Sýnir 3525 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Umslag

Pappírsumslag. Á umslagið er vélritað nafn og heimilsfang Hrefnu Hermannsdóttur. Á umslagið er handskrifað með blýanti og penna kostnaður við dúnhreinsun og sendingu. Búið er að klippa frímerki af umslaginu og gata það.

Hermann Jónsson (1891-1974)

Bréf Eggerts Briem til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A5 broti. Það varðar umfjöllum almenns fundar í Hegranesi um breytingar á reglugerð fyrir fiskveiðar við Drangey. Reifuð er niðurstaða fundarins og er bréfið undirritað af Eggert Briem.

Eggert Ólafur Briem (1867-1936)

Úr bréfabók sýslunefndar

Pappírsörk í folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar.
Varðar bréf til Búnaðarfélags Íslands vegna fulltrúakosningu á búnaðarþing.
Nokkur óhreinindi eru á skjalinu.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Jóns Leifs til sýslunefndar

Bréfið er vélritað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar undirbúning sýslunnar vegna hljómsveitarferð bréfritara til Íslands 1930.
Með liggur fjölritaður miði með lista yfir hljómsveitarmeðlimi.
Ástand skjalsins er gott.

Jón Leifs

Bréf Staðarhrepps til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar áformaða endurbyggingu á hluta Staðarréttar.
Á bréfinu hefur blekið aðeins dregist til vegna raka, en annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

2. apríl 1918

Bréf frá Gísla Sigmundssyni til Sigríðar systur hans í Geitagerði.

Sigríður Guðbjörg Anna Sigmundsdóttir (1862-1922)

Bréf Eiríks Eiríkssonar til Péturs Jónassonar

Bréfið er vélritað á pappírsörk í A4 stærð.
Efni þess eru fréttir af fjölskyldu Eiríks og sumarleyfi hans á Suðurlandi.
Einnig biður hann Pétur um efni í blaðið Heima er bezt.
Ástand skjalsins er gott.

Eiríkur Eiríksson Akureyri

Áburðarpöntun

Handskrifaður pöntunarlisti á pappírsörk í A5 stærð.
Varðar áburðarpöntun Lárusar Björnssonar, Neðra-Nesi, fyrir vorið 1969.
Ástand skjalsins er gott.

Lárus Björnsson Neðra-Nesi

Fiskveiðasamþykkt

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio broti.
Það er merkt eftirrit. Undir það rita nokkrir bændur í Fells- og Hofshreppum.
Það varðar fiskveiðisamþykkt á Málmeyjarsundi.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 1191 to 1275 of 3525