Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2514 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2492 results directly related Exclude narrower terms

Á stultum

Tilgáta um Aage Michelsen á stultum. Húsin fyrir aftan er hús "Ögmundar Söðlasmiðs" Þar sem nú stendur Mælifell. Aðalgata 15, 13 og 11.

Aage á tréhesti.

Aage Micehlsen á tréhesti. Þennan hest fékk Frank Michelsens að gjöf frá Danmörku þegar hann var á fyrsta ári, s.s. 1914 þá var hesturinn klæddur með skinni eða skinnlíki.

Aðalgata

Mynd tekin rétt sunnan við Sauðárkrókskirkju út Aðalgötu. Mynd sennilega tekin að vori. Gamlibarnaskólinn til hægri. Hann var fyrst starfræktur á þessum stað í lok árs 1908 og varð Jón Þ. Björnsson skólastjóri. Jón reyndist einn mikihæfasti skólamður landsins og setti mjög svip sinn á skólastarf á Sauðárkróki um langt skeið.

Aðalgata 16

Aðalgata 16, Sýslumannshús eða Michelsenshús kringum árið 1940. Þar hefur verið stundaður verslunar- og veitingarekstur óslitið frá 193?. Takið eftir skiltunum á húsinu.
Myndin er tekin um það leyti er Michelsens fjölskyldan bjó í því. Til hægri var verslun og verkstæði Frank Michelsen en Sápuhúsið vinstra megin. Fjölskyldan keypti húsið árið 1912 og hóf Frank þar verslun og verkstæðisrekstur fljótlega eftir það. Húsið var áður nefnt Sýslumannshús í daglegu tali, enda höfðu þrír sýslumenn búið í því fyrir þann tíma, en formlegt nafn þess var Laufás, eftir prestsetrinu í Eyjafirði.

Aðalgata 16

Aðalgata 16, hús Michelsens. Þegar þetta er skráð þá er Kaffi Krókur í húsinu, en það var endurbyggt eftir bruna árið 2008.

Aðalgata handmokuð

Vetrarhörkur á Sauðárkróki. Á þessum tíma voru götur handmokaðar og yfirleitt ekki gert ráð fyrir að bílar færu um þær þegar snjór var sem mestur.

Aðalsteinn Jónsson

Mynd tekin á Aðalgötu á Sauðárkróki, Fremstur er Aðalsteinn Jónsson, stúlkurnar tvær eru María Guðlaug Pétursdóttir og Steinunn Aðalheiður Rögnvaldsdóttir.

Æviágrip Bjargar Jóhannesdóttur Hansen

Æviágrip Bjargar Jóhannesdóttur Hansen frá Sauðá sem hún virðist hafa ritað að mestu sjálf. Með fylgja eftirmál eftir barnabarn hennar, Björgvin Brynjólfsson frá Skagaströnd.

Björgvin Brynjólfsson

Almenn bæjarstjórnarmál

Ýmislegt er varðar þátttöku Erlendar Hansen í bæjarstjórnarmálum á Sauðárkróki á tímabilinu 1950-1975. Til að mynda gögn er varða deilur um bæjarreikninga 1960, ávörp Erlendar, fréttabréf stjórnmálaflokka.

Árgangur 1929

Árgangur 1928 ásamt skólastjóra og kennar Barnaskólans á Sauðárkróki. Hugsanlega skólaferðalag. Aftasta röð frá vinstri; (Skráð Sigga Þórðar (Blöndal), Óþekkt, Þorvaldur Guðmundsson kennari, Jón Þorbjargarson Björnsson. Miðröð: Steinunn Aðalehieður Árnadóttir, Aage Michelsen, Magnús Bjarnason kennari og Alda Bjarnadóttir. Fremsta röð frá vinstri; Sigurður Margeirsson, Snorri Sigurðsson, Hjalti Jósafat Guðmundsson og skráning "Bjöggi Skafta". Einnig talið að Aage Michelssen sé á myndinni.

Árgeislinn 1908-1952

"Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki hóf útgáfu handskrifaðs blaðs er nefndist Árgeislinn árið 1907. Blaðið varð þegar í upphafi vettvangur deilna milli félagsmanna þar sem tókust á sjónarmið íhaldsstefnu og frjálslyndis á ýmsum sviðum. Einkum voru átökin um bindindisheit félagsmanna og um hvort félagið ætti að hafa kristileg gildi í hávegum. Helstu baráttumenn hvors hóps voru annars vegar Jón Þ. Björnsson og Brynleifur Tobíasson kennari, sem fulltrúar kristinna gilda og bindindis, og hins vegar Jón Pálmi Jónsson ljósmyndari og Árni Daníelsson kaupmaður."

Ársreikningar 1968-1974

Innbundin bók með handskrifuðum bókhaldsfærslum. Bókin er vel varðveitt og virðist lítið notuð.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársreikningar f. húsbyggingar- og orgelsjóðs

Innbundin og handskrifuð með höfuðbókarfærslum fyrir orgel- og húsbyggingarsjóð UMFT. Bókin er vel varðveitt, en aðeins nokkrar færslur eru í henni. Færslurnar eru frá tímabilinu 1937-1939.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Innbundin tölvuútprentuð pappírsgögn sem inniheldur ársskýrslu körfuknattleiksdeildar Tindastóls, fyrir 1996-1997. Plast er yfir forsíðu skýrslunnar og bakið er úr þykkum pappír. Eintakið hefur varðveist mjög vel. Í skýrslunni er fjallað um fjárhag deildarinnar, skýrslu formanns ásamt skýrslum frá þjálfurum yngri flokka körfuboltadeildarinar.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársskýrsla U.M.F.T

Vélrituð skýrsla, heftuð saman. Ytri blöðin hafa aðeins rifnað en skýrslan hefur varðveist vel.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársskýrslur 1984-1989

Í safninu eru félagaskýrslur frá árinu 1985-1987, einnig eru önnur gögn með persónugreinanlegum upplýsingum í safninu.

Skátafélagið Eilífsbúar

Ávörp og ræður

Ýmis ávörp og ræður flutt af Guðjóni Ingimundarsyni við hin ýmsu tilefni tengd öllu því íþrótta- og félagsstarfi sem hann var þátttakandi í.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Barnaskóli Sauðárkróks: Skjalasafn

  • IS HSk N00187
  • Fonds
  • 1900-1951

Gögn er varðar Barnaskólann á Sauðárkróki frá 1914 til 1951, flest með hendi Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra. Einnig gögn er varðar "Ungmennaskóla Sauðárkróks".

Barnaskóli Sauðárkróks (1882-1998)

Barnaskólinn á Sauðárkróki: Skjalasafn

  • IS HSk N00228
  • Fonds
  • 1925-1944

4 bækur sem innihalda skrár yfir bækur og útlán á skólabókasafni barna- og ungmennaskólans á Sauðárkróki á árunum 1925-1944.

Barnaskóli Sauðárkróks (1882-1998)

Results 1 to 85 of 2514