Item 3 - Kaupsamningur og afsal

Identity area

Reference code

IS HSk N00111-B-3

Title

Kaupsamningur og afsal

Date(s)

  • 1944 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Vélritað blað 33,3 cm x 21 cm með undirskriftum.

Context area

Name of creator

(1. nóvember 1922 - 24. október 2002)

Biographical history

Hjalti Pálsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 1. nóvember 1922. Foreldrar hans voru hjónin Páll Zópóníasson skólastjóri á Hólum, síðar alþm. og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Hannesdóttir. Þau bjuggu á Hvanneyri, Kletti í Reykholtsdal, Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. ,,Hjalti varð gagnfræðingur í Reykjavík 1938, búfræðingur frá Hólum 1941, stundaði nám í landbúnaðarverkfræði við háskóla í Fargo í Norður-Dakota í Bandaríkjunum árin 1943-1945 og eftir það við háskóla í Ames í Iowa 1945-1947 og lauk þaðan BSc.-prófi. Hjalti hóf störf í véladeild SÍS árið 1948 og varð framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. frá 1949 til 1960. Frá 1952 var hann framkvæmdastjóri véladeidar SÍS og innflutningsdeildar SÍS frá 1967 þar til hann lét af störfum árið 1987 fyrir aldurs sakir. Hjalti sat í framkvæmdastjórn SÍS í nærri fjóra áratugi, var varaformaður stjórnar frá 1977 og um nokkurt skeið stjórnarformaður Dráttarvéla. Hann sat einnig í stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og var þar endurskoðandi. Hjalti stofnaði fyrir hönd SÍS með öðrum innflytjendum sameignarfélagið Desa til innflutnings á skipum frá A-Þýskalandi, m.a. fyrir ríkisstjórnina. Hann sat í stjórn þess fyrirtækis þar til því var slitið 1975. Hann vann að stofnun Kornhlöðunnar til innflutnings á lausu korni til fóðurblöndunar, var fyrsti stjórnarformaður hennar og sat í stjórn hennar um árabil. Þá var hann um langt skeið í stjórn Jötuns, var formaður byggingarnefndar Holtagarða, í samninganefnd um viðskipti milli Þýskalands og Íslands árið 1954, í samninganefnd milli Íslands og A-Þýskalands 1958-1960 og var skipaður í fleiri nefndir á vegum hins opinbera, m.a. Hólanefnd sem gerði tillögur um uppbyggingu Hólastaðar. Eftir að Hjalti lét af störfum hjá SÍS vann hann ýmis verkefni fyrir Landssamband hestamanna og var gerður að heiðursfélaga. Sat hann um árabil í stjórn landssambandsins og var ævifélagi í Hestamannafélaginu Fáki. Hann var einnig heiðursfélagi Samtaka sykursjúkra sem hann tók þátt í að stofna árið 1971."
Hinn 21. febrúar 1951 kvæntist Hjalti Ingigerði Karlsdóttur flugfreyju, þau eignuðust þrjú börn.

Name of creator

(18. ágúst 1876 - 10. ágúst 1960)

Biographical history

Foreldrar: Gísli Þorláksson vinnumaður í Glaumbæ o.v. og s.k.h. María Jónsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni fyrstu tíu árin, en hún var á þessum árum ýmist húskona eða vinnukona á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og Vallhólmi til 1882, en á Hraunum í Fljótum 1882-1885 og Lambanesi í Fljótum 1885-1886. Árið 1886 fór Gísli í fóstur að Réttarholti í Blönduhlíð til Rögnvalds Björnssonar og k.h. Freyju Jónsdóttur. Fermdist hann frá þeim árið 1891 og vann síðan búi þeirra allt til ársins 1902, er hann fór sem vinnumaður að Þverá í Blönduhlíð til Stefáns Sigurðssonar bónda þar. Á Þverá var Gísli vinnumaður þar til hann kvæntist 1912 Helgu Guðmundsdóttur frá Skuggabjörgum, eftir það í húsmennsku á s.st til 1915 og Framnesi í sömu sveit 1915-1918, að þau hófu búskap á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal 1918-1921, á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1921-1924 og í Hjaltastaðahvammi 1924-1950. Eftir það í húsmennsku, fyrst að Minni Ökrum og síðast á Höskuldsstöðum. Árið 1956 fluttu þau til Reykjavíkur. Gísli og Helga eignuðust tvær dætur.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Kaupsamningurog afsal út af jörðnni Hjaltastaðahvammi.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Í skjalageymslu HSk.

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

SFA

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

03.02.2017 frumskráning í AtoM, SFA.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places