Magnús Jónsson (1887-1958)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Magnús Jónsson (1887-1958)

Parallel form(s) of name

  • Magnús Jónsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

26.11.1887-10.04.1958

History

,,Magnús Jónsson fæddist að Hvammi í Norðurárdal 26. nóvember 1887, sonur Jóns Ólafs Magnússonar prests og konu hans, Steinunnar Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Hann fluttist barnungur með foreldrum sínum norður til Skagafjarðar og ólst þar upp á Mælifelli og síðar á Ríp. Ungur var hann settur til mennta, lauk stúdentsprófi 1907 og guðfræðiprófi við prestaskólann 1911. Hann þjónaði Tjaldbúðarsöfnuði í Winnipeg síðari hluta árs 1911, var prestur Garða- og Þingvallasafnaða í Norður-Dakota í Bandaríkjunum 1912–1915, en fluttist þá heim til Íslands og var prestur á Ísafirði 1915–1917. Árið 1917 var hann skipaður dósent við guðfræðideild Háskóla Íslands, varð prófessor í guðfræðideild 1928, var atvinnumálaráðherra um átta mánaða skeið á árinu 1942, en gegndi síðan kennslustörfum við guðfræðideildina á ný til ársins 1947, er hann var skipaður formaður fjárhagsráðs, sem þá var sett á stofn. Gegndi hann þeim störfum til ársins 1953, er fjárhagsráð var lagt niður, en lausn frá prófessorsembætti hafði hann fengið á árinu 1952. Síðustu ár ævinnar fékkst hann við ritstörf og sinnti öðrum hugðarefnum sínum. Hér hefur verið rakinn embættisferill Magnúsar Jónssonar, en jafnframt embætti sínu gegndi hann einatt fjölþættum störfum á öðrum sviðum. Hann var bæjarfulltrúi á Ísafirði 1915–1917, þingmaður Reykvíkinga 1921–1946, sat á 32 þingum alls, var yfirskoðunarmaður landsreikninga 1923–1925 og 1932–1937. Hann átti sæti í Grænlandsnefnd 1925, í milliþinganefnd í bankamálum 1925–1926, í alþingishátíðarnefnd 1926–1930, í bankaráði Landsbankans 1927–1928 og 1930–1957, var formaður þess 1946–1957, Í dansk-íslenzkri ráðgjafarnefnd átti hann sæti frá 1935 og þar til hún var lögð niður, í milliþinganefnd í skattamálum árin 1938–1939, í orðunefnd 1939–1942, í útvarpsráði 1942–1956, formaður þess 1945–1946 og 1953–1956. Hann átti sæti í skólanefnd barnaskóla á Ísafirði og í Reykjavík, var í skólaráði verzlunarskólans og tónlistarskólans. Í félagsmálum vann hann mikið starf, var í stjórn Prestafélags Íslands, Sögufélagsins, Listvinafélags Íslands og Skagfirðingafélagsins og átti lengi sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Hann var ritstjóri Eimreiðarinnar 1918–1923, Iðunnar 1923–1926, Stefnis 1929–1934 og Kirkjuritsins 1940–1948 og 1954–1955. Hann var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði við háskólann í Tartu í Eistlandi árið 1932."

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Unnur Lára Magnúsdóttir (1913-1983) (8. maí 1913 - 19. nóvember 1983)

Identifier of related entity

S00945

Category of relationship

family

Type of relationship

Unnur Lára Magnúsdóttir (1913-1983)

is the child of

Magnús Jónsson (1887-1958)

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bennie Lárusdóttir (1888-1957) (10.03.1888-14.12.1957)

Identifier of related entity

S00944

Category of relationship

family

Type of relationship

Bennie Lárusdóttir (1888-1957)

is the spouse of

Magnús Jónsson (1887-1958)

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S00641

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

12.4.2016 frumskráning í atom, sup.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places