Pálmi Anton Sigurðsson (1921-2014)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Pálmi Anton Sigurðsson (1921-2014)

Parallel form(s) of name

  • Pálmi Sigurðsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17. október 1921 - 27. september 2014

History

Var í Hólakoti, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Sjómaður, verkamaður og starfaði síðar um árabil hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Pálmi Anton Sigurðsson fæddist 17. október 1921 að Á í Unadal. Pálmi var yngstur 12 systkina, sem voru skírð, en foreldrar hans voru hjónin Sigurður Þorlákur Sveinsson frá Þrastastaðagerði, bóndi Mannskaðahóli á Höfðaströnd og víðar í Skagafirði, og Guðbjörg Þuríður Sigmundsdóttir frá Bjarnastöðum í Unadal. Börn þeirra er upp komust, voru: Bjarni Anton, f. 1901, d. 1935, Sveinbjörn Maron, f. 1902, d. 1992, Sigmundur, f. 1905, d. 1980, Sveinn, f. 1906, d. um 1925, Guðjón, f. 1908, d. 1986, Guðmann Jóhann, f. 1910, dó ungur, Elísabet Jóhanna, f. 1913, d. 2014, Höskuldur Skagfjörð, f. 1917, d. 2006, Guðvarður, f. 1917, d. 1994. Eiginkona Pálma var Guðrún Lovísa Snorradóttir frá Stóru-Gröf, húsmóðir, f. 27. febrúar 1925, d. 31. mars 2010. Pálmi og Guðrún giftu sig 17. maí 1953. Börn þeirra eru 1) Ólöf, f. 1948, gift Þorsteini Ingólfssyni, f. 1944. Þeirra börn eru: a) Ingólfur, giftur Annette Marie Hansen, börn þeirra eru: Kormákur Jens, Signý Brink, Sindri Brink og Rakel Brink. b) Pálmi Reyr, maki Ingibjörg Ósk Pétursdóttir, sonur þeirra er Þorsteinn Búi. 2) Guðbjörg Sigríður, f. 1952, gift Valgeiri Steini Kárasyni, f. 1951, þeirra börn eru: a) Guðrún Jóna, börn hennar og Þórðar Þórðarsonar eru Íris Lilja og Valgeir Ingi. b) Dagmar Hlín, maki Börkur Hólmgeirsson, sonur þeirra Ísak Geir, c) Árni Geir, maki Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir, börn þeirra eru Kári og Þórdís Lilja. d) Pálmi Þór, maki Gunnhildur Jódís Ísaksdóttir. 3) Snorri Rúnar, f. 1961, giftur Anne Marie Haga, f. 1967, synir þeirra eru Einar, Jakob og Axel. Fyrir átti Pálmi dótturina Sólveigu Jónasdóttur, f. 1945, hennar börn eru: Svandís, Snorri, Guðríður og Ingveldur. Pálmi fluttist 10 ára með foreldrum sínum frá Á í Hólakot á Reykjaströnd þar sem þeir reistu bú, en fluttist svo með þeim til Sauðárkróks 1937. Var í farskóla í sveitinni og í unglingaskóla hjá sr. Helga Konráðssyni. Stundaði almenn sveitastörf og fór ungur að vinna í Bakaríinu hjá Guðjóni bróður sínum ásam því að stunda sjómennsku á smábátum. Var við bjargsig í úthaldi Marons bróður sína í Drangey. Tók námskeið í vélstjórn á Akureyri og fékk 250 hestafla réttindi sem vélgæslumaður. Var á síldarbátum og togurum, sigldi til Englands með Hugin í stríðinu. Stundaði almenna verkamannavinnu og sjómennsku þar til hann fór að vinna hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga 1954, þar sem hann vann út starfsævina í rúm 40 ár. Pálmi var virkur félagi og gengdi trúnaðarstörfum í verkamannafélaginu Fram. Hann hafði góða bassarödd og söng í Kirkjukór Sauðárkróks og Karlakór Sauðárkróks. Byggði sér fallegt heimili 1958 að Ægisstíg 3, þar sem fjölskyldan bjó. Eftir veikindi 2010 vistaðist hann á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki þar sem hann bjó við gott atlæti til hinstu stundar.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Guðbjörg Sigmundsdóttir (1879-1968) (14.04.1879-27.07.1968)

Identifier of the related entity

S02160

Category of the relationship

family

Type of relationship

Guðbjörg Sigmundsdóttir (1879-1968) is the parent of Pálmi Anton Sigurðsson (1921-2014)

Dates of the relationship

Description of relationship

Control area

Authority record identifier

S00930

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

25.05.2016 frumskráning í AtoM SFA

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

mbl.is og islendingabok

Maintenance notes