Jón Andrés Sveinn Valberg (1919-2002)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Andrés Sveinn Valberg (1919-2002)

Parallel form(s) of name

  • Andrés H. Valberg
  • Andrés Valberg
  • Andrés Hallgrímsson Valberg

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

15.10.1919-01.11.2002

History

Andrés H. Valberg, framkvæmdastjóri, síðast búsettur að Langagerði 16, Reykjavík. Hann fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. október 1919 og kenndi sig við þann bæ. Faðir: Hallgrímur A. Valberg (1882-1962), bóndi á Reykjavöllum, Mælifellsá og Kárárdal. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Móðir: Indíana Sveinsdóttir (1891-1968), húsfreyja.

Andrés bjó fyrstu þrjú árin á Syðri-Mælifelssá en þá flutti hann með fjölskyldu sinni að Kárárdal í Gönguskörðum. Þar bjó fjölskyldan til ársins 1931 er hún flutti á Sauðárkrók. „Andrés gekk í barna- og unglingaskóla á Sauðárkróki. Þá var hann virkur í skátafélaginu Andvara og stundaði ýmsar íþróttir. Andrés var m.a. verkamaður, loðdýrabóndi og sjómaður á Sauðárkróki. Þá tók hann meirapróf bifreiðarstjóra. Hann flutti til Reykjavikur 1946 þar sem hann var leigubílstjóri um skeið. Lengst af vann hann þó við járn- og trésmíðar á eigin verkstæði og starfrækti hann eigin heildsölu um árabil. Andrés var einn kunnasti hagyrð ingur þjóðarinnar og með hraðkvæðustu mönnum. Hann var félagi og heiðursfélagi í kvæðafélaginu Iðunni og gaf út nokkrar ljóðabækur og átti auk þess handrit í feiri verk. Andrés var mikill safnari. Mest að vöxtum voru forngripa- og fornbókasafn hans og náttúrugripasafn. Valbergssafnið, fornminjadeild gaf hann til Byggðasafnsins á Sauðárkróki, hluta náttúrugripasafnsins gaf hann að Varmahlíð en meginhluta náttúrugripasafnsins gaf hann að Byggðasafninu að Skógum, ásamt fágætum biblíum og öðrum fornbókum. Þess má til gamans geta að á safninu á Sauðárkróki er valnastakkur Andrésar sem hann föndraði við að setja saman úr sauðavölum eftir að hafa hlustað á Hellismannasögu sem barn. Hin síðari ár vann Andrés langan vinnudag og sat við skriftir á kvöldin auk þess sem hann dundaði við náttúrugripi sína.“ Árið 1951 kvæntist Andrés Jóhönnu Þuríði Jónsdóttur (1925-) frá Fagurhólsmýri. Saman eignuðust þau þrjú börn en áður átti Andrés einn son.[1]

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S02058

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

13.12.2016 frumskráning í atom.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

[1] Dagblaðið Vísir - DV, 260. tölublað (12.11.2002), Blaðsíða 20. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3038573 . Sótt 13.12.2016.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places