Sýnir 3 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Eining Bændur
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Fundagerðabók 1945-1955

Ein stílabók með línustrikuðum blaðsíðum sem á eru handskrifaðar fundagerðir Lýtingsstaðadeild Kaupfélags Skagfirðinga 1945-1955. Aðeins helmingur bókarinnar er nýttur, restin eru auðar blaðsíður. Límborði er á kjöl bókarinnar, bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt. Fjarlægja þurfti heftin innan úr bókinni þar sem þau voru farin að skemma út frá sér. Aftast í bókinni var komið fyrir mikið magn af lausum pappírsgögnum í A5 og A4 stærð, bæði línustrikuð og rúðustrikuð með handrituðum fundagerðum. Þetta mikla magn af pappír aflagaði bókina.
Fremst í bókinni var komið fyrir blaði þar sem staðfest er fyrir móttöku á bókinni og skjölunum á Héraðsskjalasafninu 24.2.1974.

Fundagerðir 1956-1973

Lausblaða pappírsgögn í A5 og A4 stærð, bæði línustrikuð og rúðustrikuð með handskrifuðum fundagerðum Lýtingsstaðadeild Kaupfélags Skagfirðinga 1956-1973. Gögnin voru inni í stílabók úr sama safni, blöðum raðað upp í ártalsröð til einföldunar. Fundagerðirnar eru vel læsilegar og gögnin í góðu ásigkomulagi. Hefti og bréfaklemmur fjarlægðar þar sem þau voru farin að skemma út frá sé vegna ryðs.

Lýtingsstaðadeild Kaupfélags Skagfirðinga

Bændarímur 1955

Þrjú hefti af Bændavísum eftir Gunnþórunni Sveinsdóttur frá Mælifellsá frá árinu 1955.
Eitt hefti um bændur í Akrahrepps í Blönduhlíð.
Eitt hefti um bændur í Laxárdál og Skaga.
Eitt hefti um um bændur í Lýtingsstaðahreppi og víðar.

Gunnþórunn Sveinsdóttir (1885-1970)