Showing 1501 results

Archival descriptions
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003) Myndlist With digital objects
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

JG-928

Skissa af stúlku á strönd. Samskonar mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 57) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-931

Teikning af manni og stúlku á hesti með sérkennilegt skýjafar í bakgrunni. Á myndina er skrifað: „Stund og staðir 10. rödd (eða kvæðabók.)“. Á hann þá væntanlega við Kvæðabók Hannesar Péturssonar og kom út árið 1955 en óljóst er hvort myndin var birt í þeirri bók en Stund og staðir var líka birt í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977 en myndin var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-934

Teikning af manni á hestbaki með fjall í baksýn. Í skýjafarinu má einnig greina mann á hestbaki.Myndin var birt í Kvæðasafni (bls. 151) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-937

Teikning af stúlku á strönd. Samskonar mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 57) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-946

Skissa af stúlku á strönd. Mynd í svipuðum stíl var birt í Kvæðasafni (bls. 57) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-948

Teikning af stúlku standa yfir strák sem situr og heldur fyrir andlit sitt. Á myndinni stendur: „Innlönd“ og neðan við hana stendur: „Rímblöð (?)“. Innlönd var kvæðabók eftir Hannes Pétursson en óljóst er hvort myndin var birt í þeirri bók en Innlönd var líka birt í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977 en myndin var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-950

Teikning af manni síga niður kletta - tveir menn gæta spottans á klettabrúninni. Samskonar mynd í kafla sem kallaðist: „Stund og staðir“ var birt í Kvæðasafni (bls. 109) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-957

Tvennar teikningar af sjöarma kertastjaka og bók á borði. Myndirnar eru í svipuðum stíl og mynd sem birtist í kafla sem kallast Rímblöð í Kvæðasafni (bls. 205) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-959

Teikning af sjöarma kertastjaka og bók á borði. Myndin er í svipuðum stíl og mynd sem birtist í kafla sem kallast Rímblöð í Kvæðasafni (bls. 205) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-967

Gróf skissa af fólki á skautum og á blaðinu stendur: „Ljóðabréf 1969“. Skissan er líklega gerð í tengslum við Kvæðasafn Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-969

Teikning af fjörunni í Skagafirði þar sem horft er út fjörðinn á Drangey - Málmey og Þórðarhöfða. Á blaðinu stendur: „Ýmis kvæði 1967-1976“. Skissan er líklega gerð í tengslum við Kvæðasafn Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-971

Á blaðinu eru tvennar skissur. Á þeirri til vinstri má sjá kentár horfa yfir landslag og á henni stendur: „Ljóðabr.“. Á þeirri til hægri má sjá hesta á beit í landslagi og á henni stendur: „Kvæðabók II. útgáfa“. Neðar á blaðinu stendur: „Rímblöð“ - þ.e. fyrir neðan vinstri myndina en fyrir neðan hægri myndina stendur: „eða Í sumardölum (Kvæðabók)“. Skissurnar eru líklega gerðar í tengslum við Kvæðasafn Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-973

Gróf skissa af manni og stúlku á hestbaki í landslagi. Skissan er líklega gerð í tengslum við Kvæðasafn Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-976

Teikning af krumma svífa yfir landslagi. Mynd í samskonar stíl var birt í Kvæðasafni (bls. 287) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-978

Á myndinni er verið að reka kýr í átt að Sauðárkróki og á myndinni stendur: „Innlönd“. Innlönd var kvæðabók eftir Hannes Pétursson en óljóst er hvort myndin var birt í þeirri bók en Innlönd var líka birt í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977 en myndin var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-981

Skissa af stúlku sitja í fjöru með hafið í baksýn. Myndefnið er það sama og birtist í kafla sem kallast Í sumardölum (bls. 57) í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-982

Skissa af krumma standa á klettabrún með landslag í bakgrunni. Myndefnið er í svipuðum stíl var birt í Kvæðasafni (bls. 287) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-991

Skissa af manni berandi stóran grjóthnullung. Teikning af samskonar manni var hluti af mynd sem var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 122. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-997

Skissa af tveimur mönnum róa á báti. Á myndinni stendur: „Eiríkur Laxdal“. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 88. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-999

Skissa af konu sitjandi á hesti - umhverfis má sjá fólk og hesta. Á myndinni stendur: „Förukona“. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 69. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1001

Skissa af hestalest á leið yfir landslag. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1013

Skissa af karlmanni afhenda konu barn sem baðar út faðminn. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 103. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1022

Teikning tveimur manneskjum fara á hestum yfir landslag - í bakgrunni sjást gufustrókar. Fyrir neðan myndin stendur: „Kafli No. 14. „Reynisstaðarmál og Grafar-Jón“. Mynd No. 23“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 182. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1031

Teikning af konu sitjandi á hesti - umhverfis hana er fólk og hestar. Á myndinni stendur: „Förukona? Menn Skúla“. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Förukona Kafli . No 6 Leitin. Mynd No 8.“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 69. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1032

Teikning af tveimur mönnum sitjandi við borð að ræða saman. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Í stofu Skúla. Kafli No 7. Mynd 9“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 72. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1034

Teikning af karlmanni afhenda konu barn sem baðar út faðminn. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Í lok sögu „Jólasaga“ Björn Jónsson“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 103. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1036

Teikning af mönnum veiða fisk við brunn - annar þeirra stendur yfir hinum sem krípur. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Silungabrunnur í Víðidal. Skag. Kafli No 9. Mynd No 14“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 107. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1041

Teikning af manni veifa tveimur fiskum að tveim manneskjum. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Heilsað Eyvindi og Höllu. Kafli No 12 „Dýrðarból Eyvindar og Höllu“. Mynd No 20.“ Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 164. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1044

Teikning af manni bera þungan grjóthnullung að manni sem stendur með krosslagðar hendur. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 122. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1049

Teikning af manni með tvo hesta á ferð yfir landslag. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 10. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1051

Teikning af mönnum huga að neti við á - þar má einnig sjá barn sitja á steini og tvo hesta. Myndin var mögulega teiknuð fyrir bókina um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - en það er þó óljóst þar sem hún var ekki birt í henni. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1058

Skissa af dreng sem flýtur í kassa á sjónum og róir með spýtu. Samskonar mynd er á bls. 17 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1068

Gróf skissa af dreng sem flýtur í kassa á sjónum og róir með spýtu. Samskonar mynd er á bls. 17 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1069

Skissa af dreng að ræða við skósmið. Á myndinni virðist standa: „Rennibekkur“. Svipuð mynd er á bls. 68 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1084

Teikning af krökkum á leik í grónum garði við hús. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1085

Teikning af krökkum á leik í grónum garði við hús. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1088

Teikning af fólki á gangi með barnavagn - í forgrunni eru tré en í bakgrunni virðast vera fólk í fótbolta. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1091

Teikning af tveimur manneskjum í grónum alþingisgarðinum - í bakgrunni má sjá turn Dómkirkjunnar. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1094

Teikning af fólki við ýmiskonar athafnir. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1099

Tvær skissur af uppstillingum á gítörum - ávöxtum og öðrum hlutum á samankuðluðum dúkum á borði. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1965-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1100

Tvær skissur af uppstillingum á flöskum og öðrum hlutum á borði. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1965-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1109

Skissa af mönnum horfa á Víkingaskip koma að landi. Skissan er sennilega hluti af Sturlungaseríu Jóh.Geirs. Myndin er líklega frá 1980-1990.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1116

Teikning af manni með skegg í stafnum B. Myndina teiknaði Jóh.Geir fyrir bókina Bymbeyglu : einn samtíðarinnar spéspegill með innleiðslu eftir Björn Jónson læknir - bróðir Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1975 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1121

Skissa af seglskútu á siglingu og yfir henni flýgur kría. Á blaðinu stendur: „Krían“. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1123

Skissa af einhverskonar hlut - óvíst hverju. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1124

Skissa af einhverskonar hlutum eða verkfærum - óvíst hverju. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1130

Skissa af tveimur mönnum sitja við borð með lampa. Á blaðinu stendur: „Jóhannes.“ Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1131

Myndefni óljóst - mögulega einhverskonar þang eða annar gróður. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1132

Teikning af kálfi. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1141

Gróf skissa af manni með pípuhatt. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1960-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1143

Tvennar abstrakt skissur. Vinstri myndin er litrík með appelsínugulu - rauðu - grænu og bláum litum. Hægri myndin er brúnleit með rauðum ferköntuðum hlut fyrir miðju. Myndirnar gætu verið frá tímabilinu 1960-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1145

Þrennar abstrakt skissur. Sú fyrsta er í efra vinstra horni blaðsins. Litasamsetning hennar er appelsínugul - brún - grængrá og svört. Önnur myndin er í efra hægra horni blaðsins. Hún sýnir líklega dökkleitt landslag - þar sem tungl eða sól er á gráum og bláum himni - yfir bláum sjó og svartri jörð. Þriðja myndin er litrík - með appelsínugulan - gráan - blágrænan - svartan og fjólubláan. Myndirnar gætu verið frá tímabilinu 1960-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1151

Fimm abstrakt skissur. Sú fyrsta - í efra vinstra horni - er fjólublá með bláum hlut. Önnur skissan - hægra megin við þá fyrstu - er svartur hringur fylltur með rauðum á appelsínugulum og gulum bakgrunni. Þriðja myndin - í efra hægra horni - er af blómum í bláum blómavasa á bleikum bakgrunni. Fjórða skissan - í neðra hægra horni - er bleikur - gulir og grænir hlutir á bláum bakgrunni. Fimmta myndin - í neðra vinstra horni - er af bláum doppum sem mynda e.k. stjörnu á rauðum bakgrunni. Á skissunni er einnig gul rönd. Óvíst er hvort skissurnar eru eftir Jóh. Geir. Myndirnar gætu verið frá tímabilinu 1960-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1163

Mynd af skipi sigla inn vog - líklega Elliðárvog í Reykjavík. Myndin gæti verið frá 1955-1965.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1166

Teikning af torfbæ. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1172

Teikning af engli sem situr - með hendur fyrir andliti - á steini við klettaströnd. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1950-1960.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Results 1446 to 1501 of 1501