Kristján Jónsson (1905-1994)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Kristján Jónsson (1905-1994)

Parallel form(s) of name

  • Kristján Jónsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

  • Kristján á Óslandi

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

27.12.1905-08.09.1994

History

Kristján átti tvö systkini og var hann elstur þeirra. Fimm ára fluttist hann með foreldrum sínum að Hólum í Hjaltadal, en þá gerðist faðir hans smíðakennari við bændaskólann þar. Sigurður Sigurðsson var þá skólastjóri á Hólum en kona hans Þóra Sigurðardóttir var alsystir Jóns. Kristján lauk barnaskólanámi í Hólahreppi. Síðan fór hann í Hólaskóla og tók þar búfræðipróf vorið 1923. Árið 1929 fór hann í Hólaskóla og vann þar á búgarði um veturinn. Þaðan fór hann til Noregs vorið 1930 og tók þriggja mánaða námskeið við landbúnaðarháskólann að Ási. Mun hann hafa haft hug á frekara námi sem ekki varð af og kom hann heim haustið 1930. Árið 1922 fluttu foreldrar Kristjáns að Stóragerð og hófu þar búskap en Jón faðir Krisjtáns vann alla tíð við smíðar utan heimilis. Kristján byrjaði búskap í félagi við foreldra sína en árið 1932 giftist hann og tók við búinu. Í Stóragerði bjó hann til ársins 1946 er þau hjón keyptu jörðina Ósland í sömu sveit. Með þeim flutti þangað Níelsína móðir hans en hún átti heimili hjá honum til æviloka. Kristján missti konu sína árið 1955 og næstu ár var búskapurinn rekinn með aðstoð Margrétar elstu dótturinnar en árið 1959 byrja búskap með honum Þóra dóttir hans og hennar maður Jón Guðmundsson. Kristján átti heimili á Óslandi til æviloka. Kristjáni voru falin ýmis störf í þágu samfélagsins en hann var félagslyndur maður. Ungur var hann í Umf. Geisla sem starfaði í Óslandshlíð og var mörgum gott veganesti að vera í þeim félagsskap. Síðar var hann kosinn til ýmissa starfa í þágu samfélagsins en hann var í hreppsnefnd í 27 ár, þar af oddviti í 4 ár, 1966-1970. Hann var formaður sjúkrasamlags Hofshrepps, í stjórn lestrarfélagsins, sýslunefndarmaður 1967-1972, í stjórn Búnaðarfélags Óslandshlíðar, í stjórn Kaupfélags Austur - Skagfirðinga og í skólanefnd Hofshrepps í mörg ár svo eitthvað sé nefnt.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S01970

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

08.11.2016 frumskráning í atom sfa

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Skag.æviskrár 1910-1950, V, bls.169

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places