ritaði til ýmisra aðilla. Bréfin eru í misgóðu ástandi en öll þokkalega vel læsileg, vert er að geta að bréfsefnið er oft á tíðum eldri prentuð blöð sem Gísli nýtir til að prenta á afritin. Gísli undiritar oft bréfin sín með nafnastimpli sem hann lét útbúa eftir sinni rithönd því hann var orðin skjálfhentur. Bréfin eru flokkuð eftir stafrófsröð og sett þannig saman í arkir, eins og þau lágu í uppruna, en örk sem var utan um bréfin fyrir er hreinsuð. Safnið er hreinsað af bréfaklemmum.

Gísli Magnússon (1893-1981)