Sesselja Ólafsdóttir (1909-2005)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sesselja Ólafsdóttir (1909-2005)

Parallel form(s) of name

  • Sesselía

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

  • Lóa á Daðastöðum

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

27.01.1909 - 27.02.2005

History

Sesselja Ólafsdóttir fæddist á Krithóli á Neðribyggð 27. janúar 1909. Nefnd Sesselía í Skagfirskum æviskrám.
Hún var húsfreyja á Daðastöðum á Reykjaströnd og bjó þar með manni sínum (Jóni) Jóhanni Jónssyni (1908-1965).
Sesselja ólst upp hjá móður sinni. Hún var í vistum og vinnumennsku á ýmsum bæjum í Víðimýrar- og Mælifellssókn. Hún vann fyrir sér þegar aldur leyfði og lengst hjá hálfsystur sinni Sigríði Ólafsdóttur og manni hennar, Jóhannesi bónda Guðmundsson í Ytra-Vallholti. Þar kynntist hún bónda sínum. Þau fluttist þaðan árið 1935 er þau settu saman bú í Litladal í Blönduhlíð. Móðir hennar dvaldist hjá þeim meðan hún lifði.
Árið 1947 fluttu þau að Daðastöðum og bjuggu þar til æviloka Jóhanns. Sesselja fluttist til Sauðárkróks eftir lát Jóhanns. Ári áður (1964) hafði hún selt Braga syni sínum Daðastaði. Hann seldi aftur jörðina 1965.
Á Króknum bjó hún hjá börnu sínum, þeim Braga og Sigríði og áfram með Braga og konu hans eftir hann giftist.
Á Króknum var hún ætíð kölluð á (eða frá) Daðastöðum.
Árið 1993 fluttist hún á ellideild Sjúkrahúss Skagfirðinga á Sauðárkróki og dvaldist hún þar til æviloka.
Sesselja lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 27. febrúar 2005.

Places

Krithóll, Neðribyggð, Daðastaðir, Reykjaströnd, Ytra-Vallholt, Litlidalur, Blönduhlíð, Daðastaðir, Sauðárkrókur

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Control area

Authority record identifier

S01513

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

09.09.2016, frumskráning í atom, gþó.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Skagfirskar æviskrár 1910-1950 VI, þáttur um Jóhann Jónsson og Sesselju Ólafsdóttur.

Maintenance notes