Jón Jónsson Espólín (1769-1836)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Jónsson Espólín (1769-1836)

Parallel form(s) of name

  • Jón Espólín

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

  1. okt. 1769 - 1. ágúst 1836

History

Jón Espólín var fæddur á Espihóli í Eyjafirði og kenndi sig við bæinn. Faðir: Jón Jakobsson sýslumaður. Móðir: Sigríður Stefánsdóttir. ,,Jón lærði í heimaskóla hjá Jóni presti Jónssyni í Núpufelli og fór síðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Hann var skipaður sýslumaður í Snæfellsnessýslu frá 19. september 1792. Hann tók við sýslunni seint í nóvember sama ár. Árið 1797 hafði hann sýsluskipti við Finn Jónsson sýslumann í Borgarfjarðarsýslu og var þar í fimm ár en þá skipti hann um sýslu við Jónas Scheving og fékk Skagafjarðarsýslu, þar sem hann var sýslumaður til dauðadags. Hann bjó fyrst á Flugumýri í Blönduhlíð 1803–1806, síðan í Viðvík í Viðvíkursveit til 1822 og síðast á Frostastöðum í Blönduhlíð. Kona Jóns var Rannveig Jónsdóttir (6. janúar 1773 - 8. ágúst 1846). Jón hafði mikinn áhuga á sagnfræði og ættfræði og skrifaði mikið um þau efni. Annállinn Íslands Árbækur í söguformi, sem venjulega gengur undir nafninu Árbækur Espólíns, kom út í 12 bindum á árunum 1821–1855. Árbækurnar eru yfirlit yfir sögu Íslands frá því um 1262 til samtíma höfundarins, og eru beint framhald af Sturlungu. Þær höfðu mikil áhrif, enda um langt skeið eina prentaða yfirlitið um sögu Íslands eftir 1262."

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S01486

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

08.09.2016 frumskráning í atom, sup.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places