Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 55044 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

31702 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

BS617

Mynd líklega tekin um borð í skipi í Færeyjum.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS628

Maður í bæjargöngum. Líklega á Skottastöðum í Svartárdal - Hún.

Bruno Scweizer (1897-1958)

Hvis 389

Sigtryggur Benediktsson frá Hvassafelli Eyjafirði, Guðrún Guðjónsdóttir prests Hálfdánarsonar, (t.h.) og Sigríður dóttir þeirra

Anna Margrét Magnúsdóttir (1873-1959)

Hvis 401

Botna hin eldri. Jón Ósmann við vinduna, hinir eru frá vinstri: Stefán Hannesson Utanverðunesi og síðar Sauðárkróki, Árni Magnússon Nesi og Þórður Gunnarsson á Lóni.
Tekið um 1903

Reykjavík

Varðar talstöðvar.
Bréfið er stílað á Braga Skúlason, formann Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar. Undirritað af Óskari Þór Karlssyni f.h. Slysavarnafélags Íslands.

Dreifibréf vegna kaupa á snjóbíl

Bréf frá framkvæmdarnefnd vegna kaupa á snjóbíl. Hefst bréfið svona: „Að tilhlutan Lionsklúbbs Sauðárkróks hafa klúbburinn ásamt Rauðakrossdeild Skagafjarðar, Sauðárkróksbæ og Skagafjarðarsýslu tekið höndum saman um kaup á snjóbíl í héraðið, sem nota skal til sjúkraflutninga og í öðrum neyðatilvikum, þegar öðrum tækjum verður ekki við komið.“
Halldór Hafstað skrifar undir, f.h. framkvæmdarnefndar.
Á bakhlið bréfsins eru handskrifuð drög að bréfi Braga Skúlasonar.

Reykjavík

Bréfið er stílað á Svein Sölvason, Slysavarnadeildinni Skagfirðingasveit.
Kvittun fyrir móttöku á rekstrarreikningi og félagstillag 1976. Meðfylgjandi er nóta og umslag.

Sauðárkrókur

Varða uppgöngustiga, krókstjaka og bjarghringi á trébryggjunni við syðra planið.
Undirskriftir: Magnús Sigfússon (f.h. Björgunarsveitar Skagfirðingasveitar) og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (f.h. Slysavarnadeildar Skagfirðingasveitar).

Ársreikningar

Á forsíðu er handskrifað nafn Jóhönnu Haraldsdóttur, gjaldkera. Einnig undirskrifuð staðfesting endurskoðenda, Haraldar Friðrikssonar (ath. nafnið) og Sigmundar Guðmundssonar, dagsett 12.04.1991.

Stefán Stefánsson Brenniborg

Viðtöl við Stefán Stefánsson sem ýmist er kenndur við Brenniborg eða Brúnastaði. Stefán er 97 ára þegar viðtalið er tekið.
Stefán fæddist á Löngumýri og ólst upp á Skíðastöðum., fór í fóstur á nokkra staði eftir að hafa misst föður sinn 12 ára og eftir það suður til sjós. Lærði söðlasmíði á Fjalli og gekk í Flensborgarskólann. Stefán bjó 20 ár á Blönduósi og var einnig bóndi á Brenniborg.
Rætt um kenningar kristninnar og líf eftir dauðann. Einnig rætt um ýmsa samferðamenn Stefáns. Að lokum segir Stefán frá dulrænu atviki er hann var við smíðar og kaupavinnu á Sjávarborg.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Jón Þorkelsson Stefánsson brúarvörður

Viðtöl við Jón nokkurn sem var brúarvörður við Grundarstokk, Héraðsvatnabrú. Jón fer með vísur og rætt er um fyrri brúarverði, m.a. Hofdala-Jónas. Segir frá uppeldi sínu á mannmörgu heimili á Þverá. Sagt frá samferðamönnum, m.a. Jóni á Svaðastöðum.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Hjörtur Benediktsson Marbæli

Viðtöl við Hjört Benediktsson frá Marbæli, líklega tekið á tímabilinu 1969-1970.
Hann var fæddur á Skinþúfu (Vallanesi) og ólst upp þar og á Syðra-Skörðugili fyrstu árin. Rifjaðar upp bernskuminningar, m.a. af leggjum og skeljum. Einnig vinnumennsku og búskap. Hann missti konuna eftir stuttan búskap og nýfædda dóttur. Hjörtur segir frá störfum sínum við bókband sem hann stundaði á Sauðárkróki og störf hans sem safnvörður í Glaumbæ.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Arnljótur Sveinsson Ytri-Mælifellsá

Sigurður Egilsson tekur v iðtal við Arnljót Sveinsson, Ytri-Mælifellsá. Líklega tekið í kringum 1969-1970.
Arnljótur var fæddur á Syðri-Mælifellsá en bjó á Ytri-Mælifellsá frá 12 ára aldri en var einnig um tíma á Reykjavöllum og í Sölvanesi.
Rætt um uppvöxt hans, búskap, horfur í landbúnaði. Nokkurra samtíðarmanna minnst.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Magnús Helgason, Héraðsdal

Viðtal við Magnús Helgason, Héraðsdal. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Segir frá uppvexti sínum á Ánastöðum, foreldrum og stórum systkinahópi. Segir frá búskaparháttum og slíku. Talað um lífið eftir dauðann og segir Magnús undir lokin frá dóttur sinni sem fæddist andvana og hann dreymdi alltaf reglulega.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Gísli Guðmundsson, Bjarnastaðahlíð

Viðtal við Gísla Guðmundsson, Bjarnastaðahlíð. Líklega tekið í kringum 1969-1970.
Rætt um æsku og uppvöxt Gísla en hann var fæddur og uppalinn í Bjarnastaðahlíð. Einnig ræða þeir um Símon Dalaskáld sem lést í Bjarnastaðahlíð í hárri elli. Einnig rætt um búskapinn og mikilvægustu áherslunum í honum. Rifjað upp hverjir voru samferðamenn Gísla í sveitinni. Sigurður rifjar upp er þeir voru saman í göngum mörgum árum fyrr. Þá ber árferði og tíðarfar á góma, sem og útlit í landbúnaði. Að lokum spyr Sigurður um líf eftir dauðann.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Guðrún Eiríksdóttir, Villinganesi

Viðtal við Guðrún Eiríksdóttir, Villinganesi. Líklega tekið í kringum 1969-1970.
Rætt um æsku og uppvöxt Guðrúnar en hún ólst upp hjá foreldrum sínum í Villinganesi. Guðrún rifjar upp fyrstu bernskuminningarnar frá frostavetrinum mikla 1918 og upp úr því. Guðrún fer með tvær vísur eftir Pálma á Reykjavöllum. Einnig fer hún með afmælisvísu sem hún orti þegar Sigurður bróðir hennar á Borgarfelli varð sextugur og frumorta vísu sem tengist byggingu á réttarskúr. Að lokum spyr Sigurður um skoðanir hennar á lífinu eftir dauðann.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Margrét Björnónía Björnsdóttir (1881-1970) frá Stóru-Seylu

Rætt er um Stóru-Seylu í Skagafirði og rætt við Margréti Björnónínu Björnsdóttur. Margrét telur upp þá staði sem hún bjó á og segir frá búskap sínum á Stóru-Seylu. Einnig minnist hún vinnumanna sem hjá henni voru, Litla-Grími og Jóhannesi Sigvaldasyni. Einnig fer hún með tvær vísur, Daglur líður, kemur kvöld... og Enginn grætur Íslending.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Niðurstöður 851 to 935 of 55044