Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

28 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

28 results directly related Exclude narrower terms

Ársskýrslur 1984-1989

Í safninu eru félagaskýrslur frá árinu 1985-1987, einnig eru önnur gögn með persónugreinanlegum upplýsingum í safninu.

Skátafélagið Eilífsbúar

Fundagerðabækur 1929-1962

Í safninu eru bækur bæði stílabækur og innbundnar bækur, þær eru allar með línu- eða rúðustrikuðum blaðsíðum. Bækurnar eru ýmsum stærðum og gerðum. Í bækurnar eru skráðar fundagerðir, ársskýrslur, félagaskrá einnig ferðasögur skátaflokkanna. Bækurnar eru allar vel varðveittar og læsilegar og er lítið skrifað í þær flestar. Pappírsgögn sem voru í fundagerðabók (A-E) voru tekin úr bókinni og sett í sér örk (A-G). Í gögnum A-F og A-G eru persónugreinanleg gögn, arkirnar voru settar efst í öskjuna til að hægt sé að taka þau úr safninu. Í einni fundagerðabók, í örk A-F fannst mygla, bókin var hreinsuð (ryksuguð og burstuð eins og kostur var) og er hún að öðru leyti í góðu ásigkomulagi.

Pappírsgögn 1984-1989

Í safninu eru ljósrituð, forprentuð, vélrituð og handskrifuð skjöl. Skjölin eru í góðu ásigkomulagi, sum þeirra eru ódagsett en virðast tengjast sama tímabili og þeirra sem eru dagsett. Í safninu eru söngtextar, starfsáætlanir, upplýsingar fyrir skátalandsmót, afmælisblað og fleira.

Skátafélagið Eilífsbúar

Pappírsgögn 1985-1990

Í safninu eru lög, fréttabréf og erindi frá Bandalagi íslenskra Skáta. Bréfasamskipti er varða heimsókn danskra skáta til Sauðárkróks, gjafabréf, formleg bréf og erindi, símskeyti, fundardagskrá og þakkarbréf.
Ath. í safninu eru persónugreinanleg gögn, þau eru fremst í örkinni.

Skátafélagið Eilífsbúar

Sendibréf til Franch varðandi málefni Skátahreyfingunnar

  1. Bréf/ umslag varðandi norðurlanda Gildismót árið 1980.
  2. Bréf/ 1. umslag frá Helga Konráðssyni skrifað árið 1944 um Skátahreyfinguna Andvari.
  3. bréf vegna námskeiðs Gilwells 30. júní 1960 frá Sig. Guðmundsson skátafélag Sauðárkróks - Ásynjur og Andvarar.
  4. bréf frá Geirlaugi Jónssyni 28. nóvember 1948 um Foringjablað Skátahreyfingarinnar.
  5. bréf frá Sigurði Jónssyni 28.02 1973 vegna endurvekja Skátastarfið á Sauðárkróki.
  6. bréf frá Jóni A. Valdimarssynir skrifað í Keflavík um skátastarf á Sauðárkróki.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

Ýmis skjöl

í þessu safni eru pappírsgögn, vélrituð, forprentuð og handskrifuð gögn á mismunandi gerð pappíra. Einnig er talsvert af prentuðum blöðum með merki og logo Bandalags íslenskra skáta (BIS). Misjafnt var hvort gögnin voru röðuð upp eftir ártali eða ekki, ákveðið var að raða þeim í ártalsröð til að koma einhverju skipulagi á það og til að auðvelda aðgengi að þeim. Mest er um fréttabréf og erindi frá BIS. Í safni B-J eru skýrslur og inntökubeiðnir skátafélagið og eru þetta persónugreinanleg gögn, þau voru sett efst til að hægt sé að taka þau frá þegar safn er fengið til lestrar. Hefti og bréfaklemmur voru hreinsaðar úr safninu, blöðin eru í mismunandi ástandi, sum rifin og gulnuð og á sumum er sýnilegir ryðblettir eftir hefti. Tvö umslög voru tekin úr safninu, búið var að klippa frímerkin úr, Inntökubeiðnir voru í plastmöppu, þau voru tekin úr möppunni og sett saman við aðrar samskonar skýrslur.

Skátafélagið Andvarar (1929-)