Pétur Helgason (1905-1980)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Pétur Helgason (1905-1980)

Parallel form(s) of name

  • Pétur Helgason

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

  • Pippi

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

04.02.1905-13.03.1980

History

Pétur er elstur þrettán systkina og komust ellefu þeirra upp. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í þessum stóra systkinahópi, fyrst í Pálsbæ, síðan Tungu 1910-1916, á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd til 1918, Reykjavík þar til hann fór til Siglufjarðar upp úr 1930. Pétur stundaði margs konar tilfallandi vinnu, m.a. sjósókn á vertíðum. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri veturnar 1926-1927 og 1927-1928 og útskrifaðist búfræðingur þaðan. Að sumrinu var hestamennskan og fyrirgreiðslan við ferðamenn verulegur þáttur í starfi hans. Hann var einn af hestasveinum við konungskomuna 1930. Pétur var góður söngmaður, hafði mikla og fagra bassarödd. Það leiddi til þess að Þormóður Eyjólfsson söngstjóri á Siglufirði hlutaðist til um að útvega Pétri vinnu þar hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og fá hann til liðs við karlakórinn Vísi á Siglufirði. Pétur söng með Vísi, sem og Kirkjukór Siglufjarðar á meðan hann átti heim þar. Á veturnar fór hann suður á vertíðir, m.a. til Vestmannaeyja, þar sem lítið var um vetrarvinnu á Siglufirði.

Á Siglufirði kynntist hann Ingibjörgu Jónsdóttur veitingakonu og giftist henni í desember 1934. Þau fluttust til Sauðárkróks vorið 1945 og hófu rekstur á Hótel Tindastól, sem hann keypti 1. maí það ár. Ráku þau hótelið til 1957. Árið 1955 keypti Ingibjörg Hótel Villa Nova og fluttu þau reksturinn þangað árið 1957 og ráku hótel þar til 1970. Árið 1969 seldu þau Hótel Tindastól og Villa Nova ári síðar. Þá höfðu þau nær lokið við byggingu tveggja hæða húss við Hólaveg 16, með íbúð á efri hæð en verslunaraðstöðu á neðri hæðinni. Þar rak Pétur síðan matvöruverslunina Tindastól í syðri hluta hússins en Ingibjörg hannyrða- og vefnaðarvöruverslun í norður hlutanum. Pétur var virkur félagi í hestamannafélaginu Léttfeta og sat í stjórn þess um tíma.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Ingibjörg Jónsdóttir (1908-2001) (5. apríl 1908 - 11. ágúst 2001)

Identifier of related entity

S01489

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Jónsdóttir (1908-2001)

is the spouse of

Pétur Helgason (1905-1980)

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S00179

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráning í Atóm 09.09.2016 SFA
Lagfært 05.06.2020. R.H.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places