Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 1546 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Jóhannes Geir: Málverkasafn
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

1501 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

JG-361

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Maður á baki hests sem er á stökki. Í bakgrunni má sjá kindur í gerði. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 26.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-364

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Drengur hleypur undan hestamanni - sem kemur annaðhvort úr þoku eða er draugur. Fyrir neðan mynd stendur: „No.19.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-366

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Drengur flýr undan kríum. Á myndinni stendur:„Stolið kríueggjum“ en fyrir neðan hana stendur: „No. 34.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-368

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Drengur ræðir við skósmið. Á myndinni stendur:„Dóri skó“ (Halldór Jónsson) en fyrir neðan hana stendur: „No. 6“. Myndin er á sama blaði er önnur mynd (JG 367).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-369

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Drengur flýr undan erni. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 17“.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-373

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Krakkar leika sér í snjó í gili. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 32“.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-379

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Hestastóð hleypur um götur Sauðárkróks. Í forgrunni er lítill drengur en bakgrunni í má sjá Sauðárkrókskirkju. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 2“.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-380

Myndefnið er maður ræðir við konu og á milli þeirra er hvítur hestur. Myndin gæti verið frá 1980-1990.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-384

Skissa af þremur mönnum verka slátruð dýr fyrir utan hús. Myndin er líklega hluti af svokallaðri svörtuseríu Jóhannesar Geirs - þar sem myndefnin eru svipmyndir úr æsku hans á Króknum. Jóhannes Geir málaði samskonar mynd árið 1964 sem kallaðist „Slátrun“.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-392

Á blaðinu eru þrjár myndir sem sýna hvernig á að gróðursetja tré. Í fyrstu tveimur myndunum stingur maður fyrir trénu með haka en á þeirri þriðju er tréð komið í jörðu. Skissan var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-393

Á blaðinu eru tvær myndir þar sem maður rekur haka í jörðina. Skissan var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-396

Á blaðinu eru teikningar af tveimur gerðum laufblaða og standa nöfn þeirra fyrir ofan hverja teikningu: „Alaska ösp“ og „Dún(?)-Birki“. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-399

Teikning af tveim trjám - annað er visnað og horfið innan um hátt gras á meðan hitt dafnar þar sem klippt hefur verið frá því. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-402

Teikningin er leiðbeining um hvernig á að gróðursetja tré - sýndur í fjórum þáttum. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-405

Teikning af grein með laufblöðum og köngli - óvíst hvers tegundar. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-407

Teikning af manni höggva niður tré. Eitt tréð á myndinni er undirstrikað og skrifað „ath“ þar við. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-416

Drengur gróðursetur tré - sýnt í tveimur þáttum. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-417

Skissur af æfiskeiðum skóga - m.a. frætré - ungskógur - miðaldra og timburskógur. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-422

Leiðbeiningar í þremur þáttum um hvernig á að gróðursetja tré. Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-423

Teikningar af trjáfræum. Fyrir ofan teikningarnar stendur: „Vingefrukter av gran og bjork“ en fyrir neðan þær stendur: „Kongleskjell av furu med vingefrukter.“ Myndin var í umslagi merkt: „Allar skissur að teikningum í bók. „Æskan og skógurinn““. Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-440

Ókláruð mynd af byggingu - óvíst hvar. Myndina hefur hann líklega teiknað á námsárum sínum í Kaupmannahöfn - 1948-1949.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-445

Myndefnið er neanderthals-maður sem potar priki í glóandi hraunstraum sem rennur frá gjósandi eldfjalli. Myndina hefur hann líklega teiknað á námsárum sínum - 1946-1949.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-446

Myndefnið er skip á siglingu. Myndina hefur hann líklega málað á námsárum sínum - 1946-1949.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-449

Kyrralífsmynd af pottablómi (kaktusblómi) sem stendur á borði ásamt tveimur ávöxtum og glasi sem liggur á hlið. Óvíst er hvort myndin er eftir Jóh.Geir. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-451

Myndefnið er bátur sem liggur á landi. Í bakgrunni má sjá fleiri báta. Myndin gæti verið frá árunum 1955-1965.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-452

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Hópur vopnaðara manna eru samankomnir. Í forgrunni má sjá menn á hestum við stórt bál. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-454

Óljós skissa af hópi fólks. Myndin gæti verið frá 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-460

Gróf blýantskissa af efri hluta líkama nakins kvenmanns. Myndin gæti verið frá árunum 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-463

Hvítklædd kona situr í grasi og vinstra megin við hana stendur svartklæddur maður. Hægra megin við þau eru tveir kálfar á beit. Í bakgrunni er fjörður og þar handan eru fjöll. Myndin gæti verið frá 1970-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-467

Myndefnið er óljóst en virðist vera hestar í gerði. Myndin gæti verið frá 1985-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-469

Skissa af manni sem situr við borð og virðist vera annað hvort vera að teikna eða lesa. Mögulega sjálfsmynd. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-471

Kyrralífsmynd með uppstillingu á m.a. potti og könnu. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-472

Portrettmynd af öldruðum manni - óvíst hverjum - mögulega föður Jóhannesar. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-474

Myndefnið er óljóst en þarna má greina fólk í bæ eða borg. Fyrir miðju er gult hús með grænu þaki. Myndin gæti verið frá 1970-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-489

Landslagsmynd af fjöllum í fjarlægð - líklega Blönduhlíðarfjöllum í Skagafirði. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-491

Gróf skissa af stelpu sem stendur við hafið og sólin endurspeglast í sjónum. Myndin gæti verið frá 1985-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-492

Landslagsmynd með hólum og hæðum en í bakgrunni eru fjöll. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-500

Skissa af iðnaðarhverfi. Til vinstri má sjá tvær manneskjur - önnur er fyrir miðri mynd og hin í forgrunni. Myndin gæti verið frá 1970-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-501

Á myndinni er maður að gera við bát - líklega í slipp. Myndin gæti verið frá 1970-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-507

Skissa af kirkjugarði þar sem má sjá nokkur leiði og tré. Staðsetning ókunn. Myndin gæti verið frá 1965-1975.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-510

Þrír hestar á beit í haga - óvíst hvar. Í forgrunni eru þrír girðingastaurar. Myndin gæti verið frá 1970-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-517

Hundur hleypur á eftir barni í fjöru. Á myndinni er sérkennilegt skýjafar. Myndin gæti verið frá 1965-1975.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-519

Landslagsmynd þar sem í forgrunni er runnagróður í haustlitum - þ.e. rauður og appelsínugulur - og bláleit fjöll í bakgrunni. Búið er að rissa á bakhliðina. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-532

Skissa af manneskju standa á hringtorgi að nóttu til. Í bakgrunni eru tveir ljósastaurar. Myndin gæti verið frá 1965-1975.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-533

Bílar keyra eftir vegi - við veginn eru ljósastaurar. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-541

Þrír hestar - einn brúnn - annar rauður og svo moldóttur - líklega í gerði í hesthúsahverfi. Staðsetning ókunn en mögulega í Víðidal. Þar sem smá sót er á myndinni er líklega frá því fyrir brunann sem var á vinnustofu Jóh.Geirs - Laugarvegi 11 árið 1963 - myndin gæti verið frá tímabilinu 1953-1963.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-551

Í forgrunni er húsaþyrping en í bakgrunni má greina húsaþök í þéttbýli og þar handan eru fjöll. Staðsetning ókunn - mögulega Heiðmörk. Myndin gæti verið frá 1970-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-553

Skissa af iðnaðarhverfi - líklega í Reykjavík. Myndin er fremur óljós en hún byggist öll upp af smáum strikum. Myndin gæti verið frá 1955-1965.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-559

Hestar á beit við lítið hús. Staðsetning ókunn en í bakgrunni má sjá vatn og fjöll. Myndin gæti verið frá 1960-1970.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-562

Landslagsmynd þar sem í forgrunni er gil. Handan við gilið er horft yfir fjörð og svo fjöll. Staðsetning ókunn. Myndin er máluð í ljósum litum - þá helst í gulu - bleiku - grænu og ljósbláu.Myndin gæti verið frá 1950-1960.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-564

Bátar liggja á jörðu fyrir framan hús - sá fremsti er á hvolfi. Í bakgrunni virðist vera torfhús og lengra má sjá há fjöll. Myndin gæti verið frá 1960-1970.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-567

Mynd af hópi manna reyna bjarga mönnum úr sökkvandi bát upp á bryggju. Myndin er líklega byggð á sönnum atburði sem átti sér stað árið 1935 þegar óveður skall á og bátar sukku á Króknum. Olíu er hellt í sjóinn til að reyna róa hann. Myndin gæti verið frá 1960-1970.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-574

Myndefnið virðist vera rauðleitur klettur - óvíst hvar. Myndin gæti verið frá 1970-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-571

Kyrralífsmynd þar sem blómavasi með sólblómum stendur á borði. Í bakgrunni má sjá læk og hús. Myndin gæti verið frá 1965-1975.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-578

Skissa af manni á hestbaki í landslagi - óvíst hvar. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-583

Skissa þar sem horft er til lands af fiskibát. Á landi eru þrenn hús og bakgrunni er hátt fjall. Staðsetning ókunn. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-584

Kyrralífsmynd af vasa með sólblómum stendur á borði en í bakgrunni er lækur. Myndin gæti verið frá 1965-1975.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-585

Myndefnið er óljóst þar sem myndin er mjög dimm. Vegur virðist liggja milli hæða og girðingastaurar við veginn eru áberandi. Uppi á einni hæðinni/fjallinu er ljós - mögulega stendur þar viri eða brennur þar bál. Myndin gæti verið frá 1965-1975.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-587

Á myndinni er torfbær og önnur hús - óvíst hvar en mögulega á Árbæjarsafni. Myndin gæti verið frá 1985-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-588

Gulur bíll stendur á bílastæði en í bakgrunni má sjá borgarljós en til hægri virðist vera torfbær. Staðsetning er því líklega Árbæjarsafn. Myndin gæti verið frá 1985-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-592

Skissa af manneskju á gangi á götu líklegast í Þingholtunum í Reykjavík. Í bakgrunni má sjá glitta í Esjuna. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-596

Myndefnið er óljóst - brúnn umlykur rauðan og gulan. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-597

Þrjár manneskjur á hestbaki - óvíst hvar. Myndin gæti verið frá 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-606

Módelteikning. Baksvipur naktrar konu - líklega Ástu Sigurðardóttur skáldkonu. Myndin er sennilega frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-609

Módelteikning. Nakið bak konu með klæði um mittið - konan gæti verið Ásta Sigurðardóttir skáldkona. Myndin er sennilega frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-612

Módelteikning. Skissa af framhlið konu í bol eða kjól - mögulega Ástu Sigurðardóttur skáldkonu. Myndin er sennilega frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-616

Módelteikning af naktri konu sem liggur fyrir - mögulega er konan Ásta Sigurðardóttir skáldkona. Myndin er sennilega frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-617

Módelteikning af efri hluta líkama naktrar konu - mögulega Ástu Sigurðardóttur skáldkonu. Myndin er sennilega frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-621

Gróf skissa af naktri konu - mögulega Ástu Sigurðardóttur skáldkonu. Einnig er skissa af andliti sem búið er að krassa yfir. Myndin er sennilega frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-622

Tvær skissur af bakhluta konu - mögulega Ástu Sigurðardóttur skáldkonu. Myndin er sennilega frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-624

Módelteikning naktri konu sem situr líklega á legubekk eða sófa. Önnur samskonar skissa er í vinstra efra horni blaðsins. Konan á myndinni er mögulega Ásta Sigurðardóttir skáldkona. Myndin er sennilega frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-627

Módelteikning vangasvip naktrar konu. Konan á myndinni er mögulega Ásta Sigurðardóttir skáldkona. Myndin er sennilega frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-631

Módelteikning af bakhluta nakins kvenlíkama. Myndin er sennilega frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-644

Skissa af dreng og hesti. Myndin gæti verið frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-649

Ýmsar skissur - m.a. baksvipur feitlaginnar konu - andlit o.fl. Myndin gæti verið frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-656

Skissa af nöktum kvenlíkama o.fl. krot. Myndin gæti verið frá námsárum hans í Myndlistar- og handíðarskólanum 1945-1948.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-659

Teikning af óþekktu húsi og fyrir framan það liggur stigi á hlið. Skissur af sama húsi er á hinni hlið blaðsins (JG 660). Búið er að krota yfir myndina með bláum penna. Myndin gæti verið frá menntaskólaárum hans í Menntaskólanum á Akureyri 1942-1945.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-670

Teikning af beinum. Myndin er úr líffræðitímum frá menntaskólaárum hans í Menntaskólanum á Akureyri 1942-1945.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-839

Skopmynd þar sem þrír menn standa saman við tröppur og einn þeirra heldur á flösku. Fyrir neðan stendur: „Vigurfrændi heimsóttur (af frændum og keflavíkurgöngumönnum)“ Myndin er gæti verið frá 1965-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-843

Skopmynd af Jóh.Geir þar sem hann situr í stól heima hjá sér með annann ökkla á hné og með hendur undir kinn. Myndin er gæti verið frá 1965-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-845

Teikning af höndum sem flettir í gegnum bók - í bakgrunni má sjá húsabyggingar og blóm í vasa. Á myndinni stendur: „Rímblöð“. Myndin var birt í Kvæðasafni (bls. 205) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-855

Skissa af manni sem er þungt hugsi. Teikningin eru hluti af mynd sem birt var í Kvæðasafni (bls. 5) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-859

Skissa af konu sem fylgist með manni á bryggju. Myndin er í samskonar stíl og myndir sem birtar voru í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndirnar er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-865

Skissa af konu sem fylgist með mönnum á bryggju. Myndin er í samskonar stíl og myndir sem birtar voru í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndirnar er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-875

Sjálfsmynd af Jóhannesi Geir í hlutverki Jóhannesar Klein. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Niðurstöður 1021 to 1105 of 1546