Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

48 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

Only results directly related

Fundagerðabók

Fyrsta stofnfundargerðabók sem er harðspjalda handskrifuð fundagerðabók í nýrri kápu en blaðsíður eru gulnaðar og nokkuð rifnar svo bókin er í lélegu ástandi. Aftast í bók er skráning frá 1915 Leikrit og munir sem Hið skagfirska félag á og svo upptalning á því. Hefur verið ritað síðar.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundargerðabók í lélegu ástandi. Kápa er laus frá en er með límborða sem heldur bók saman. Bókin er bundin saman með bandi og los á blaðsíðum og nokkrar alveg lausar.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundagerðabók í nokkuð góðu ástandi. Bókin er bundin með bandi og fremstu tvær blaðsíður hafa verið klipptar en blaðsíður nokkuð krassaðar. Aftari bókakápa með broti í horni.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundageraðbók í góðu astandi en lítillegt los á fremstu blaðsíðum. Bókin segir frá síðustu árum félagsins sem vitað er af í þessum gögnum.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundagerðabók í þokkalegu ástandi en nokkuð er um ryð frá heftum við kjöl og blettóttar blaðsíður. Bókin hefur verið límd innanvert á bókakápu.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundagerðabók í góðu ástandi en nokkuð blettótt. Bókin er bundin með bandi og með fallegri skrift.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundagerðabók ´imjög góðu ástandi, hefti ekki farin að ryðga. Í upphafi bókar er talað um 35 konur séu meðlimir félagsins.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Gunnlaug Sigurbjörg Sigurðardóttir

  • IS HSk N00055
  • Fonds
  • 1965

Raddir heiðursfélaga Kvenfélags Sauðárkróks, upptaka gerð 2. febrúar að Ásvallagötu 9, Rvk. af Hannesi Péturssyni. Heiðursfélagar kvenfélagsins eru: Elínborg Jónsdóttir, Jórunn Hannesdóttir og Sigríður Sigtryggsdóttir

Hannes Pétursson (1931-)

Hið skagfirska kvenfélag

  • IS HSk E00103
  • Fonds
  • 1895 - 1953

Sjö harðspjalda handskrifaðar fundabækur í misgóðu ástandi en allar nema ein eru með límmiða á kili. Stofnun félagsins og starfsemi er rituð hér og gaman að lesa.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Hljóðsnælda

Viðtöl við Geirmund Valtýsson, Sigurgeir Angantýsson og Helgu Sigurbjörnsdóttur um Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks

Kvenfélag Sauðárkróks: Skjalasafn

  • IS HSk N00085
  • Fonds
  • 1967

Ljósmyndir úr sýningunni Deleríum búbónis, sem Kvenfélag Sauðárkróks setti upp árið 1967.

Kvenfélag Sauðárkróks (1950-)

Lög úr Danslagakeppni

Lög úr Danslagakeppni,1. Nafnlaust (Skagafjörður fagur er), 2. Haustkvöld (höfundur Máni), 3. Hvað er ást (höfundur linnana) 4. Löngumýrarlagið (höf: Petró) nokkur leikin lög íslensk í syrpu. 5. Væri ég sjómaður (höf. Snadda), 6. Vangadans (höf. Fjöllyndan) 7. Abba (höf. Muggur) 8. Dísadóra (höf. Randafluga).

Sigurgeir Angantýsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00056
  • Fonds
  • 1950-2001

Úrklippubókin er samanteknar upplýsingar um Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Ýmis efni á hljóðböndunum, m.a. upptökur af útvarpsefni ruv og æfing hjá kirkjukór.

SSKv16

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Eyborg Guðmundsdóttir
Selma Magnúsdóttir
Helga Kristjánsdóttir
Margrét Ólafsdóttir

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv17

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Selma Magnúsdóttir
Margrét Ólafsdóttir
Eyborg Guðmundsdóttir
Björn Daníelsson

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv18

List um landið, sýning í Safnahúsinu á vegum S.S.K. 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Jóhann L. Jóhannesson, Helga Kristjánsdóttir og Jóhann Salberg Guðmundsson.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv19

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Eyborg Guðmundsdóttir (listakona sem setti upp sýninguna, (höfundar ýmsir))
Helga Kristjánsdóttir
Margrét Ólafsdóttir
Selma Magnúsdóttir

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv21

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Á myndinni má sjá (í forgrunni) Marteinn Friðriksson, Halldór Þ. Jónsson, Jóhann Salberg og Gunnar Sveinsson.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv22

List um landið, sýning í Safnahúsinu á vegum S.S.K. 1973.
Á myndinni er Helga Kristjánsdóttir.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv24

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973.
Helga Kristjánsdóttir virðir fyrir sér myndvefnað Vigdísar Kristjánsdóttiur.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv25

List um landið, sýning í Safnahúsinu 1973. Helga Kristjánsdóttir býður gesti velkomna.

Stefán Pedersen (1936-2023)

SSKv26

Mynd tekin á afmælishófi í Bifröst 1969.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Svana í Ási
Jóhanna S. í Brautarholti
Ingibjörg í Flugumýrahvammi
Ingibjörg á Mið-Grund
Sigríður (ath)
María á Húsabakka

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

SSKv27

Ljósmynd frá afmælishófi í Bifröst 1969, 100 ár frá stofnun Kvenfélags Rípurhrepps. Sigurlaugarsjóður var stofnaður við það tækifæri.
Nafnalisti fylgir myndinni.
Aftasta röð: Magnús H. Gíslason, Jóhanna Þórarinsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Lovísa Guðmundsdóttir (systur í skrautbúningum), Jón Sigurjónsson og Þórunn Jónsdóttir.
Þeir sem sitja á móti þeim:
Einar Guðmundsson, Ási?, Sigurbjörg í Brekkukoti? og Bára Björnsdóttir? Felli.
Næsta borð:
Sigríður Helgadóttir, Ingibjörg á Úlfsstöðum, Pála Pálsdóttir, Þorsteinn Hjálmarsson, Laufey á Torfufelli í Eyjafirði.
Þeir sem sitja á móti þeim:
Halldóra Bjarnadóttir, Dómhildur Jónsdóttir og Emma Hansen.
Næsta borð:
Fjóla í Víðinesi.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )