Óskar Ingi Magnússon (1917-2003)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Óskar Ingi Magnússon (1917-2003)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

12.1.1917-28.8.2003

History

Óskar Ingi Magnússon fæddist í Ásmundarnesi, Kaldrananeshreppi á Ströndum 12. janúar 1917. Foreldrar hans voru Magnús Andrésson, bóndi og sjómaður á Kleifum í Kaldbaksvík, Kaldrananeshreppi og k.h. Efemía Bóasdóttir. Eftir lát Magnúsar var Óskar tekinn í fóstur, þá rúmlega ársgamall, af föðurbróður sínum, Rósanti Andréssyni og Sigurlaugu Guðmundsdóttur ljósmóður. Ólst hann upp hjá þeim til fullorðinsára. Hinn 17. apríl 1943 kvæntist Óskar Herfríði (Hebbu) Valdimarsdóttur frá Vallanesi, þau eignuðust þrjú börn. ,,Óskar stundaði nám við Barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, lauk mótorvélstjóraprófi 1937 og fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1942. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn á mb. Skagfirðingi. Hann var einnig stýrimaður á togurum frá Hafnarfirði og sigldi til Bretlands á stríðsárunum. Óskar var við og við stýrimaður á togurum frá Sauðárkróki 1945-1948. Árið 1949 gerðust Óskar og Hebba bændur á Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði og bjuggu þar alla tíð síðan, aðallega með sauðfé. Meðfram búskap ráku þau sumardvalarheimili í Brekku um 30 ára skeið. Þau stunduðu jafnframt skógrækt á jörð sinni og gróðursettu í um 50 hektara lands. Óskar var einn af stofnendum skátafélagsins Eilífsbúa á Sauðárkróki. Hann var virkur félagi í ýmsum félögum tengdum landbúnaði og formaður Sauðfjárræktarfélags Seyluhrepps í 33 ár. Hann tók virkan þátt í starfsemi Guðspekifélags Íslands, Sálarrannsóknarfélags Íslands, Ungmennafélagsins Fram og Leikfélags Skagfirðinga. Hann var heiðursfélagi Skógræktarfélags Skagfirðinga, Sauðfjárræktarfélags Seyluhrepps og skátafélagsins Eilífsbúa."

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Herfríður Valdimarsdóttir (1920-2012) (14. desember 1920 - 12. janúar 2012)

Identifier of related entity

S00915

Category of relationship

family

Type of relationship

Herfríður Valdimarsdóttir (1920-2012)

is the spouse of

Óskar Ingi Magnússon (1917-2003)

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S00307

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

27.11.2015 frumskráning í atom, sup.
Lagfært 11.06.2020. R.H.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places