Jóhannes Gísli Sölvason (1931-2007)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Jóhannes Gísli Sölvason (1931-2007)

Hliðstæð nafnaform

  • Jóhannes Gísli Sölvason

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. sept. 1931 - 19. feb. 2007

Saga

Jóhannes fæddist á Undhóli í Óslandshlíð í Hofshreppi í Skagafirði í september 1931. Foreldrar hans voru Sölvi Meyvant Sigurðsson og Halldóra Guðnadóttir á Undhóli, seinna í Reykjavík. Jóhannes ólst upp að Undhóli og að loknu barnaskólanámi fór hann til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri vorið 1953. Þaðan lá leið hans til Reykjavíkur í Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist 1957. Jóhannesar starfaði í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins í Reykjavík, var forstöðumaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, fulltrúi í bókhaldsdeild Loftleiða hf. í Reykjavík og forstöðumaður fjármálasviðs International Air Bahama í New York 1970-1980. Eftir það var hann deildarstjóri fjármála- og bókhaldsdeildar Flugleiða hf. í New York og síðar í Columbia, Maryland. Áhugamál Jóhannesar voru margvísleg og sat hann m.a. í stjórn og varastjórn Frjálsíþróttasambands Íslands 1958–1961, var formaður 1960–1961. Jóhannes kvæntist fyrri konu sinni Kristjönu Jakobsdóttur Richter (1936), tónlistarkennara 1954 og eignuðust þau fjögur börn saman. Seinni kona Jóhannesar var Marilyn Hollander (1929-2006).

Staðir

Óslandshlíð, Hofshreppur, Skagafjörður, Reykjavík, New York.

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

S02960

Kennimark stofnunar

IS-Hsk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Skráningardagsetning

Frumskráning í Atóm 24.03.2020. R.H.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects