Pappírsumslag. Á umslagið er vélritað nafn og heimilsfang Hrefnu Hermannsdóttur. Á umslagið er handskrifað með blýanti og penna kostnaður við dúnhreinsun og sendingu. Búið er að klippa frímerki af umslaginu og gata það.
Pappírsskjal í stærðinni 10x18,7 cm. Útfyllt reikningseyðublað frá Þormóði Eyjólfssyni hf stílað á Hrefnu Hermannsdóttur, vegna flutnings á æðardún með ms Drang.
Pappírsskjal í stærðinni 20,4x26,7 cm. Handskrifað með penna. Ryð eftir möppujárn, hefti og bréfaklemmu. Annars heillegt. Á skjalinu er sundurliðuð sala á æðardún og dagsetning uppgjörs.
Pappírsskjal í stærðinni A5, þunn örk sem rifin hefur verið af stærri örk. Vélritað bréf til Hrefnu Hermannsdóttur frá Dúnhreinsun SÍS, undirritað af Ófeigi Péturssyni.
Afrit, vélritað á pappírsörk í folio stærð. Bréf til Vegamálastjóra. Varðar skaðabótakröfu vegna æðarvarps í landi Sjávarborgar og í landi Hellulands. Ástand skjalsins er gott.