Item 1 - Bréf til sýslunefndar

Identity area

Reference code

IS HSk N00313-B-D-N-1

Title

Bréf til sýslunefndar

Date(s)

  • 27.02.1911 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjöl.

Context area

Name of creator

(08.10.1874-1988)

Biographical history

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Name of creator

(15.06.1863-03.04.1954)

Biographical history

Kristján ólst upp á Eyvindarstöðum í Blöndudal og bjó þar til 25 ára aldurs. Eyvindarstaðasystkinin voru alls 23, og komust 11 til fullorðinsaldurs. Frá Eyvindarstöðum fluttist Kristján með föður sínum að Sjávarborg í Skagafirði árið 1888. Þar dvaldist hann í tvö ár, en fór þaðan til Sauðárkróks 1890 og keypti sér borgarabréf. Hann náði verslunarsambandi við útlönd og hófst nú verslun hans, þótt í smáum stíl væri, í húsi Bjarna Jónassonar, svokölluðu "Græna húsi". Kaupsýsluhæfileikar Kristjáns komu fljótt í ljós, enda byggði hann nú stórt og miðlungs íveru- og verslunarhús á Sauðárkróki ásamt vörugeymslu og síðar mjög myndarlegu sláturhúsi. Verslun hans jókst jafnt og þétt, svo að á fyrri stríðsárunum 1914-1918 var hann orðinn með stærstu kaupmönnum á Sauðárkróki. Útibú rak hann frá aðalverslun sinni, er hann nefndi Bræðrabúð og mun þar aðallega hafa verið um staðgreiðsluverslun að ræða. Fyrir þessari búð stóð í mörg ár dóttir hans, Þórunn. Samhliða verslunarrekstrinum fór Kristján að yrkja jörðina. Hann mun manna fyrstur hafa byrjað ræktun á svokölluðum "móum" fyrir ofan kauptúnið. Síðar keypti hann Áshildarholt og hófst handa við stórfellda ræktun þar, byggði myndarlegt steinhús og pengingshús og girti af alla jörðina. Þegar Eimskipafélag Íslands var stofnað gerðist Kristján afgreiðslumaður þess á Sauðárkróki og var það til ársins 1942. Árið 1952 seldi Kristján eigur sínar á Sauðárkróki og fluttist alfarinn til R.víkur ásamt dóttur sinni Sigríði, er veitt hafði heimili hans forstöðu síðustu ár hans á Sauðárkróki. Hann hafði mikið yndi af söng og hljóðfæraslætti og var fyrsti organisti í Sauðárkrókskirkju um 1892, er hún var reist. Kristján kvæntist Björgu Eiríksdóttur frá Blöndudalshólum, þau eignuðust fimm börn.

Name of creator

(08.10.1859-10.09.1936)

Biographical history

Fæddur og uppalinn í Valadal á Skörðum. Foreldrar hans voru Pétur Pálmason og Jórunn Hannesdóttir. Hann reisti bú á Skíðastöðum á Neðribyggð 1888 og bjó þar til 1893 með Ingibjörgu systur sinni. Keypti þá Sjávarborg og bjó þar stóru búi 1893-1906 en flutti þá til Sauðárkróks. Hann var einn af stofnendum Pöntunarfélags Skagfirðinga og formaður þess og pöntunarstjóri frá 1889-1910 þegar hann fór frá félaginu. Síðar tók félagið upp nafnið Kaupfélag Skagfirðinga. Nokkru síðar setti hann á stofn eigin verslun á Sauðárkróki og rak hana til æviloka. Pálmi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum bæði í Lýtingsstaðahreppi og Sauðárkrókshreppi hinum forna. Pálmi kvæntist Helgu Guðjónsdóttur frá Saurbæ í Eyjafirði. Þau voru barnlaus en ólu upp frænda Pálma.

Name of creator

(28.11.1888-01.02.1973)

Biographical history

Jón Pálmason, f. á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 28.11.1888, d. 01.02.1973. Foreldrar: Pálmi Jónsson bóndi á Ytri-Löngumýri og kona hans Ingibjörg Eggertsdóttir.
Maki: Jónína Valgerður Ólafsdóttir (1886-1980). Þau eignuðust fjögur börn.
Jón tók búfræðipróf frá Hólum 1909. Hann var bóndi á Ytri-Löngumýri 1913-1915 og 1917-1923, á Mörk í Laxárdal 1915-1917, á Akri við Húnavatn 923-1963. Var alþingismaður Austur-Húnvetninga 1933-1959 og gengdi m.a. embætti landbúnaðarráðherra. Gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa, var m.a. oddviti Svinavatnshrepps, sýslunefndarmaður Torfalækjarhrepps o.fl. Ævisaga hans var gefin út árið 1978.

Name of creator

(22.10.1866-25.01.1920)

Biographical history

Fæddur á Akureyri en flutti ársgamall með foreldrum sínum til Danmerkur og ólst þar upp uns þau fluttust til Sauðárkróks árið 1885. Faðir hans rak verslun á Sauðárkróki og starfaði Christian við verslunina fyrst um sinn en tók svo alveg við rekstri hennar árið 1893. Aðal verslunin var á Sauðárkróki en útibú á Hofsósi og í Kolkuósi. Verslun Popp var önnur stærsta verslunin í Skagafirði á þessum tíma. ,,Popp var að mörgu leyti stórhuga í verslun sinni og fitjaði upp á ýmsum nýjungum í atvinnuháttum. Hann lét t.d. verka hafsíld, gerði tilraun með álakistu í kílnum milli Áshildarholtsvatns og Miklavatns, og hann stofnaði ásamt fleirum hlutafélög, sem kallað var Reykjarhólsgarðurinn. Var girt af allmikið land á Reykjarhóli í Seyluhreppi og hafin þar kartöflurækt við jarðhita. Var þetta allt brautryðjendastarf hvert á sínu sviði, og stóð hið síðastnefnda í nokkur ár. Útgerð hafði Popp þó nokkra. Hafði hann einnig fiskmótttöku í Drangey, Selvík og víðar, og fisktökuskipin Skagfirðingur, Stormfuglinn og Fálkinn, sem hann átti hvert á eftir öðru, stunduðu fiskveiðar jafnframt. Árið 1902 brann íbúðarhús hans. Tengdafaðir hans teiknaði þá fyrir hann nýtt hús, sem kom svo tilhöggvið frá Danmörku og var sett hér upp árið 1903. Nýja húsið, Villa Nova, sem þá þótti glæsilegasta íbúðarhús á Norðurlandi, var bæði dýrt í byggingu og sérstaklega dýrt í rekstri. Fór því að halla mjög undan fæti efnalega fyrir Popp eftir þetta. Hann varð að losa sig við útibúin og loks að selja alla verslunina 1912. Sama ár flutti hann til Danmerkur með fjölskylduna." Kona Popps var Paula Anna Lovise, þau eignuðust þrjú börn, fyrir hafði Popp eignast son sem lést eins árs gamall.

Name of creator

(24. febrúar 1856 - 10. júní 1922)

Biographical history

Verslunarmaður á Siglufirði, bókhaldari á Sauðárkróki, verslunarstjóri í Grafarósi á Höfðaströnd og síðast á Hofsósi. Erlendur hlaut litla menntun í æsku, segir í Skagf.1890-1910 I, en „var bókhneigður og með lestri og sjálfsnámi aflaði hann sér smám saman haldgóðrar menntunar.“ Erlendur var m.a. verslunarstjóri Gránufélagsins á Sauðárkróki, og „var talinn vandaður og hreinskiptinn verzlunarmaður.“ Verzlunarþjónn á Siglufirði, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1880.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Bréfið er ritað á pappírsörk í folio broti, alls tvær skrifaðar síður. Það varðar vöruvöndum og mat á ullarvörum og er undirritað af nokkrum kaupmönnum.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

KSE

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 13.10.20230 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area