Sýnir 14 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Eining Eftirmæli
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaður fróðleikur um bændur í Holtshreppi 1900 og áratugina á eftir.
Ýmis ljóð koma við sögu, einkum eftirmæli.
Sagnaþáttur um fund Íslands og Ameríku. Nokkur atriði úr íslandssögunni, einkum á Sturlungaöld.
Nokkrir fróðleiksmolar úr spurningaþættinum sýslurnar svara sem var sendur út í útvarpi.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 32 x 13 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaður fróðleikur og ljóð úr útvarpsþáttum. Einnig ýmis önnur ljóð, æviágrip Pálma Sveinssonar á Reykjavöllum í Skagafirði, hugleiðing um kosningarétt kvenna, annála atriði, fróðleikur um símalagningu og Glaumbæ í Skagafirði, fjártala í Holtshreppi 1932,frásögn um leiksýningu 1953 (ekki ljóst hvar hún var sett upp) og sögn um álagablett í Minni-Brekku.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja tvö minnisblöð

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 32 x 13 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaðuð ljóð eftir ýmsa höfunda. Aftast í bókinni er efnisyfirlit í stafrófsröð.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja tvö minnisblöð

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 32 x 13 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaðuð ljóð, m.a. erfiljóð. Mörg þeirra eru eftir Guðmund Stefánsson frá Minni-Brekku.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,1 x 16,2 cm.
Bókin inniheldur ýmis ljóð, einkum erfiljóð eftir Fljótamenn.
Kápan er laus frá bókinni og síðurnar eru upplitaðar.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Bréf Stephans G. Stephanssonar til óþekkts bréfritara

Pappírsörk í A5 stærð, handskrifuð.
Um er að ræða eftirmæli um son Stephans, Gest Cecil (1893-1909), sem virðast hafa verið flutt yfir gröf hans.
Hugsanlega er um að ræða eftirrit, en nafn Stephans er ritað undir og eftirmælin virðast hafa fylgt bréfi.
Skjalið er nokkuð skemmt af óhreinindum.

Stephan G. Stephansson (1853-1927)

Til Jóu

Ljóðið er handskrifað á miða sem límdur hefur verið á A4 pappírsörk, ásamt mynd af Jóhönnu Blöndal. Aftan á örkina er límdur minnismiði þar sem listuð er upp tónlist flutt við jarðarför Jóhönnu 19. júlí 1988.

Guðrún Á Johnson

Ljóðið er ein handskrifuð pappírsörk, undirrituð af PHÁ og er eftirmæli um Guðrúnu systur hans.

Páll Árnason (1906-1991)