Kvenfélag Rípurhrepps (1951-)

Identity area

Type of entity

Organization

Authorized form of name

Kvenfélag Rípurhrepps (1951-)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1951-

History

Félagið var upprunalega stofnað þann 7. júlí árið 1869 og er elsta kvenfélag landsins. Stofnfundur fór fram að Ási í Hegranesi. Sigurlaug Gunnarsdóttir, Ási, var aðalhvatamaður fyrir stofnun félagsins. Henni til stuðnings voru þær Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir og Ingibjörg Eggertsdóttir, báðar búsettar að Ríp. Talið er að 19 konur hafi verið á stofnfundinum.
Stefnuskráin var aukin á aðalfundi árið 1871. Þá var stofnaður sjóður til kaupa á þarflegri vinnuvél. Með frjálsum framlögum safnaðist þónokkuð af peningi og var síðar fest kaup á prjónavél sem notuð var á félagasvæðinu um árabil. Talið er að það sé þriðja prjónavélin sem kom til landsins. Kvenfélag Rípurhrepps beitti sér fyrir stofnun kvennaskóla og hóf hann göngu sína að Ási. Sigurlaug var ein af fyrstu kennurum skólans. Þá hlúði félagið að kirkju- og trúmálum og gaf muni til kirkjuskreytinga, altaristöflu o.fl.
Það dofnaði yfir starfseminni og á árunum 1930-1950 var hún nær engin. Þann 18. mars 1951 var félagið endurvakið á fundi að Hamri. Félagar hins endurreista félags voru 14 og stýrði Ingibjörg Jóhannsdóttir, forstöðukona Húsmæðraskólans að Löngumýri fundinum. Ólöf Guðmundsdóttir var kosin formaður í stjórn, Anna Sigurjónsdóttir ritari og Ragnheiður Konráðsdóttir gjaldkeri. Sama ár (1951) gekk félagið í Samband skagfirskra kvenna.

Places

Ás, Ríp, Hegranes, Hamar, Rípurhreppur

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S00662

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

04.05.2016, frumskráning í atom, gþó.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Heimild: Sigríður Thorlacius: Margar hlýjar hendur, 1930-1980, afmælisrit Kvenfélagasambands Íslands.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places