Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

72 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

71 results directly related Exclude narrower terms

Árgangur 1929

Árgangur 1928 ásamt skólastjóra og kennar Barnaskólans á Sauðárkróki. Hugsanlega skólaferðalag. Aftasta röð frá vinstri; (Skráð Sigga Þórðar (Blöndal), Óþekkt, Þorvaldur Guðmundsson kennari, Jón Þorbjargarson Björnsson. Miðröð: Steinunn Aðalehieður Árnadóttir, Aage Michelsen, Magnús Bjarnason kennari og Alda Bjarnadóttir. Fremsta röð frá vinstri; Sigurður Margeirsson, Snorri Sigurðsson, Hjalti Jósafat Guðmundsson og skráning "Bjöggi Skafta". Einnig talið að Aage Michelssen sé á myndinni.

Fey 10

Jólaundirbúningur í leikskólanum Furukoti í desember árið 1986.

Feykir (1981-)

Fey 106

Fyrir framan lögreglustöðina á Sauðárkróki, sex krakkar með viðurkenningu.

Feykir (1981-)

Fey 111

Verðlaunahafar fyrir veggspjald, sem unnið var í umferðarátaki sem umferðanefnd Sauðárkróks, lögreglan, tryggingarfélögin og grunnskólinn á Sauðárkróki stóðu fyrir 1997. Aftari röð frá vinstri, Arnar Freyr Frostason (1988-), Snævar Örn Jónsson (1988-), Stefanía Inga Sigurðardóttir (1988-), Jóhanna Ey Harðardóttir (1988-). Fremri röð frá vinstri Skapti Ragnar Skaptason (1988-), Katrín Sveina Björnsdóttir (1988-).

Feykir (1981-)

Fey 114

Íþróttavöllurinn á Sauðárkróki. Óþekkt börn að leik.

Feykir (1981-)

Fey 122

Stúlkur fyrir utan Ráðhúsið við Skagfirðingabraut, f.v. Sóley Björk Guðmundsdóttir og Brynhildur Þöll Steinarsdóttir.

Feykir (1981-)

Fey 153

Leikskólinn Glaðheimar fékk bát að gjöf sumarið 1991.

Feykir (1981-)

Fey 160

Öskudagur á skólalóð Barnaskólans við Freyjugötu 1995. Kötturinn sleginn ú tunnunni.

Feykir (1981-)

Fey 163

Í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Feykir (1981-)

Fey 276

Blaðagrein í Feyki um hvernig gera má Borgarsandinn að skemmtilegu útivistarsvæði. Frá vinstri Þór Sigurðsson og eiginkona hans Herdís Stefánsdóttir ásamt Þórdísi dóttur þeirra og með þeim er Katrín Ingimundardóttir.

Feykir (1981-)

Fey 337

Börn á Sauðárkróki sem héldu hlutaveltu í júlí 1985. F.v. Arna Dröfn Björnsdóttir (1975-), Ragnar Páll Árnason (1976-), Dagur Jónsson (1976-) og Atli Björn Þorbjörnsson (1976-).

Feykir (1981-)

Fey 47

Tilg. Króksmót. Ingvar Magnússon (1960-) þjálfari t.v.

Feykir (1981-)

Fey 50

Króksmót. Ingvar Magnússon (1960-) þjálfari t.v. í rauðri peysu og sennilega Ómar Braga Stefánsson t.h. Á bak við við Ingvar t.h. eru Stefán Logi Haraldsson og Jón Arnar Magnússon.

Feykir (1981-)

Fey 67

Leikskólinn Furukot haustið 1987. T.v. Unnur Guðný Björnsdóttir (1951-), og Smári Björn Stefánsson (1982-). Hin óþekkt.

Feykir (1981-)

Fey 68

Ungur veiðimaður í fjörunni á Króknum.

Feykir (1981-)

Fey 72

Börn á leikskólanum Furukoti í desember árið 1986 við jólaundirbúning.

Feykir (1981-)

Fey 77

Glaðheimar við Víðigrund, börn óþekkt.

Feykir (1981-)

Fey 99

Leikskólinn Glaðheimar við Víðigrund. Börnin eru óþekkt.

Feykir (1981-)

Fyrir utan Poppsverslun

Fyrir utan Poppsverslunina á Sauðárkróki, Kona stendur við barnavagn, kona situr með barn á tröppum og barn stendur hjá.

Ingrid Hansen (1884-1960)

GI 1138

Norðurlandsmót í Sauðárkróki árið 1960. Tilgáta að fremst til hægri sé Jóhann Sigurðsson (Jonni) sonur Sigurðar varðstjóra í Varmahlíð.

GI 1789

Tilg. Páll Hallgrímsson t.h. Stefanía - Hulda og Sigurbjörg. Sá sem er lengst til hægri er óþekktur.

GI 1976

Frá vinstri Lilja Ingimundardóttir (1981-) - Guðmundur Heiðar Jensson (1958-) ásamt syni sínum Ingva Guðmundssyni (1988-) og Helga Elísa Þorkelsdóttir (1983-).

KCM481

Ónafngreint fólk með barn. Á bak við fólkið eru skúrar (Læknisskúrarnir) sem voru norðan við Suðurgötu 1 (Læknishúsið).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM505

Guðrún Gísladóttir (1918-1988) líklega með Jakobínu dóttur sína. Í baksýn eru húsið Blómsturvellir á Sauðárkróki og sér niður á Skagfirðingabraut. Sauðáin rennur bak á við Guðrúnu.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM572

Votvirðri á Sauðárkróki. Börnin (ónafngreind) á myndinni er á róluvellinum við Skógargötu.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM69

Drengurinn óþekktur, en húsið er Aðalgata 16, nú Kaffi Krókur (ca. um 1950).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Mynd 6

Óþekkt kona með barn.
Myndin er tekin á Sauðárkróki, sér í Nafirnar í baksýn.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

Mynd 81

Frá vinstri Árni Blöndal, Kristján Blöndal og Sigurgeir Snæbjörnsson.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)