Skjalasafn Klemenensar Guðmundssonar. Fyrst og fremst uppskrifaðar, handskrifaðar stílabækur frá námstíma Klemensar í Víkurskóla, Skagafirði, veturinn 1909-1910. Einnig þrjár ljósmyndir.
A. Skjöl frá tímabilinu 1880-2012. Hér kennir ýmsa grasa, bæði gögn frá starfi hans sem framkvæmdastjóri prjónastofunnar Vöku, frá þátttöku hans í bæjarpólitík á Sauðárkróki, kveðskapur og tónlist. Þá sankaði hann að sér ýmsum fróðleik um ýmsa söguþætti, svo sem um Miklabæjar-Skottu og loðdýrarækt á Íslandi. B. Ljósmyndir frá tímabilinu 1850-2012. Elstu myndirnar koma líklega frá ættingjum Erlendar en ekki er unnt að greina hvað kemur frá t.d. foreldrum hans og hvað kemur frá Erlendi. Fyrir vikið var allt ljósmyndasafnið fært í hans skjalasafn.
Fundargerðir Skagfirðingafélagsins í Reykjavík frá upphafi, 6. desember 1936, til ársins 1960. Markmið félagsins í upphafi var að vinna að því að setja á stofn mennta- og menningarsetur við Reykjarhól í Seyluhreppi (Varmahlíð). Starfssemi félagsins verður fjölbreyttari þegar á líður. Nafn félagsins var fyrst "Varmahlíð" en var strax á 3ja fundi breytt í Skagfirðingafélagið í Reykjavík.
Fremsta röð talið frá vinstri: Lárus Blöndal, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Hallgrímsson. Miðröð, talið frá vinstri: Haraldur Júlíusson, Guðmundur Björnsson, Hermann Jónsson. Aftasta röð: Gunnar Sigurðsson, Árni Magnússon, Gísli Guðmundsson.
Gjafabréf Eyþórs Stefánssonar til Tónlistarskóla Sauðárkróks. Eyþór gefur 1.000.000 króna til sjóðsstofnunar sem átti að "þjóna því markmiði að styrkja þá nemendur skólans, er hyggja á framhaldsnám í hljóðfæraleik eða söng, eftir að hafa lokið tilskyldum prófum við skólann."
Úrklippubókin er samanteknar upplýsingar um Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Ýmis efni á hljóðböndunum, m.a. upptökur af útvarpsefni ruv og æfing hjá kirkjukór.
Sveitarblað sem hefur gengið á milli bæja í Blönduhlíð. Erfitt að átta sig á hver hefur forgöngu um stofnun blaðsins en svo virðist sem það hafi verið til áður og sé endurrisið kringum 1919. Fyrri skráning (handritasafn HSk) segir: Stígandi, sveitar- eða lestrarfélagsblað í Út-Blönduhlíð, að því er virðist. Ritað 1919 til 1925.
Bréf og ýmis önnur gögn Sigurbjargar Gunnarsdóttur og bróður hennar, Magnúsar Gunnarssonar. Einnig gögn Magnúsar Árnasonar en hann var ráðsmaður í Utanverðunesi.
Jólakort úr fórum Magnúsar Árnasonar. Magnús var vinnumaður, og síðar ráðsmaður í Utanverðunesi, frændi Magnúsar Gunnarssonar og Sigurbjargar Gunnarsdóttur.
Ólafur Björnsson, hrd hjá Lögmenn Suðurlandi ehf, vann að þjóðlendumálum fyrir hönd Skagfirðinga. Þetta eru málsgöng varðandi þrjú svæði: Una- og Deildartunguafrétt, Eyvindastaðaheiði og Hof í Vesturdal. Sumt var rekið fyrir hönd sveitarfélags, annað fyrir einkaaðila.
1 handskrifuð fundagerðabók og 1 handskrifuð reikningabók. Einnig lausir reikningar. Með er fundargerð 27. aðalfundar Sambands skagfirskra kvenna 1969.
Sveitarblaðið Fjallfari, sveitarblað í Sauðárhreppi (Skörðum og Reykjaströnd) 1901-1907. Að mestu leyti með hendi Jóns Þ. Björnssonar, síðar skólastjóra á Sauðárkróki.
Aðallega gögn Samvinnufélags Fljótamanna, þ.á m. vörubækur (1922-1927), vörulisti frá 1926, skrá yfir félagsmenn 1927, gögn tengd sláturhúsinu 1974-1975 og bryggjunni/höfninni í Haganesvík 1962-1965.
Um er að ræða reglugerð, eða drög að reglugerð fyrir Málfundarfélagið í Haganesvík. Fyrsta grein hljóðar svo "Fjélagið heitir "Málfundafjelag Unglingaskólans í Haganesvík" en engar aðrar heimildir hafa fundist um þetta félag.
Málfundarfélag unglingaskólans í Haganesvík (1932-1933)
Gögn úr dánarbúi Páls Sigurjónssonar sem var um tíma bóndi á Ingveldarstöðum. Annars vegar reikningar og kvittun varðandi búrekstur sinn á Ingveldarstöðum. Hins vegar kveðskapur ýmis konar.
4 árgangar af blaði sem var gefið út í Akrahreppi, er nefndist: Gaman og alvara. Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum gaf safninu árið 1983. Í fyrri skráningu / handritaskráningu segir um þessi gögn: Gaman og alvara, handskrifað blað. "Gefið út að tilhlutan nokkurra ungra manna" í Akrahreppi. 4 árgangar, 1916-1919. Helstu nafngreindir höfundar: Agnar Baldvinsson, Bjarni Halldórsson, Gísli R. Magnússon, Hannes J. Magnússon, Jón Eiríksson, Jón E. Jónasson, Stefán Eiríksson, Stefán Vagnsson.
Ýmis gögn úr fórum Stefáns Jónssonar frá Höskuldsstöðum, svo sem sagnaþætti eftir hann, uppskriftir upp úr handritum, handrit Stefáns að bókum og greinum, sveitablaðið Hjarandi og bréf.
7 albúm, nokkur umslög, leikfélagsmyndir frá Kára Jónssyni, Bréf frá Stefáni Jónssyni arkitekt, uppdráttur af húsaskipan bændaskólans á Hólum. 80 ljósmyndir og 104 filmur úr dánarbúi bakarahjónanna Guðjóns og Ólínu.