Showing 16 results

Archival descriptions
Series Búnaðarfélög
Print preview Hierarchy View:

Jarðbótaskýrslur

Forprentaðar skýrslur, bók og hefti með upplýsingum um jarðarbætur í Seyluhreppi, gögnin eru handskrifuð og í ágætu ástandi, bindingin í vinnubókinni við saurblaðið aftast er laus. Heftin sem bundu skýrslurnar voru ryðguð, þau voru fjarlægð þar sem þau voru farin að skemma pappírinn. Gögnin eru heilleg og vel læsileg en pappírinn er blettóttur, elstu gögnin frá 1884 eru orðin rifin og viðkvæm.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

Fundagerðabækur

Tvær innbundnar og handskrifaðar fundagerðarbækur. Eldri bókin frá 1886 er með leðurbindingu sem er orðin mjög léleg og bæði þurr og götött, auk þess sem bindingin er sömuleiðis orðin léleg og blöðin eru byrjuð að losna úr henni.
Í bókina voru handskrifaðar fundagerðir, félagatal, lög og reikningar félagsins, einnig eignaskrá og yfirlit yfir greiddan styrk til bænda í Skarðshreppi. Á saurblaði bókarinnar er handskrifað með stórum stöfum "Búkolla" líklega hefur bókin verið kölluð það.
Yngri bókin frá árinu 1934, hún er vel læsileg og hefur varðveist ágætlega á kjölnum er límborði. Blaðsíðurnar eru línustrikaðar og í henni eru handskrifaðar fundagerðir, félgatal, lög og reikningar félagsins, einnig yfirlit yfir greidda styrki til bænda í hreppnum.

Búnaðarfélag Skarðshrepps

Fundagerðabækur

Bækurnar eru allar vel læsilegar hafa allar verið varðveittar ágætlega, í tveimur bókunum eru skráðar fundagerðir, reikningar, skýrslur og bréf félagsins frá stofnun þess 1888-1930. Í fundagerðabók fyrir tímabilið 1959-1984 eru laus blöð með fundagerðum þar sem blöðin í bókinni nægðu ekki til. Einnig er í bókinni (líklega) uppkast á tveimur formlegum bréfum, annað til sveitastjórnar Skagafjarðar og hitt til sauðfjársjúkdómanefndar, bæði dags. 1.5.1981 um að sveitastjórnin og sauðfjársjúkdómanefndin beiti sér að fullri hörku með aðgerðir gegn riðuveiki í sauðfé og að nefnd innan hreppsins verði stofnuð.

Fundagerðabækur

Tvær innbundnar og handskrifaðar gjörðabækur vel læsilegar. Báðar bækurnar hafa varðveist ágætlega og eru með límborða á kili.

Búnaðarfélag Viðvíkurhrepps

Ársreikningar og bókhaldsgögn

1 handskrifuð og læsileg bók með ársreikningum búnaðarfélagsins, tímabilið 1959-1982. Bundin í þykkum pappa, bókin er í góðu ástandi. Kjölurinn er límdur. Pappírsgögn eru handskrifuð, að mestu í góðu ástandi og hafa varðveist ágætlega en nokkuð er um að skjölin séu rifin.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

Erindi og bréf

Bréfasafn félagssins sem barst á umræddum tímabili, gögnin eru í misjöfnu ástandi, sum léleg og er reynt að slétta úr blöðum á meðan önnur eru í betra ástandi. Hreinsað hefur verið úr gögnum bréfaklemmur og hefti og nokkuð er um ryð eftir það.

Búnaðarfélag Akrahrepps

Erindi og bréf

Pappírsgögn, formleg og óformleg erindi, vélrituð, prentuð og handskrifuð. Vel læsileg og heilleg gögn sem hafa varðveist ágætlega. Hefti hreinsuð úr og bréfaklemmur fjarlægðar.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

Jarðbótabók (Mælingabók)

Innbundin bók. Blöðin eru forprentuð til skýrsluhalds fyrir jarðbætur á bújörðum. Á blöðum eru handskrifaðar upplýsingar um heiti bújarða og framkvæmdir sem gerðar voru á þeim, þ.e. túnsléttur, túngræðsla, sáning og girðingavinna. Einnig vinnsla við vatnsveituskurði, stíflu- og flóðgarða og fl.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

Fundagerðabók

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók með lögum og fyrstu bókhaldsreikningum búnaðarfélagsins. Bókin er í góðu ásigkomulagi með límborða á kili. Þetta er eina fundagerðabókin sem var í safninu.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Fundagerðabók og pappírsgögn

Í safninu var ein innbundin og handskrifuð fundagerðabók en talsvert af öðrum pappírsgögnum bæði vélrituðum og handskrifuðum. Búið var að grófflokka safnið, farið var í að flokka skjölin betur eftir ártali - eins og hægt var og aðgreina það. Nokkur umslög með litlum miðum með orðsendingum sem aðallega voru um ósk um inntöku í félagið eða úrsagnir úr því voru í safninu, ákveðið var að halda eftir þremur umslögum með frímerkjum til varðveislu. Einnig er í safninu nokkrir miðar með handrituðum athugasemdum, fundargerðum sem eru án dagssetingar eða án ártals.
Jarðbótaskýrslum var safnað saman og þeim raðað eftir ártali. Forprentaðar auglýsingar, félagatal, bókhaldsgögn og kvittanir, kaup- og leigusamningur vegna jarðvinnslutækja félagsins, einnig eru í safninu fomleg erindi frá Stéttarsambandi Bænda, Áburðarsölu Ríkisins, Sambandi Ísl. Samvinnufélaga, Búnaðarsambandi Skagfirðinga og fleirum voru einnig flokkað eftir ártali eins og hægt var.
Í einni örk eru lög félagsins - bæði handskrifuð og vélrituð, bæði í A4 og A3 stærð og eru þetta líklega breytingartillögur þar sem athugasemdir eru handskrifaðar á tveimur skjalana.
Gögnin hefur varðveist misjafnlega vel en eru þó læsilegt, Jarðabótaskýrslurnar voru sumar talsvert rifnar og eru því viðkæmar allri meðhöndlun, sérstakegla sú sem er frá árinu 1931. Allar bréfaklemmur sem voru í safninu voru orðnar mjög ryðgaðar, þær voru allar fjarlægðgar en það má sjá för eftir þær á flestum skjölunum, hefti voru sömuleiðis fjarlægð.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Bókhaldsgögn

Handskrifuð bókhaldsgögn, bæði innbundin og óbundin. Bækurnar og pappírsgögnin hafa varðveist ágætlega.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Jarðbótaskýrslur

Handskrifaðar skýrslur sem halda utan um túnrækt í Hofshreppi. Skýrslurnar eru vel varðveittar og læsilegar.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Bréf og erindi

Í þessu safni er mikið af handskrifuðum og vélrituðum, formlegum og óformlegum bréfum, erindum, skýrslum og fundagerðum. Skjölin eru vel varðveitt og sum hafa rifnað. Gögn eru röðuð í ártalsröð til einföldunar, þau voru hreinsuð af bréfaklemmum og heftum.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Dráttarvélagögn

Gögnin innihalda þá starfsemi er var í kringum dráttavél félagsins, traktors vinnustundir, viðgerðir og reikningar. Listi yfir kaupendur Freyr, erindi og bréf o.fr. Gögnin eru í misgóðu ástandi bæði ryðblettir og blöð trosnuð og annað heillegt en gögnin eru vel læsileg.

Búnaðarfélag Akrahrepps

Fundagerðabók

Bókin er í góðu ásigkomulagi með límborða á kili og skrifað í hálfa bókina fundargerðir félagsins. Ekki er getið uppruna félagins né framtíð.

Búnaðarfélag Fellshrepps