Item 12 - Póstkort til Stefaníu Arnórsdóttur frá Guðrúnu Sigurðardóttur

Identity area

Reference code

IS HSk N00276-B-B-B-12

Title

Póstkort til Stefaníu Arnórsdóttur frá Guðrúnu Sigurðardóttur

Date(s)

  • 18.05.1948 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjöl.

Context area

Name of creator

(15.04.1889-14.07.1948)

Biographical history

Stefanía Arnórsdóttir, f. 15.04.1889 á Felli í Kollafirði í Strandasýslu, d. 14.07.1948 í Danmörku. Foreldrar: Arnór Árnason prestur í Hvammi í Laxárdal ytri og fyrri kona hans, Stefanía Sigríður Stefánsdóttir. Stefanía ólst upp hjá föður sínum og seinni konu hans, Ragnheiði Eggertsdóttur, en móður sína hafði hún misst er hún var fjögurra ára gömul. Sem ung stúlka var hún um skeið í Reykjavík og vann þar m.a. við afgreiðslustörf í verslun. Í Skagafirði starfaði Stefanía mikið í félagsmálum, lét félags- og menningarmál kvenna til sín taka. Hún gerðist félagi í Hinu skagfirska kvenfélagi og var virkur félagi til dauðadags. Hún var forstöðukona félagsins frá 1935-1942. Þegar kvenfélögin í sýslunni stofnuðu Samband skagfirskra kvenna, var hún kosin í stjórn sambandsins og átti þar sæti og var gjaldkeri til dauðadags. Á árunum 1945 og 1946 starfaði hún í nefnd ásamt annarri konu í sambandinu og þremur fulltrúum sýslunefndarinnar, sem gera skyldu tillögur um skólasetur fyrir væntanlegan húsmæðraskóla Skagafjarðarsýslu og fleira viðkomandi þeirri skólastofnun. Veturinn 1946 sat Stefanía kvennafund í Kaupmannahöfn ásamt frú Sigríði Magnússon, formanni Kvenfélagasambands Íslands. Stefanía veiktist skyndilega sumarið 1947 og leitaði sér lækninga bæði til Reykjavíkur og Norðurlanda, en án árangurs.
Maki: Sigurður Sigurðsson frá Vigur, sem m.a. var sýslumaður Skagfirðinga. Þau eignuðust níu börn.

Name of creator

(25.07.1925-28.06.2012)

Biographical history

,,Guðrún Sigurðardóttir Urup, f. 25.07.1925 á Sauðárkróki, d. 28.06.2012 í Holte í Danmörku. Foreldrar hennar voru Stefanía Arnórsdóttir og Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki. Hinn 25.7. 1947 giftist Guðrún Jens Urup listmálara, f. 25.9. 1920, d. 21.11. 2010. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki. Hún gekk í Myndlista- og handíðaskólann frá 1941-43 og kenndi í framhaldi af því teikningu í Reykjavík. Hún hóf nám á Kunstakademiet í Kaupmannahöfn 1945 og útskrifaðist 1950. Þar kynntist hún eiginmanni sínum og eignuðust þau 4 börn. Eftir að börnin fæddust sinnti Guðrún barnauppeldi og húsfreyjustörfum og studdi mann sinn á listabrautinni. Á síðari hluta ævinnar tók hún aftur til við listsköpun. Þau hjón unnu ýmis verk sem eru á Íslandi og unnu saman að gerð glermósaikglugga í Sauðárkrókskirkju 1974 og 1985. Guðrún hélt einkasýningu í Reykjavík í Galleríi Gangskör 1987 og hélt margar sýningar í gegnum tíðina í Kaupmannahöfn, m.a. í Jónshúsi. Síðasta stóra sýningin var í Birkerød Kunstforening í desember 2011, þar sem henni var boðið að sýna í minningarsýningu um Jens Urup í tengslum við fráfall hans."

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Póstkort með ljósmynd frá Argra.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Note

Undirskrift sendanda vantar og því ekki ljóst hver hann er.

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

KSE

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 03.06.2020 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related genres

Related places