Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 1546 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Jóhannes Geir: Málverkasafn
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

1501 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

JG-864

Teikning af manni síga niður kletta - tveir menn gæta spottans á klettabrúninni. Samskonar mynd sem kallaðist: „Stund og staðir“ var birt í Kvæðasafni (bls. 109) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-868

Skissa af litlu húsi við sjávarsíðuna og má sjá tvo fugla á flugi. Myndin var skissuð fyrir Kvæðasafn Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin gæti því verið frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-869

Skissa af stúlku á strönd. Samskonar mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 57) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-872

Tvennar skissur af höndum sem flettir í gegnum bók - í bakgrunni má sjá húsabyggingar og blóm í vasa. Á myndinni stendur: „Rímblöð“. Myndin var birt í Kvæðasafni (bls. 205) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-878

Sjálfsmynd af Jóhannesi Geir í hlutverki Jóhannesar Klein. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-880

Sjálfsmynd af Jóhannesi Geir í hlutverki Jóhannesar Klein. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-891

Mjög gróf skissa af landslagi með útskýringum. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun.Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-903

Skissa líklega af Árna J. Pálmasyni. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-904

Skissa líklega af Jóhanni Halldórssyni. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-905

Teikning af ónefndum manni sem hefur starfað við kvikmynd um Daniel Bruun árið 1982. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-908

Teikning af ónefndum manni sem hefur starfað við kvikmynd um Daniel Bruun árið 1982. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-913

Skissa af Sveini Jóhannssyni frá Varmalæk. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-927

Teikning af manni á hestbaki með fjall í baksýn. Í skýjafarinu má einnig greina mann á hestbaki. Á myndinni stendur: „innlönd“. Myndin var birt í Kvæðasafni (bls. 151) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-941

Skissa af fuglahópi á flugi og önnur af tveimur svönum. Myndirnar voru líklega skissaðar í samhengi við kvæði Hannesar Péturssonar. Kvæðasafn Hannesar Péturssonar - myndskreytt af Jóh.Geir - kom út árið 1977 en skissurnar voru ekki birtar í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-942

Skissa af fuglahópi á flugi. Myndin var líklega skissuð í samhengi við kvæði Hannesar Péturssonar. Kvæðasafn Hannesar Péturssonar - myndskreytt af Jóh.Geir - kom út árið 1977 en skissan var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-943

Skissa af fuglahópi á flugi. Myndin var líklega skissuð í samhengi við kvæði Hannesar Péturssonar. Kvæðasafn Hannesar Péturssonar - myndskreytt af Jóh.Geir - kom út árið 1977 en skissan var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-944

Skissa af fuglahópi á flugi. Myndin var líklega skissuð í samhengi við kvæði Hannesar Péturssonar. Kvæðasafn Hannesar Péturssonar - myndskreytt af Jóh.Geir - kom út árið 1977 en skissan var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-947

Gróf skissa af stúlku og tveimur drengjum. Myndir í svipuðum stíl voru birtar í Kvæðasafni (bls. 57) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-970

Teikning af fjörunni í Skagafirði þar sem horft er út fjörðinn á Þórðarhöfða. Á blaðinu stendur: „Ýmis kvæði 1975“. Skissan er líklega gerð í tengslum við Kvæðasafn Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-974

Teikning af krumma svífa yfir grýttri strönd með fjöll í bakgrunni. Fyrir neðan myndina stendur: „Óður til Íslands“. Samskonar mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 287) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-979

Skissa af manni sitjandi á bekk að lesa bók framan við stóra á og baksýn er borg með mikilfenglega kirkju - líklegast dómkirkjuna í Köln í Þýskalandi Á myndinni stendur: „Kvæðab“ sem búið er að strika yfir. Skissan er líklega gerð í tengslum við Kvæðasafn Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-983

Nokkrar grófar skissur innan stundaglass - m.a. af Sauðárkróki - manni á hestbaki - dómkirkjunni í Köln - landslag o.fl. Skissan er líklega gerð í tengslum við Kvæðasafn Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-989

Skissa af kápu bókarinnar Grafar-Jón eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs. Á myndinni má sjá hestalest ferðast yfir landslag og á henni stendur:„Grafar-Jón og Skúli fógeti : Saga frá átjándu öld. Björn Jónsson fv. læknir“. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1004

Skissa af tveimur manneskjum á hestbaki á mikilli ferð. Á myndinni stendur: „Ljósmóðir“. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 30. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1005

Gróf skissa af tveimur mönnum í glímu með konu í bakgrunni. Samskonar teikning var hluti af mynd sem var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 107. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1008

Á blaðinu eru þrennar skissur en samskonar teikningar voru birtar í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs. Sú neðsta er manni sem stendur á hesti með bók í hendi og umhverfis hann eru einhverskonar púkar (bls. 137). Fyrir miðju eru maður og kona föst í einhverskonar mýri eða vatni og hestur dregur þau upp (bls. 44) en sú mynd snýr öfugt við fyrrnefndu mynd. Sú efsta er af manni sem situr á stein og ræðir við djöful (bls. 152) en sú mynd snýr á hlið við hinar myndirnar. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1009

Gróf skissa af mönnum sitjandi inn í helli. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 167. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1014

Fólk ferðast yfir landslag á hestum - í bakgrunni má sjá gufustróka. Mynd í svipuðum stíl var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 182. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1015

Kona situr á hesti og myndinni stendur: „Söðulseta“. Mynd af samskonar konu á hesti var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 182. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1024

Teikning af mönnum sitjandi inn í helli. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Í helli Eyvindar og Höllu. Kafli No 12. Mynd No 21“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 167. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1025

Teikning af hestalest á ferð yfir landslag. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Við Ströngukvísl. Hofsjökull. Sett yfir þvera bók. ofan lesmáls. Mynd 25. Þar sem helst er eyða milli mynda. Ath. Kápa“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 184-185. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1026

Teikning af manni með tvo hesta fara yfir landslag. Á myndinni stendur: „Í Gönguskörðum“. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Kafli No 1. Barnsránið. NV. 1“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 10. Á myndinni stendur að hún sé frá 1996.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1028

Teikning af manni sitja með konu í fanginu. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Jón og Snjólaug. Fagranesi. Kafli No 2. Forsaga. Nv. 2“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 18. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1029

Teikning af tveimur manneskjum á hestbaki á mikilli ferð. Á myndinni stendur: „Sótt ljósmóðir að Skálahnjúk“. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Kafli No 3. „Bjargrúnir“ Mynd 4“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 30. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1030

Teikning af manni og konu sem eru föst í dýi og hestur dregur þau upp. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Björgun úr dýi. Kafli No 3. „Bjargrúnir“. Mynd No 5“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 44. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1033

Teikning af hópi fólks ásamt hestum fyrir utan torfbæ og kirkju. Á hlaðinu liggur lífvana manneskja og tveir menn bera aðra. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Á Víðimýri. Hungur. Mynd No 11. + 2 ótölusettar myndir. Frá „Heima er best“ Kafli 8. Hungur“. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 94-95. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1037

Teikning af manni bera þungan grjóthnullung að manni sem stendur með krosslagðar hendur. Á myndinni stendur: „Á Húsafelli“. Á blaðinu sem myndin var límd á stóð: „Kafli. 9 „Prestur og læknir á Húsafelli“ Mynd No 15 “. Myndin var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 122. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1053

Teikning af mönnum huga að neti við á - þar má einnig sjá tvo hesta. Myndin var mögulega teiknuð fyrir bókina um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - en það er þó óljóst þar sem hún var ekki birt í henni. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1055

Skissa af mönnum huga að neti við á - þar má einnig sjá barn og hesta. Myndin var mögulega teiknuð fyrir bókina um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - en það er þó óljóst þar sem hún var ekki birt í henni. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1057

Skissa af manni klæddan í skyrtu - vesti og með húfu. Á myndinni stendur: „Betri föt“. Myndin er mögulega æfingaskissa fyrir bókina um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - en það er þó óljóst þar sem hún var ekki birt í henni. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1060

Gróf skissa af krökkum á leika sér í snjó. Mynd í samskonar stíl á bls. 122 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1061

Teikning af dreng sem stendur fyrir framan bát í naust. Samskonar mynd er á bls. 53 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1062

Tvennar teikningar sem eru eins og myndir sem birtar voru í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Efri myndin er af dreng sem spennir boga og er samskonar og sú sem var birt á bls. 111. Neðri myndin er af dreng sem róir bát ásamt fullorðnum manni sem veiðir fisk - sú mynd er eins og sú sem var birt á bls. 169. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1075

Tvær teikningar af plöntum - hvor tveggja eru einnig með smáfuglum. Teikningarnar eru líklega gerðar fyrir bókina Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1079

Útskýringarteikning á ljóstillífun þar sem notast er við tré og sól. Teikningarnar eru líklega gerðar fyrir bókina Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1082

Útskýringarteikning á hvernig á að gróðursetja tré með haka - sýnd í fjórum hlutum. Teikningarnar eru líklega gerðar fyrir bókina Æskan og skógurinn : leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga eftir Jón Jósep Jóhannesson var gefin út árið 1964 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1101

Skissa af her manna sem stendur umhverfis reyk og í forgrunni situr álútur maður með sverð og skjöld en í bakgrunni má sjá út Skagafjörðinn - á Drangey. Skissan svipar mikið til málverks eftir Jóh.Geir sem er hluti af Sturlungaseríu hans. Þar brýnir Gissur menn sína og Kolbeins til átakanna við Reykjalaug - fyrir Örlygsstaðabardaga. Sú mynd er frá árinu 1983 og er þessi skissa því líklega frá sama tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-SO-63

Landslagsmynd af fjalli og í forgrunni er á. Myndin er frá árinu 1951.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-SO-140

Landslagsmynd krítuð á grænan pappír. Í forgrunni rennur á í litlu gili en í bakgrunni eru fjöll. Staðsetning ókunn. Myndin er frá 1986.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-T-11

Blýanststeikning af hesti. Myndin er frá 1940.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1194

Skissa af krökkum skíða niður nafirnar á Sauðárkróki - í forgrunni má sjá húsið Villa Nova. Samskonar mynd er á bls. 133 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1196

Skissa af kassabíl. Myndin er líklega skissuð fyrir bókina Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1197

Skissa af dreng í bakarí og ræðir við bakarann sem er handan við afgreiðsluborðið. Myndin er líklega skissuð fyrir bókina Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1198

Skissa af fólki í bakarí beggja megin við afgreiðsluborðið. Myndin er líklega skissuð fyrir bókina Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1200

Skissa af fólki á ferð á hestbaki. Samskonar mynd er á bls. 205 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1205

Skissa af dreng ræða við mann á verkstæði. Samskonar mynd er á bls. 59 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1212

Skissa af dreng ræða við gamlan mann. Á myndinni stendur: „Gef mér aura.“ Samskonar mynd er á bls. 255 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1217

Skissa af bát með tvö möstur og stýrishús. Á blaðinu stendur: „Möstur framar.“ Samskonar bátur er á mynd á bls. 81 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1224

Gróf skissa af hermönnum stíga á bryggju á Sauðárkróki. Á myndinni eru ýmsar athugasemdir. Samskonar myndefni er á bls. 223 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1226

Skissa af hermönnum stíga á bryggju á Sauðárkróki. Samskonar myndefni er á bls. 223 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1227

Skissa af krökkum leika sér í snjó. Samskonar myndefni er á bls. 122 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1230

Skissa af dreng sem stendur á götu Sauðárkróks. Á myndinni stendur: „Glampar í götu.“ Myndin er birt á kápu bókarinnar Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1233

Skissa af dreng ýta á undan sér tunnu. Samskonar myndefni er á bls. 236 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1236

Þrennar skissur eru á blaðinu - ein að framan og tvær að aftan. Framan á er drengur með bakka af bakkelsi og ræðir við konu. Aftan á er ein gróf skissa af manni verka fisk og önnur af manni róa bát. Myndirnar eru skissaðar fyrir bókina Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1241

Teikning af dreng verða fyrir kríuárás. Samskonar myndefni er á bls. 46 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1246

Teikning af dreng framan við bát sem stendur á landi. Á bátnum stendur: „Garðar. SK. 22“. Samskonar mynd er á bls. 53 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1258

Tvennar skissur eru á blaðinu úr bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Myndin til vinstri er af drengjum í pissukeppni á bryggju. Myndin var birt á bls. 25. Myndin til hægri er af dreng verða fyrir kríuárás. Myndin var birt á bls. 46. Á blaðinu stendur: „Frummyndir? Stórfínar!“ Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1259

Nokkrar skissur eru á blaðinu - sumar úr bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Efst í vinstra horni er skissa af drengjum fleyta bát í á. Myndin fyrir miðju blaðinu er af manni sem gengur með staf hjá drengjum sem fleyta báti í á. Í efra hægra horni blaðsins er óskýr teikning sem virðist vera af samskonar myndefni og þær fyrrnefndu. Myndefnið var birt á bls. 174. Í neðra hægra horni er einhverskonar krot sem virðist vera eftir barn. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1260

Tvennar skissur eru á blaðinu úr bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Efri myndin er af drengjum í stríðsleik í húsagarði. Myndin var birt á bls. 103. Neðri myndin er af dreng sem stendur framan við skeggjaðan mann handan við afgreiðsluborð í verslun. Myndin var birt á bls. 77. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1262

Skissa af stjörnumerkjum. Myndin er líklega teiknuð fyrir bókina Stjarnvísi í Eddum - eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1391

Óklárað málverk af manni ásamt tveimur hestum við á - handan við ánna má sjá byggingar - óvíst hvar. Myndin er frá 1979.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1412

Óklárað málverk af útför. Sjónarhornið er hluti af líkfylgd. Sauðárkrókskirkja sést fyrir neðan nafirnar. Myndin var á trönunum þegar Jóh.Geir lést árið 2003 og hefur því líklegast verið síðasta málverkið sem hann vann í.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-T-13

Teikning af svani. Myndin er blýantsteiknuð og svo lituð með trélitum. Myndin er frá 1938.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-ST-3

Myndefnið menn með hesta við kláfferjuna á Jökulsá eystri í Skagafirði (JGJ - 1985 - bls. 77). Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-290

Teikning sem er hluti af Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Atriði úr Örlygsstaðabardaga þar sem Sturla tekur upp stein. Myndin er frá 1984.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-301

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Menn á hestum í Skagafirði og í bakgrunni má sjá Mælifellhnjúk. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-305

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Myndefnið er líklegast Flugumýrarbrenna 1255. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-306

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Skissa af tveimur drengjum sitjandi fyrir framan Sauðárkrókskirkju.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-312

Æfingaskissa fyrir Sturlungamyndaseríu Jóh.Geirs. Skissa af manni á hesti. Á bakhliðinni eru tvær andlitsmyndir sem búið er að krassa yfir. Myndin gæti verið frá 1984 eins og aðrar myndir í sömu myndaseríu.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-329

Skissa af bókakápu Þurrt og blautt að vestan - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs - sem kom út árið 1990. Á myndinni er manneskja sem hjólar inn í skóg og í vinstra horni er mynd af flöskum.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-335

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Mynd af dreng fljóta í trékassa við bryggju. Drengurinn róar með spítu. Fyrir neðan myndina stendur: „No.1“.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-336

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Hestar draga heyvagn. Í bakgrunni má sjá kirkju við bæ - óvíst hvar - mögulega Reynisstað. Enn lengra má sjá Málmey. Fyrir neðan myndina stendur: „No. 16“.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-338

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Maður heldur á bakka - fullan af bakkelsi og talar við konu. Í bakgrunni má sjá mann handan við búðarborð. Fyrir neðan myndina stendur: „No.28.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-341

Teikning sem er hluti af myndaseríu í bókunum Glampar í götu frá 1989 - endurminningar Sauðkræklingsins Björns Jónssonar (eða Bjössa bomm) læknis - bróður Jóh.Geirs. Hópur fólks horfir á leikrit. Fyrir neðan mynd stendur: „No. 31.“

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Niðurstöður 1446 to 1530 of 1546