Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 7810 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Málaflokkur
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

68 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Borgarhóll

Stefán Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir fjárhúsi og heygeymslu í landi Borgarhóls. Teikningu gerði Byggingastofnun landbúnaðarins og styrkleikateikningu gerði Sigurður Sigvaldason.
Meðfylgjandi er teikning dagsett 7. júlí 1980.

Skuggabjörg

Kristján Guðjónsson frá Skatastöðum sækir um byggingarleyfi fyrir fjárhúsbyggingu á jörðinni Skuggabjörgum. Teikningu gerði Byggingastofnun landbúnaðarins. Umsókn dagsett 29.07.1975.
Teikning fylgir ekki.

Stekkjarflatir

Sigurður Friðriksson sækir um byggingarleyfi fyrir fjósi og hlöðu á Stekkjarflötum. Teikningu gerði Teiknistofa landbúnaðarins. Umsókn dagsett 12.05.1971.
Teikning fylgir ekki.

Þormóðsholt

Tómas Lárusson sækir um byggingarleyfi fyrir heyhlöðu úr stálgrind í Þormóðsholti. Teikningu gerði Gunnar Jónasson. Umsókn dagsett 30.06.1977.
Teikningar fylgja ekki.

Ýmislegt

Tryggingaskírteini 1903, niðurjöfnun Seyluhrepps 1904 og uppskrift úr Landamerkjaskrá fyrir Sauðá frá 1885.

Minnisblöð

Ýmis minnisblöð, vegna sýslufundar 1935.
Alls níu blöð, tillögur, drög og fleira.
Ástand skjalanna er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Sendandi: Sigurður Kortsson

Bréf til Jóns Jónssonar "óðalsbónda" á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði frá Sigurði Kortssyni. Ritað á Bakkakoti 1. mars 1872. Eini maðurinn sem kemur til greina út frá Íslendingabók er Sigurður Kortsson fæddur 10.12.1825 - deyr 14.12.1902. Af bréfinu að dæma þá er hann vinnumaður eða húsmaður á Bakkakoti. Efni bréfsins fjallar um skuld sem Sigurður telur sig eiga inni hjá Jóni.

Sigurður Kortsson (1825-1902)

Sendandi: Metúsalem Magnússon

Metúsalem er að segja mági sínum, Jóni Jónssyni frá Hóli, frá því sem á daga hans drífur. Meðal þess er núningur við tengdafjölskyldu á Bakka, skipsstrand við Finnafjörð, rán á góssi og búskapurinn á Bakka.

Metúsalem Magnússon (1832-1905)

Erindi frá Árna Gíslasyni

Bréfið er ritað í Eyhildarholti 9. janúar 1863 og er stílað á hreppstjóra. Undir bréfið ritar A. Gíslason sem er að öllum líkendum Árni Gísli Gíslason frá Ketu í Hegranesi en hann fluttist til Suðurnesja upp úr 1860. Árni er að biðja Jón um að innheimta eða taka við fjármunum sem Jón á Kimbastöðum skuldaði honum því hann verði fyrir sunnan um veturinn.

Um arf eftir Árna Helgason á Fjalli

Innihald skjalsins fjallar um það að Árni Helgason á Fjalli í Sæmundarhlíð viðurkenni að eiga "launsoninn" Jón og verið er að tryggja honum arf eftir daga Árna. Undir skjalið rita Árni og Margrét Björnsdóttir kona hans, vitnin eða vottar Jón Sturluson og Bjarni Jónsson. Einnig ritar undir skjalið Ólafur Björnsson og síðan eru nöfn barna Árna tilgreind.

Vinnubækur Bjarna

Vinnubækur frá grunnskólagöngu Bjarna Jónassonar. Bækurnar gefa góða innsýn í nám barna á þessum tíma en um er að ræða vinnubækur í ýmsum fögum. Bækurnar innihalda teikningar, stíla, skriftaræfingar og fleira.
Bækurnar eru ekki merktar með ártali né námsgrein en líklega inniheldur hver bók/mappa öll námsgögn það skólaárið.
Bjarni myndskreytti mörg blöð með fallegum og vel gerðum myndum.
Gögnin eru líklega mynduð einhvertíman á árabilinu 1937-1943.

Uppkast að bréfum og fleira

Eitt tölublað af Barnablaðinu ( 8 árg. 8 tbl.), uppkast að bréfi til Sogurðar Helgasonar, og uppkast að bréfi varðandi áskrift að Barnablaðinu, einnig nokkur tóm umslög merkt Bjarna.

Námsgögn frá Laugarvatni

Námsgögn Gunnlaugs frá þeirri tíð er hann dvaldi í Laugarvatnsskóla. Um er að ræða stílabækur og reikningsbækur ásamt lausum blöðum af ýmsu tagi. Skjölin gefa ágætis innsýn í þau fræði sem lögð var áhersla á í skólanum á þeim tíma.

Niðurstöður 7396 to 7480 of 7810