Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 30 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Eining Búnaðarfélög
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Fundagerða-, reikninga-, skýrslu- og bréfabók

Innbundin og handskrifuð bók með límborða á kili. Bókin er vel læsileg og varðveitt. Bókin inniheldur fundagerðir og lög félagsins -, reikninga,- skýrslur og formleg bréf. Helmingur bókarinnar er ekki nýttur, þ.e. auðar blaðsíður. Fremst í bókinni er hvítt autt blað. Inni í miðri bókinni er lítið blað með viðurkenningu fyrir greiðslu fyrir akstur frá Sauðárkróki framm í Starrastaði, dags.26.4.1920. Undirritað af Jóhannesi Jónassyni.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

Jarðbótaskýrslur 1926-1949

Forprentaðar skýrslur með handskrifuðum upplýsingum um framkvæmdir á Sauðárkróki á tímabilinu 1926-1949 - með nokkrum undantekningum þar sem vantar nokkur ártöl inn í. Safnið er í misjafnlega góðu ástandi, skýrsla fyrir árið 1931 er t.d. mjög illa rifin. Safnið og raðað upp eftir ártali og heftin hreinsuð úr.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Jarðbótabók

Innbundin bók með límborða á kili. Blöðin eru með forprentuðu skýrsluformi og handskrifuðum upplýsingum um jarðbætur á bújörðum í Lýtingsst.hreppi, frá 1911-1928. Bókin er í góðu ásigkomulagi og vel læsileg.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

Gjörðabók Búnaðarfélags Seyluhrepps

Bókin er þykk, heilleg og læsileg en orðin snjáð. Saurblaðið aftast er farið að losna frá kápunni, bindingin er í lagi. Límt er yfir kjölinn (sem er annars heillegur), á kjölnum er bókin merkt búnaðarfélaginu og innihaldi.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

Skjal úr fundagerðabók

Skjal sem fannst á meðal safnsins frá búnaðarfélaginu, líklega er um viðbót við fundagerðina sjálfa þar sem það sem skrifað er á blaðið kemur ekki fram í bókinni. Blaðið er vel læsilegt og hefur varðveist mjög vel.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Pappírsgögn 1940-1945

Handskrifuð, vélrituð og prentuð pappírsgögn. Safnið hefur varðveist misjafnlega vel. Umslög með frímerkjum, bókhaldsgögn, fundagerðir frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga, prentaðar auglýsingar. Erindi frá Búnaðarþingi, Alþýðusambandi Íslands, Búnaðarsambandi Suðurlands og Stéttarsamband Bænda. Safnið var hreinsað af bréfaklemmum og heftum.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Pappírsgögn 1950-1962

Handskrifuð, prentuð og vélrituð pappírsgögn. Í safninu er nokkuð af handskrifuðum blöðum, flest án ártals og dagsetningar. Félagatal, Lög Búnaðarfélags Íslands. Handskrifaðar fundargerðir, einnig nafnalisti og uppröðun félaga í göngur og hirðingu í fjárréttum (án ártals og dagsetn.). Skriflegar og vélritaðar beiðnir um úrsagnir og inntöku nýrra félaga í Búnaðarfélag Sauðárkróks. Safnið er í misgóðu ásigkomulagi en vel læsilegt. Safnið var hreinsað af bréfaklemmum og heftum.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Bókhaldsgögn

Handskrifaðir ársreikningar, kvittanir og lánsumsóknir og skuldabréf frá 1898-1925. Gögnin hafa varðveist ágætlega.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

Lög Búnaðafélags Sauðárkróks

Vélrituð og handskrifuð pappírsgögn. Þrjár útgáfur af lögum Búnaðarfélags Sauðárkróks allar ódagsettar og án ártals. Handskrifaða eintakið er í A3 stærð, hin í A4. Tvö eins eintök er af einni útgáfunni en á annari þeirra eru athugasemdir skrifaðar á með kúlupenna. Að vissu leyti svipar þeim lögum við það sem handskrifað. Gögnin hafa varðveist misjafnlega vel en eru þó læsileg.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Fundagerða-, reikninga-, skýrslu- og bréfabók

innbundin og handskrifuð bók með límborða á kili. Bókin er vel læsileg og varðveitt. Bókin inniheldur fundagerðir og lög félagsins-, reikninga,- skýrslur og bréf. Aftast í bókinni er lausblöð með efnahagsreikning búnaðarfélagsins fyrir árið 1936.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

Fundagerðabók

innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg og varðveitt. Bókin inniheldur fundagerðir á tímabilinu 1959-1984. Aftast í bókinni er lausblöð með hluta af fundagerð dags.27.4.1984. Blöðin eru merkt með blaðsíðunr. 193 og 194. Einnig er blað með dagskrá aðalfundar Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps 1984. Blaðið er þar að auki með blekblettum og pennakrassi.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

Fundargerðir, félagatal og lög

Handskrifaðar fundargerðir, dagskrá funda, lög Búnaðarfélags Seyluhrepps og félagatal.
Í möppunni er einnig handskrifuð ræða dags. 17. mars 1923 sem Valdimar Guðmundsson flutti á búnaðarfundi að Stóru-Seylu í tilefni af 40 ára afmæils Búnaðarfélags Seyluhrepps.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

Ársreikningar og fylgigögn

18 ársreikningar, handskrifaðir á blöðum í A3 stærð sem eru brotin í folio broti, inni í þeim eru bókhalds fylgigögn. Skjölin eru að mestu í góðu ásigkomulagi en talsvert hefur rifnað og er mjög viðkvæmt viðkomu.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

Jarðbótabók

Innbundið hefti með forprentuðum skýrslum og handskrifuðum upplýsingum um jarbætur í Seyluhreppi, fyrir tímabilið 1911-1912.
Bókin er þunn, með um 20 blaðsíður og nokkrur blöð hafa verið rifin úr, Hefti binda blöðin við þykkan pappa og límt er yfir kjölinn.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

Skýrslu og vinnubók

Innbundin bók með forprentuðum eyðublöðum með handskrifuðum upplýsingum um framkvæmdir á bújörðum. Bókin er í góðu ásigkomulagi en bindingin er farin að losna.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

Jarbótaskýrslur

Elstu skýrslurnar eru handskrifaðar með upplýsingar um ástand á bújörðum. Einnig eru forprentuð skýrsluform sem eru með handskrifuðum upplýsingum um ástand bújarða og framkvæmdir á þeim. Skýrslurnar eru heillegar en blettóttar, elstu skýrslurnar eru mjög viðkæmar, ryðguð hefti voru fjarlægð.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

Fundagerð um dráttavélarkaup

Handskrifað skjal með fundargerð vegna dráttarvélakaupa og reglugerð um um notkun hennar. Að kaupunun stóðu búnaðarfélögin í Hofshreppi, Óslandshlíð og Hólahreppi að kaupunum. Skjalið er vel varðveitt en það hefur rifnað og er viðkvæmt viðkomu.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Gjörða- og reikningsbók 1892-1967

Innbundin og handskrifuð bók, í bókinni eru fundagerðir, rekstrarreikningar félagins, lög, jarðótaskýrslur og félagaskrá. Bókin hefur varðveist mjög vel, blaðsíðurnar eru viðkvæmar, þar sem sum blöðin hafa fest saman. Kjölur bókarinnar er heill en límborði er yfir honum.

Búnaðarfélag Viðvíkurhrepps

Gjörða- og reikningsbók 1970-1995

Innbundin og handskrifuð bók, í bókinni eru fundagerðir, rekstrarreikningar félagins og lög, jarðótaskýrslur og félagaskrá. Bókin hefur varðveist mjög vel, kjölur bókarinnar er heill en límborði er yfir honum. Í bókinni er útprentað fundarboð og dagskrá aðalfundar þann 10.apríl líklega 1995.

Búnaðarfélag Viðvíkurhrepps

Fundagerðabók 1927-1963

Ein innbundin og handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum með fundagerðum Búnaðarfélags Sauðárkróks,
Bókin er í ágætu ásigkomulagi, með límborða á kjölnum og vel læsileg. Síðasta fundargerðin sem skrifuð er í bókina er 14. mars 1963.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Pappírsgögn 1927-1939

Handskrifuð, vélrituð og prentuð pappírsgögn. Safnið hefur varðveist misjafnlega. Á meðal skjala eru félagatal búnaðarfélagsins, verðskrá fyrir jarðvinnslutæki, bókhaldsgögn, kaupsamningur vegna sölu á jarðvinnslutæki sem var í eigu búnaðarfélagsins. Einnig samningur um leigu á jarðvinnslutæki, erindi frá Búnaðarfélagi Íslands, Áburðarsölu Ríkisins og Sambandi Ísl. Samvinnufélaga. Allar bréfaklemmur og hefti voru fjarlægð af öllum pappír.

Búnaðarfélag Sauðárkróks