Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 3 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003) Haugsnes
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

3 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Bannfæring

Bannfæring. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Kolbeinn og Gyðríður bjuggu á Víðimýri og hjá þeim hafði Guðmundur verið presturtvo vetur þegar Brandur Sæmundsson Hólabiskup dó 1201. Kolbeinn kallaði þá saman fund á Völlum í Svarfaðardal. Þar mættu helstu höfðingar Norðlendinga og Gissur Halsson Haukdælingur, sem bað fyrir biskupefni Magnús son sinn. Úr varð að Guðmundur var kjörinn biskup, enda vinsæll og hæógvær maður og hefur Kolbeinn, að líkindum, talið að hann yrði auðvelt verkfæri sitt. Fór Kolbeinn til Hóla eftir biskupskjörið, tók búið í sínar hendur og fékk Guðmundur litlu ráðið, þótt hann sætti ekki við það ráðslag. Var ákveðið að Sigurður Ormsson tæki við umsjón Hólastaðar og Kolbeinn fór heim aftur, en vinskapur þeirra Guðmundar var orðinn lítill.
Um 1250 skarst alvarlega í odda milli þeirra tveggja út af dómsmáli yfir Ásbirni presti, sem kallaður var pungur. Dæmdi Kolbeinn prestinn sekan skóggangsmann. Biskup hafnaði niðurstöðu dómsins, enda taldi hann að kirkjan ætti að dæma í málinu, tók prestinn til sín og bannaði að nokkur prestur veitt Kolbeini kirkjulega þjónustu, né nokkrum sem í dómnum sat eða bar vitni. Mótspil Kolbeins var að fara til Hóla með skóggangsstefnu á húskarla vegna samneytis við prestinn. Þá bannfærði biskup Kolbein. Sættir tókust í málinu í að sinn fyrir tilstilli Páls Jónssonar Skálholtsbiksups, en áfram deildu þeir." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 9-10).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Hauganesfundur 2

Hauganesfundur 1. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Hauganes liggur að eyrum Djúpadalsár í Blönduhlíð. Í Hauganesbardaga féllu 110 manns. Myndsviðið er dökkt, eins og dauðinn hafi brugðið hend fyrir sól þennan vordag, í apríl 1246. Í þessari orrustu var veginn brandur sonur Staðar-Kolbeins, sem fór fyrir liði Skagfirðinga. Hann komst sjálfur undan á hesti, en náðist niðri á grundunum og var tekinn af lífi. Reistur var róðukross þar sem hann féll og vvar grundin kölluð Róðugrund. Kolbeini kaldaljósi, föður Brands, varð mikið um atburðina og dó nokkurm mánuðum seinna." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 32).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Hauganesfundur 1

Hauganesfundur 1. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Hauganes liggur að eyrum Djúpadalsár í Blönduhlíð. Í Hauganesbardaga féllu 110 manns. ... Í þessari orrustu var veginn brandur sonur Staðar-Kolbeins, sem fór fyrir liði Skagfirðinga. Hann komst sjálfur undan á hesti, en náðist niðri á grundunum og var tekinn af lífi. Reistur var róðukross þar sem hann féll og vvar grundin kölluð Róðugrund. Kolbeini kaldaljósi, föður Brands, varð mikið um atburðina og dó nokkurm mánuðum seinna." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 32).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)