Sýnir 2627 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Ísland
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

2081 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Hvis 312

Sigurður Guðmundsson smiður. Sigurður stendur ofar í stiga. Maríus Pálsson (1873-1950) verkamaður á Sauðárkróki, fyrir neðan. Húsið er Nýjahús, Skógargata 3. Húsið heitir Háibær.

mynd 22

Þorvaldur Sveinsson og Sveinn Margeir Friðvinsson

Erlendur Hansen (1924-2012)

mynd 49

Frá vinstri Ólöf Snæbjarnardóttir og Hanna Ingibjörg Pétursdóttir

Erlendur Hansen (1924-2012)

Mynd01

Jóhannes Friðrik Hansen og dóttir hans Björg Jórunn Hansen.

Erlendur Hansen (1924-2012)

Torfi Bjarnason héraðslæknir, Suðurgötu 1, Sauðárkróki

Viðtal við Torfa Bjarnason héraðslæknir á Sauðárkróki. Torfi og Sigríður bjuggu á Sauðárkróki til ársins 1955. Viðtalið líklega tekið í kringum 1950-1970.
Torfi segir frá læknastörfum sínum í héraðinu og staðháttum og aðstæðum, m.a. vetrarferðum um héraðið. Sigurður spyr um líf eftir dauðann og skoðanir læknavísinda á því.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Sveinn Þorsteinsson, Berglandi

Viðtal við Svein Þorsteinsson, Berglandi í Fljótum, á sýslunefndarfundi 1970.
Ræðir um þátttöku sýna í störfum sýslunefndar. M.a. heilbrigðismál og skólamál.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

Eva Schottlaender

1 vottorð/prófskírteini frá Bestimmungen des Bayerischen Staatsministeriums fur Ernahrung, Landwirtschaft und Forsten. Virðist hafa verið próf í almennri kunnáttu í sveitastörfum svo sem að mjólka, elda, baka, þvo og fleira. Undirritað og stimplað. 1 handskrifað blað, A5, smábréf frá Evu til Bruno, dagsett 14.05.1949 ásamt umslagi. 1 meðmæli, vélritað blað, A5, undirritað og stimplað af kennara Evu, R. Schmid, dagsett 10.04.1949. 1 meðmæli, vélritað blað, A5, undirritað og stimplað af kennurum Evu, Helene Ranke og Marie v. Steindorf, dagsett 06.09.1947.

Síldarsöltun á Sauðárkróki

Talsvert af síld var saltað á Sauðárkróki. A.m.k. 60 konur voru um tíma skráðar til vinnu við söltunina. Söltun Sauðárkrækinga var þó aðeins brot af því sem var víða annar staðar fyrir Norðurlandi. Myndin gæti verið tekin árið 1942. Sjá má járnbrautateina er lágu frá bryggjunni uppá plönin, þar sem síldin var verkuð og fiskur vaskaður.

Horft yfir Aðalgötu

Séð yfir Aðalgötuna frá norðri til suðurs. Prúðbúið fólk við "Miklabæ" Aðalgötu 9. Hugsanlega húskveðja Péturs Sighvatz árið 1938. Lágreista húsið er hús Ögmundar Magnússonar söðlasmiðs, þar reis síðar Alþýðuhúsið og nú er þar skemmtistaðurin Mælifell.

Kýr

Kýrin Hyrna sem var ein af kúm Michelsens. Kúaeign var almenn á Sauðárkróki fram til ársins 1960. Þegar mest var, voru um 130 kýr á Sauðárkróki. Kýrnar voru reknar í beitihaga eftir mjaltir á sumrin og sóttar í kvöldmjaltir. Höfðu sérstakir kúarektorar það starf að reka kýrnar og sinna þeim yfir daginn.

Í leik

Systkini við leik í snjónum. Aage á hestbaki, Kristinn situr á sleðanum en Pála Michelsen ýtir á eftir.

Í kartöflugarði

Aage Michelsen og Anna Lísa Michelsen í kartöflugarði. Matjurtagarðar voru gríðarmikilir á Sauðárkróki. Árið 1940 var uppskera Sauðkrækinga af kartöflum 335 tunnur samkvæmt hagskýrslum.

Aðalgata handmokuð

Vetrarhörkur á Sauðárkróki. Á þessum tíma voru götur handmokaðar og yfirleitt ekki gert ráð fyrir að bílar færu um þær þegar snjór var sem mestur.

Aage á tréhesti.

Aage Micehlsen á tréhesti. Þennan hest fékk Frank Michelsens að gjöf frá Danmörku þegar hann var á fyrsta ári, s.s. 1914 þá var hesturinn klæddur með skinni eða skinnlíki.

Móflutningur

Flutningur á mó úr gröfuminni á Krók var erfið vinna. Matthildur Kristinsdóttir fósturdóttir Steindórs Jónssonar og Karen Edith standa í móflutningum.

Skrúðganga á leið út á Eyri

Börn í skrúðgöngu á leið út á Eyri til að taka þátt í hátíðarhölum 17. júní 1944. Hátíðarhöldin hófust í kirkjunni en síðan var gengið í fylkingu út á Eyrina. Á annað hundrað börn gengu fremst og báru litla fána. Á eftir börnunum komu fullorðnir, en fremstur í þeirri fylkingu bar merki Skagfiðinga frá Alþingishátíðinni 1930.

Söngskrá: "Söngfjelagið Geysir. Skagafjarðarför í júlí 1931. Fararstjóri Séra Friðrik Rafnar."

Við söngskrána var festir 2 minnimiðar. Fyrri hljómar svo: "Söngskráin var í eigu Friðriks Hansen sem bendir til þess að vafi geti leikið á eftir hvern fyrsta erindið er sem vísað er til hér meðfylgjandi. Ég þarf að kanna málið frekar. Nóvember 2001, Erlendur Hansen." Seinni hljómar svo: "Nú breiðist yfir hauður". Eins og meðf. söngskrá Geysis frá 1931 ber með sér, er ljóðið merkt F.J. Hansen. Ég taldi víst að heimildin væri örugg og let Guðmund Hansen hafa ljósrit af söngskránni svo að ljóðið færi í safn óbirtra ljóða og vísna sem til stóð að halda saman og ættingjar gætu nálgast. Nýlega keypti ég 8 hefti af lögum sem Þórður Kristleifsson gaf út um 1940 og síðar, og þá kom í ljós að vafasamt er að ljóðið sé eftir F. J. Hansen. Ljóðið er birt á blaði nr. 40 í samantekt Guðmundar. Erlendur Hansen, 3. des. 2000."

Almenn bæjarstjórnarmál

Ýmislegt er varðar þátttöku Erlendar Hansen í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki á tímabilinu 1950-1975. Til að mynda gögn er varða deilur um bæjarreikninga 1960, ávörp Erlendar, fréttabréf stjórnmálaflokka.

Króksarar í útreiðatúr

Standandi lengst til hægri Eyþór Stefánsson, liggjandi lengst til vinstri Eysteinn Bjarnason. Mennirnir sem liggja lengst til hægri með hatta eru Valgard Blöndal með dökka hattinn og fremstur er Lárus Blöndal.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Erlendur Hansen: Skjalasafn

  • IS HSk N00017
  • Safn
  • 1850-2012

A. Skjöl frá tímabilinu 1880-2012. Hér kennir ýmsa grasa, bæði gögn frá starfi hans sem framkvæmdastjóri prjónastofunnar Vöku, frá þátttöku hans í bæjarpólitík á Sauðárkróki, kveðskapur og tónlist. Þá sankaði hann að sér ýmsum fróðleik um ýmsa söguþætti, svo sem um Miklabæjar-Skottu og loðdýrarækt á Íslandi.
B. Ljósmyndir frá tímabilinu 1850-2012. Elstu myndirnar koma líklega frá ættingjum Erlendar en ekki er unnt að greina hvað kemur frá t.d. foreldrum hans og hvað kemur frá Erlendi. Fyrir vikið var allt ljósmyndasafnið fært í hans skjalasafn.

Erlendur Hansen (1924-2012)

Niðurstöður 681 to 765 of 2627