Sýnir 417 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Michelsen-fjölskyldan: Skjalasafn
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

303 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Skólaferðalag

Aftasta röð frá vinstri er skráð: Sigga Þórðar (Blöndal), Óþekktur, Þorvaldur Guðmundsson kennari, Jón Þ. Björnsson skólastjóri.
Miðröð Aðalheiður Árnadóttir, Aage Michelsen?, Magnús Bjarnason kennari, Alda Bjarna.
Fremstaröð frá vinstri: Sigurður Margeirsson, Snorri Sigurðsson ?, Hjalti Guðmundsson, Bjöggi Skaftason ?,

Konur í garði

Frá vinstri; Rósa Pálsdóttir, stúlka Jórunn fósturdóttir Rósu, Karen Michelsen, María Pálsdóttir systir Guðrúnar Pálsdóttur.

Landbrot

Landbrot við verslunarhúsin, sem voru staðsett nærri Villa Nova. Landbrot var verulegt vandamál á Sauðárkróki og gerðar margar tilraunir tila ð hefta það. Með tilkomu hafnar út á Eyrinni minnkaði þetta vandamál, en síðar var lagður grjótgarður fyrir framan húsin til að koma í veg fyrir að þau sópuðust á haf út. Brún við gömlu bryggju.

Um borð í Skagfirðing SK 1

Á síld um borð í Skagfirðingi SK 1. Frank Michesl í félagi við fleiri menn stóður fyrir kaupum á skipinu frá Belgíu. Útgerð skipsins reyndist afar erfið, en mikil atvinnubót varð af því. Hvíldu ábyrgðirnar að mestu á Michelsen og allt valt á að síldin veiddist. Skagfirðingur var síðast gerður út frá Sauðárkróki árið 1940. Vinstramegin bakatil Sigvaldi Þorsteinn Sveinn Nikódemusson (1908-1990) Tilgáta um Sighvat Pétursson Sighvats (1922-1991) Lengst til vinstri Óskar Magnússon

Jórunn að gefa hænunum.

Jórunn að gefa hænunum. Magnús Jónsson og Kristinn Michelsen í dyragættinni. Hænsnarækt var mikilvæg búbót fyrir marga Króksara. Árið 1940 voru ríflega 450 hænur á Sauðárkróki en íbúar ríflega 900.

Síld

Talsvert af síld var saltað á Sauðárkróki. A.m.k. 60 konur vorum um tíma skráðtar til vinnu við söltunina. Söltun Sauðkrækinga var þó aðeins brot af því sem var víða annars staðar fyrir Norðurlandi. Myndin gæti verið tekin árið 1942. Járnbrautarteinarnir sjást vel á myndinni. Við myndina stendur: Hulda Bubba, Bibba Þorvaldar, Ólafía Pétursdóttir, Ingibjörg Konráðsdóttir, Lína "Ingveldastaða", Jón Sig Ketu og Pála Sveinsdóttir

Við Nýjabæ á Hólum

Börn á hestbaki fyrir framan Nýja bæ á Hólum. Kristinn Michelsen með hatt, Aage stendur við hestin. Á hestinum eru Edda Michelsen (1943-), Anna Lísa Michelsen (1943-) og Jörgen Frank Michelsen (1941 - 1998).

Aðalgata 16

Aðalgata 16, Sýslumannshús eða Michelsenshús kringum árið 1940. Þar hefur verið stundaður verslunar- og veitingarekstur óslitið frá 193?. Takið eftir skiltunum á húsinu.
Myndin er tekin um það leyti er Michelsens fjölskyldan bjó í því. Til hægri var verslun og verkstæði Frank Michelsen en Sápuhúsið vinstra megin. Fjölskyldan keypti húsið árið 1912 og hóf Frank þar verslun og verkstæðisrekstur fljótlega eftir það. Húsið var áður nefnt Sýslumannshús í daglegu tali, enda höfðu þrír sýslumenn búið í því fyrir þann tíma, en formlegt nafn þess var Laufás, eftir prestsetrinu í Eyjafirði.

Mótaka

Móvinnsla á Sauðárkróki. Í síðari heimstyrjöld var mikill eldsneytisskortur á Sauðárkróki sem annars staðar á Íslandi. Kolin sem áður höfðu gengt hlutverki eldsneytis voru nú í ófáanleg og brugðu Króksarar á það ráð að tak mó, eins og tíðkaðist hafði um aldir. Mógrafirnar voru vorðan við Gönguskarðsá, en mótekja var erfið vinna, enda mó kögglarnir þungir og blautir. Mórinn var síðan þurkkaður og var sæmilegt eldsneyti. Á myndinni eru þeir Gísli Jakopsson og Magnús Ásgrímsson. Mótekja var afar mikilvæg fyrir og um stríðsárin. Oft var bæði dýrt og erfitt að fá kol til kyndingar og dugði þá mórinn ágætlega í staðinn. Mótekja var hins vegar erfið vinna og óþrifaleg. Stærstu mógrafirnar voru utan Gönguskarðsár. Mórinn var síðan þurrkaður og þótti sæmilegt eldsneyti.

Aðalgata 16

Aðalgata 16, Sýslumannshús eða Michelsenshús kringum árið 1940. Þar hefur verið stundaður verslunar- og veitingarekstur óslitið frá 193?. Takið eftir skiltunum á húsinu.
Myndin er tekin um það leyti er Michelsens fjölskyldan bjó í því. Til hægri var verslun og verkstæði Frank Michelsen en Sápuhúsið vinstra megin. Fjölskyldan keypti húsið árið 1912 og hóf Frank þar verslun og verkstæðisrekstur fljótlega eftir það. Húsið var áður nefnt Sýslumannshús í daglegu tali, enda höfðu þrír sýslumenn búið í því fyrir þann tíma, en formlegt nafn þess var Laufás, eftir prestsetrinu í Eyjafirði.

Í Sauðárgili

Elsa og Karen "Dúdda" kæla sig í Sauðárgili.
Það var vinsælt tómstundargaman að baða sig í Sauðánni enda höfðu Skagfirðingar ekki kynnst hitaveitu og þeim þægindum sem nægt magn af heitu vatni hafa í för með sér.

Kanínur

Michelsens fjölskyldan var með kanínur sem var afar fátítt á Sauðárkróki, ef ekki einsdæmi. Ekker laust við að kanínubúskapur hafi farið nokkuð fyrir brjóstið á Sauðkrækingum sem áttu fremur að venjast áti á sauðkindum ekki ekki þessum vinalegu dýrum. Á myndinni eru Aðalsteinn, Aage og Pála Elínborg.

Höfði, Aðalgata 11

Höfði. Gamla símstöðin á Sauðárkróki. Símstöðin var opnuð hinn 1. október 1906 og strfrækt þar til ársins 1954. Við símstöðina var hið fræga kjafrahorn, þar sem íbúar bæjarins hittust til skrafs og ráðagerða, enda stutt að sækja fréttir úr hinum stóra heimi.

Aðalsteinn Jónsson

Mynd tekin á Aðalgötu á Sauðárkróki, Fremstur er Aðalsteinn Jónsson, stúlkurnar tvær eru María Guðlaug Pétursdóttir og Steinunn Aðalheiður Rögnvaldsdóttir.

Aðalgata 16

Aðalgata 16, hús Michelsens. Þegar þetta er skráð þá er Kaffi Krókur í húsinu, en það var endurbyggt eftir bruna árið 2008.

Niðurstöður 1 to 85 of 417