Fonds N00326 - Pétur Sighvatsson: Skjalasafn

Original Digital object not accessible

Identity area

Reference code

IS HSk N00326

Title

Pétur Sighvatsson: Skjalasafn

Date(s)

  • 20.01.1912 (Creation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

Ein askja, eitt handteiknað kort. Kortið er mjög viðkvæmt, teiknað á þunnan og brothættan pappír, orðið illa farið og skal meðhöndlast af varúð.

Context area

Name of creator

(7. nóv. 1875 - 12. ágúst 1938)

Biographical history

Foreldrar: Sighvatur Grímsson Borgfirðingur og k.h. Ragnhildur Brynjólfsdóttir. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum í Dýrafirði. Þegar hann var um tvítugt sigldi hann til Kaupmannahafnar og nam þar úrsmíði. Að námi loknu, dvaldist hann þar í nokkur ár og stundaði iðn sína, og um tíma veitti hann forstöðu verkstæði húsbónda síns í fjarveru hans. Alls var Pétur sjö ár í Danmörku og kynntist þar konuefni sínu, Rósu Daníelsdóttur frá Skáldastöðum í Eyjafirði, þau komu heim til Íslands árið 1903 og kvæntust. Fluttust sama ár til Sauðárkróks og setti Pétur þar upp úrsmíðavinnustofu. Hafði einnig dálitla verslun með úr, klukkur o.fl. Verslunarleyfi fékk hann 1904 með Steindóri Jónssyni. Þegar símstöð var sett upp á Sauðárkróki fáum árum síðar, varð Pétur stöðvarstjóri og var það aðalstarf hans upp frá því. Auk þess starfaði hann að iðn sinni og margs konar smíðum og öðru því, sem hagleik þurfti til. Óhætt er að segja að Pétur hafi komið að flestum framfara- og menningarmálum Sauðárkróks á meðan hans naut við. Ári eftir að hann kom til Sauðárkróks var þar stofnað Iðnaðarmannafélag og var Pétur fyrsti gjaldkeri þess og formaður. Árið 1912 beitti hann sér mjög fyrir því að vatnsveita yrði lögð, og ári síðar stofnaði hann ásamt fleirum, Sjúkrasamlag Sauðárkróks. Var kjörinn formaður þess og var það til dauðadags. Hann hafði mikinn áhuga á rafmagnsmálum, var ávallt í rafveitunefnd og hvatti þar til stórra átaka. Mun hann fyrstur manna á Sauðárkróki hafa unnið að raflögnum og viðgerðum á þeim. Hann var stofnandi og einnig í stjórn Framfarafélags Skagfirðinga og átti sæti í hreppsnefnd. Hann var í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga og formaður þess í nokkur ár. Jafnframt var hann einlægur bindindismaður og starfaði lengi í Góðtemplarareglunni. Pétur og Rósa eignuðust sex börn.

Archival history

Ferill ókunnur.

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Uppdráttur teiknaður af Pétri Sighvatssyni af vatnsveitukerfi fyrir Sauðárkrók 1912. Á kortinu má sjá hvernig vatnsveitan var í upphafi lögð í norðurenda bæjarins. Pétur Sighvatsson var skipaður í nefnd um framkvæmd vatnvsveitu á Sauðárkróki og hefur hann því líklega gert uppdráttinn í tengslum við þá vinnu.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

https://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
Notkun á starfrænum afritum er háð þeim skilyrðum sem fram koma á hlekk hér að ofan.
Í öllum tilfellum skal geta heimilda þegar efnið er notað.

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Note

Stafrænt afrit af uppdrættinum má sjá með því að ýta á myndina.

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

ES

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation revision deletion

28.06.2021. Frumskráning í Atom, ES.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Digital object (Master) rights area

Digital object (Reference) rights area

Digital object (Thumbnail) rights area

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places